Svíar björguðu stigi átta sekúndum fyrir leikslok Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. janúar 2016 21:11 Tibur Dibirov var bestur hjá Rússlandi. vísir/epa Rússar og Svíar gerðu jafntefli, 28-28, í frábærum handboltaleik á Evrópumótinu í Póllandi í kvöld, en leikurinn fór fram í milliriðli tvö sem spilaður er í Wroclaw. Eins og flestir aðrir leikir á Evrópumótinu var þessi hin besta skemmtun og skildi vart á milli liðanna. Þau skiptust á að skora í fyrri hálfleik og var jafnt í hálfleik, 15-15. Í seinni hálfleik náði hvorugt liðið tveggja marka forskoti fyrr en Timur Dibirov, hornamaðurinn magnaði sem spilar með Vardar, kom Rússlandi í 28-26 af vítalínunni. Vítið skoraði hann í kjölfar brottvísunar Svíans Johans Jakobssonar, en sú brottvísun fór næstum því með leikinn fyrir Svíana. Matthias Zachrisson skoraði frábært mark með undirhandarskoti í síðustu sókn Svíþjóðar og minnkaði muninn fyrir Svíana einum færri í 28-27. Rússarnir voru samt með leikinn í hendi sér en töpuðu boltanum í lokasókninni. Svíarnir köstuðu honum fram á Johan Johannsson sem bjargaði stigi fyrir Svía með jöfnunarmarki átta sekúndum fyrir leikslok, 28-28. Dibirov var markahæstur Rússanna með sjö mörk úr níu skotum en hjá Svíþjóð var Jakobsson lang bestur með níu mörk úr ellefuskotum. Mattias Andersson varði aðeins sex skot í marki Svíþjóðar og var með 21 prósent hlutfallsmarkvörslu sem þykir saga til næsta bæjar. Í marki Rússa varði Victor Kireev tíu skot og var með 26 prósent hlutfallsmarkvörslu. Rússar eru með þrjú stig í milliriðli tvö í fjórða sæti en Svíar eru sæti neðar með eitt stig. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Dagur gerði eins og Guðmundur og rassskellti Dusjebaev Talant Dusjebaev fór illa út úr viðureignum sínum á EM gegn íslensku þjálfurunum en Þýskaland rústaði Ungverjalandi í kvöld. 22. janúar 2016 18:51 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Enski boltinn Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Sjá meira
Rússar og Svíar gerðu jafntefli, 28-28, í frábærum handboltaleik á Evrópumótinu í Póllandi í kvöld, en leikurinn fór fram í milliriðli tvö sem spilaður er í Wroclaw. Eins og flestir aðrir leikir á Evrópumótinu var þessi hin besta skemmtun og skildi vart á milli liðanna. Þau skiptust á að skora í fyrri hálfleik og var jafnt í hálfleik, 15-15. Í seinni hálfleik náði hvorugt liðið tveggja marka forskoti fyrr en Timur Dibirov, hornamaðurinn magnaði sem spilar með Vardar, kom Rússlandi í 28-26 af vítalínunni. Vítið skoraði hann í kjölfar brottvísunar Svíans Johans Jakobssonar, en sú brottvísun fór næstum því með leikinn fyrir Svíana. Matthias Zachrisson skoraði frábært mark með undirhandarskoti í síðustu sókn Svíþjóðar og minnkaði muninn fyrir Svíana einum færri í 28-27. Rússarnir voru samt með leikinn í hendi sér en töpuðu boltanum í lokasókninni. Svíarnir köstuðu honum fram á Johan Johannsson sem bjargaði stigi fyrir Svía með jöfnunarmarki átta sekúndum fyrir leikslok, 28-28. Dibirov var markahæstur Rússanna með sjö mörk úr níu skotum en hjá Svíþjóð var Jakobsson lang bestur með níu mörk úr ellefuskotum. Mattias Andersson varði aðeins sex skot í marki Svíþjóðar og var með 21 prósent hlutfallsmarkvörslu sem þykir saga til næsta bæjar. Í marki Rússa varði Victor Kireev tíu skot og var með 26 prósent hlutfallsmarkvörslu. Rússar eru með þrjú stig í milliriðli tvö í fjórða sæti en Svíar eru sæti neðar með eitt stig.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Dagur gerði eins og Guðmundur og rassskellti Dusjebaev Talant Dusjebaev fór illa út úr viðureignum sínum á EM gegn íslensku þjálfurunum en Þýskaland rústaði Ungverjalandi í kvöld. 22. janúar 2016 18:51 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Enski boltinn Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Sjá meira
Dagur gerði eins og Guðmundur og rassskellti Dusjebaev Talant Dusjebaev fór illa út úr viðureignum sínum á EM gegn íslensku þjálfurunum en Þýskaland rústaði Ungverjalandi í kvöld. 22. janúar 2016 18:51