Svíar björguðu stigi átta sekúndum fyrir leikslok Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. janúar 2016 21:11 Tibur Dibirov var bestur hjá Rússlandi. vísir/epa Rússar og Svíar gerðu jafntefli, 28-28, í frábærum handboltaleik á Evrópumótinu í Póllandi í kvöld, en leikurinn fór fram í milliriðli tvö sem spilaður er í Wroclaw. Eins og flestir aðrir leikir á Evrópumótinu var þessi hin besta skemmtun og skildi vart á milli liðanna. Þau skiptust á að skora í fyrri hálfleik og var jafnt í hálfleik, 15-15. Í seinni hálfleik náði hvorugt liðið tveggja marka forskoti fyrr en Timur Dibirov, hornamaðurinn magnaði sem spilar með Vardar, kom Rússlandi í 28-26 af vítalínunni. Vítið skoraði hann í kjölfar brottvísunar Svíans Johans Jakobssonar, en sú brottvísun fór næstum því með leikinn fyrir Svíana. Matthias Zachrisson skoraði frábært mark með undirhandarskoti í síðustu sókn Svíþjóðar og minnkaði muninn fyrir Svíana einum færri í 28-27. Rússarnir voru samt með leikinn í hendi sér en töpuðu boltanum í lokasókninni. Svíarnir köstuðu honum fram á Johan Johannsson sem bjargaði stigi fyrir Svía með jöfnunarmarki átta sekúndum fyrir leikslok, 28-28. Dibirov var markahæstur Rússanna með sjö mörk úr níu skotum en hjá Svíþjóð var Jakobsson lang bestur með níu mörk úr ellefuskotum. Mattias Andersson varði aðeins sex skot í marki Svíþjóðar og var með 21 prósent hlutfallsmarkvörslu sem þykir saga til næsta bæjar. Í marki Rússa varði Victor Kireev tíu skot og var með 26 prósent hlutfallsmarkvörslu. Rússar eru með þrjú stig í milliriðli tvö í fjórða sæti en Svíar eru sæti neðar með eitt stig. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Dagur gerði eins og Guðmundur og rassskellti Dusjebaev Talant Dusjebaev fór illa út úr viðureignum sínum á EM gegn íslensku þjálfurunum en Þýskaland rústaði Ungverjalandi í kvöld. 22. janúar 2016 18:51 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Rússar og Svíar gerðu jafntefli, 28-28, í frábærum handboltaleik á Evrópumótinu í Póllandi í kvöld, en leikurinn fór fram í milliriðli tvö sem spilaður er í Wroclaw. Eins og flestir aðrir leikir á Evrópumótinu var þessi hin besta skemmtun og skildi vart á milli liðanna. Þau skiptust á að skora í fyrri hálfleik og var jafnt í hálfleik, 15-15. Í seinni hálfleik náði hvorugt liðið tveggja marka forskoti fyrr en Timur Dibirov, hornamaðurinn magnaði sem spilar með Vardar, kom Rússlandi í 28-26 af vítalínunni. Vítið skoraði hann í kjölfar brottvísunar Svíans Johans Jakobssonar, en sú brottvísun fór næstum því með leikinn fyrir Svíana. Matthias Zachrisson skoraði frábært mark með undirhandarskoti í síðustu sókn Svíþjóðar og minnkaði muninn fyrir Svíana einum færri í 28-27. Rússarnir voru samt með leikinn í hendi sér en töpuðu boltanum í lokasókninni. Svíarnir köstuðu honum fram á Johan Johannsson sem bjargaði stigi fyrir Svía með jöfnunarmarki átta sekúndum fyrir leikslok, 28-28. Dibirov var markahæstur Rússanna með sjö mörk úr níu skotum en hjá Svíþjóð var Jakobsson lang bestur með níu mörk úr ellefuskotum. Mattias Andersson varði aðeins sex skot í marki Svíþjóðar og var með 21 prósent hlutfallsmarkvörslu sem þykir saga til næsta bæjar. Í marki Rússa varði Victor Kireev tíu skot og var með 26 prósent hlutfallsmarkvörslu. Rússar eru með þrjú stig í milliriðli tvö í fjórða sæti en Svíar eru sæti neðar með eitt stig.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Dagur gerði eins og Guðmundur og rassskellti Dusjebaev Talant Dusjebaev fór illa út úr viðureignum sínum á EM gegn íslensku þjálfurunum en Þýskaland rústaði Ungverjalandi í kvöld. 22. janúar 2016 18:51 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Dagur gerði eins og Guðmundur og rassskellti Dusjebaev Talant Dusjebaev fór illa út úr viðureignum sínum á EM gegn íslensku þjálfurunum en Þýskaland rústaði Ungverjalandi í kvöld. 22. janúar 2016 18:51