Formaður HSÍ hefur ekki áhyggjur af meintri hignun handboltans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2016 16:45 Guðmundur B. Ólafsson, til vinstri, á blaðamannafundi HSÍ í dag. Vísir/Vilhelm Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segist ekki sammála þeim staðhæfingum sem hafi komið fram í fréttaskýringu Kjarnans á dögunum. Þar ritar Þórður Snær Júlíusson að samband íslensku þjóðarinnar við karlalandsliðið í handbolta virðist vera að rofna í grein sem ber fyrirsögnina „Hin fullkomna hnignun íslensks handbolta“.Sjá einnig: „Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“ Guðmundur tekur fram að hann hafi ekki kynnt sér innihald greinarinnar til hlítar en að hann sé ekki sammála því að áhugi íslensku þjóðarinnar á landsliðinu sé að minnka. „Miðað við það sem ég hef heyrt látið af þessum skrifum er ég algjörlega ósammála þeim. Við sjáum alla umræðuna um handboltann og á forsíðu Fréttablaðsins á miðvikudag að þjóðin tekur þetta nærri sér. Þetta er þjóðaríþrótt og menn vilja veg hennar sem mestan,“ segir Guðmundur. „Það að tala um hnignun er einfaldlega ekki rétt,“ bætir hann við.Kórinn í Kópavogi. Ein af mörgum knattspyrnuhöllum sem hafa risið á Íslandi.vísir/pjeturSnýst um fjármagn Í grein Kjarnans var bent á þá miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað innan knattspyrnunnar á undanförnum árum en Guðmundur segir varasamt að bera saman íþróttir á slíkan hátt. „Alls staðar í heiminum hefur knattspyrnan yfir svo miklum fjármunum að ráða að aðrar íþróttagreinar valda því ekki að vera í beinni samkeppni við fótboltann.“ „Ég er sannfærður um að velgengni knattspyrnunnar á Íslandi sé knattspyrnuhöllunum að þakka. En það munar gríðarlega miklu á þeim fjármunum sem við höfum að spila úr miðað við KSÍ. Ætli að hagnaðurinn hjá KSÍ sé svipaður og heildarvelta okkar.“ „Auðvitað snýst þetta um fjármagn og við myndum vilja hafa þjálfara í fullu starfi til að hlúa betur að starfi okkar í yngri flokkum og afreksstarfi. Við höfum verið að setja pening í það og teljum að það sé strax byrjað að skila árangri,“ segir Guðmundur bendir á góðan árangur U-19 ára liðs Íslands.Aron Pálmarsson ræðir við ungan áhugamann um handbolta.Vísir/DaníelKrakkar þurfa að velja fyrr Guðmundur segir að það hafi verið áður algengt að krakkar stunduðu fleira en eina íþrótt en að það kunni nú að vera breytast. „Það sem hefur breyst frá því að ég var sjálfur ungur í íþróttum er að það er nú meiri pressa frá fótboltanum að krakkarnir velji fyrr á milli íþrótta.“ „Fótboltinn er nú heilsársíþrótt en þannig var það ekki áður. Fótboltinn var áður á sumrin og handboltinn yfir veturinn. Það þýðir kannski að brottfallið verður fyrr heldur en var áður. Ég tel þetta slæma þróun því að ég tel að okkar besta íþróttafólk hafi verið gott í fleiri en einni íþróttagrein.“ Hann bendir á að það þurfi að bregðast við því hvernig alþjóðahandbolti er að þróast. „Við finnum fyrir því að líkamsstyrkur í handboltanum er að breytast. Andstæðingar okkar eru að verða stærri og sterkari og við þurfum að mæta því með því að styrkja okkar ungmenni og gera þau burðugri til að takast á við slíka andstæðinga. Það er sú þróun sem við þurfum að bregðast við.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segist ekki sammála þeim staðhæfingum sem hafi komið fram í fréttaskýringu Kjarnans á dögunum. Þar ritar Þórður Snær Júlíusson að samband íslensku þjóðarinnar við karlalandsliðið í handbolta virðist vera að rofna í grein sem ber fyrirsögnina „Hin fullkomna hnignun íslensks handbolta“.Sjá einnig: „Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“ Guðmundur tekur fram að hann hafi ekki kynnt sér innihald greinarinnar til hlítar en að hann sé ekki sammála því að áhugi íslensku þjóðarinnar á landsliðinu sé að minnka. „Miðað við það sem ég hef heyrt látið af þessum skrifum er ég algjörlega ósammála þeim. Við sjáum alla umræðuna um handboltann og á forsíðu Fréttablaðsins á miðvikudag að þjóðin tekur þetta nærri sér. Þetta er þjóðaríþrótt og menn vilja veg hennar sem mestan,“ segir Guðmundur. „Það að tala um hnignun er einfaldlega ekki rétt,“ bætir hann við.Kórinn í Kópavogi. Ein af mörgum knattspyrnuhöllum sem hafa risið á Íslandi.vísir/pjeturSnýst um fjármagn Í grein Kjarnans var bent á þá miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað innan knattspyrnunnar á undanförnum árum en Guðmundur segir varasamt að bera saman íþróttir á slíkan hátt. „Alls staðar í heiminum hefur knattspyrnan yfir svo miklum fjármunum að ráða að aðrar íþróttagreinar valda því ekki að vera í beinni samkeppni við fótboltann.“ „Ég er sannfærður um að velgengni knattspyrnunnar á Íslandi sé knattspyrnuhöllunum að þakka. En það munar gríðarlega miklu á þeim fjármunum sem við höfum að spila úr miðað við KSÍ. Ætli að hagnaðurinn hjá KSÍ sé svipaður og heildarvelta okkar.“ „Auðvitað snýst þetta um fjármagn og við myndum vilja hafa þjálfara í fullu starfi til að hlúa betur að starfi okkar í yngri flokkum og afreksstarfi. Við höfum verið að setja pening í það og teljum að það sé strax byrjað að skila árangri,“ segir Guðmundur bendir á góðan árangur U-19 ára liðs Íslands.Aron Pálmarsson ræðir við ungan áhugamann um handbolta.Vísir/DaníelKrakkar þurfa að velja fyrr Guðmundur segir að það hafi verið áður algengt að krakkar stunduðu fleira en eina íþrótt en að það kunni nú að vera breytast. „Það sem hefur breyst frá því að ég var sjálfur ungur í íþróttum er að það er nú meiri pressa frá fótboltanum að krakkarnir velji fyrr á milli íþrótta.“ „Fótboltinn er nú heilsársíþrótt en þannig var það ekki áður. Fótboltinn var áður á sumrin og handboltinn yfir veturinn. Það þýðir kannski að brottfallið verður fyrr heldur en var áður. Ég tel þetta slæma þróun því að ég tel að okkar besta íþróttafólk hafi verið gott í fleiri en einni íþróttagrein.“ Hann bendir á að það þurfi að bregðast við því hvernig alþjóðahandbolti er að þróast. „Við finnum fyrir því að líkamsstyrkur í handboltanum er að breytast. Andstæðingar okkar eru að verða stærri og sterkari og við þurfum að mæta því með því að styrkja okkar ungmenni og gera þau burðugri til að takast á við slíka andstæðinga. Það er sú þróun sem við þurfum að bregðast við.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira