Aron hættir með landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2016 12:00 Aron Kristjánsson. Vísir Aron Kristjánsson verður ekki áfram landsliðsþjálfari karla í handbolta. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag en aðeins rúmt hálft ár er síðan að Aron skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ. „Í gær áttum við fund við Aron. Í samningi okkar sem var til 2017 var heimild til uppsagnar fyrir 1. mars í ár," sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, á blaðamannfundinum í dag þar sem kom fram að Aron væri hættur með liðið. Það var aftur á móti Aron sem nýtti sér uppsagnarákvæðið sjálfur. „Fullt samkomulag á milli okkar um þessa tilhögun. Aron kominn að leiðarlokum núna en allt gert í góðu samkomulagi,“ segir Guðmundur. Ísland féll úr leik á Evrópumeistaramótinu í Póllandi á þriðjudag eftir að hafa tapað fyrir Króatíu og Hvíta-Rússlandi í síðustu tveimur leikjum sínum á mótinu. Ísland fékk 76 mörk á sig í leikjunum tveimur.Sjá einnig: Uppbygging landsliðsins gæti tekið tíma Þetta er í fyrsta sinn síðan á EM 2004 að Ísland kemst ekki áfram í milliriðlakeppnina en eftir sigur á Noregi í fyrsta leik í Póllandi stóðu vonir til að Ísland gæti náð langt í mótinu. Yfirlýst markmið Íslands á EM í Póllandi var að koma liðinu í forkeppni Ólympíuleikanna í Ríó en það tókst ekki. Ísland verður því ekki með handboltalið á Ólympíuleikum í fyrsta sinn síðan á ÓL 2000.Vísir5. sæti á EM 2014 Aron var ráðinn landsliðsþjálfari í ágúst 2012, stuttu eftir að Ísland keppti á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Liðið lék þar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og féll úr leik í 8-liða úrslitum eftir tap gegn Ungverjalandi.Sjá einnig: Geir og Kristján réttu mennirnir fyrir landsliðið Besti árangurs Arons kom á Evrópumeistaramótinu í Danmörku árið 2014. Þar hafnaði Ísland í fimmta sæti. Ísland keppti einnig á tveimur heimsmeistarakeppnum undir stjórn Arons en féll í bæði skiptin úr leik í 16-liða úrslitunum.Sjá einnig: Guðjón: Var tímabært að skipta um þjálfara eftir HM í Katar Aron var þjálfari Hauka á fyrsta ári sínu sem landlsliðsþjálfari og stýrði einnig danska liðinu KIF Kolding Köbenhavn um tíma og gerði liðið að dönskum meisturum árin 2014 og 2015.VísirHM 2017 næsta stóra verkefnið Upphaflegur samningur Arons við HSÍ var til 2015 en í júní á síðasta ári gerði HSÍ nýjan tveggja ára samning við Aron, sem nú hefur verið riftur. Gunnar Magnússon hefur verið aðstoðarmaður Arons frá fyrsta degi en Ólafur Stefánsson bættist í þjálfarateymið síðastliðið vor. Fyrsta stóra verkefni nýs landsliðsþjálfara verður að koma Íslandi á HM 2017 í Frakklandi. Undankeppnin fer fram í júní en enn liggur ekki fyrir hver andstæðingur Íslands verður. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Aron: Ekki landsliðsþjálfari fyrir sjálfan mig heldur fyrir þjóðina Aron Kristjánsson er hættur sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta kom fram á blaðamannfundi HSÍ í dag. Aron mætti á fundinn og fór yfir ákvörðun sína en það var hann sem nýtti sér uppsagnarákvæði í tveggja ára samningi sínum sem átti að renna út 2017. 22. janúar 2016 12:16 Formaður HSÍ: Enginn tímarammi fyrir ráðningu nýs landsliðsþjálfara Segir óvíst að næsti landsliðsþjálfari Íslands verði íslenskur og setur ekki fyrir sig kostnaðinn sem fylgir því að ráða erlendan þjálfara. 22. janúar 2016 12:46 Aron um gagnrýnina: Ég veit hvað ég lagði í starfið "Menn þurfa oft að hugsa sig um áður en þeir segja hlutina,“ segir Aron Kristjánsson um gagnrýnisraddir. 22. janúar 2016 12:38 Svona var blaðamannafundurinn þegar Aron tilkynnti að hann væri hættur Aron Kristjánsson og Handknattleikssamband Íslands voru með blaðamannafund í hádeginu þar sem Aron tilkynnti að hann væri hættur sem þjálfari íslenska liðsins aðeins þremur dögum eftir að Ísland féll úr leik á EM. 22. janúar 2016 11:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Aron Kristjánsson verður ekki áfram landsliðsþjálfari karla í handbolta. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag en aðeins rúmt hálft ár er síðan að Aron skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ. „Í gær áttum við fund við Aron. Í samningi okkar sem var til 2017 var heimild til uppsagnar fyrir 1. mars í ár," sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, á blaðamannfundinum í dag þar sem kom fram að Aron væri hættur með liðið. Það var aftur á móti Aron sem nýtti sér uppsagnarákvæðið sjálfur. „Fullt samkomulag á milli okkar um þessa tilhögun. Aron kominn að leiðarlokum núna en allt gert í góðu samkomulagi,“ segir Guðmundur. Ísland féll úr leik á Evrópumeistaramótinu í Póllandi á þriðjudag eftir að hafa tapað fyrir Króatíu og Hvíta-Rússlandi í síðustu tveimur leikjum sínum á mótinu. Ísland fékk 76 mörk á sig í leikjunum tveimur.Sjá einnig: Uppbygging landsliðsins gæti tekið tíma Þetta er í fyrsta sinn síðan á EM 2004 að Ísland kemst ekki áfram í milliriðlakeppnina en eftir sigur á Noregi í fyrsta leik í Póllandi stóðu vonir til að Ísland gæti náð langt í mótinu. Yfirlýst markmið Íslands á EM í Póllandi var að koma liðinu í forkeppni Ólympíuleikanna í Ríó en það tókst ekki. Ísland verður því ekki með handboltalið á Ólympíuleikum í fyrsta sinn síðan á ÓL 2000.Vísir5. sæti á EM 2014 Aron var ráðinn landsliðsþjálfari í ágúst 2012, stuttu eftir að Ísland keppti á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Liðið lék þar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og féll úr leik í 8-liða úrslitum eftir tap gegn Ungverjalandi.Sjá einnig: Geir og Kristján réttu mennirnir fyrir landsliðið Besti árangurs Arons kom á Evrópumeistaramótinu í Danmörku árið 2014. Þar hafnaði Ísland í fimmta sæti. Ísland keppti einnig á tveimur heimsmeistarakeppnum undir stjórn Arons en féll í bæði skiptin úr leik í 16-liða úrslitunum.Sjá einnig: Guðjón: Var tímabært að skipta um þjálfara eftir HM í Katar Aron var þjálfari Hauka á fyrsta ári sínu sem landlsliðsþjálfari og stýrði einnig danska liðinu KIF Kolding Köbenhavn um tíma og gerði liðið að dönskum meisturum árin 2014 og 2015.VísirHM 2017 næsta stóra verkefnið Upphaflegur samningur Arons við HSÍ var til 2015 en í júní á síðasta ári gerði HSÍ nýjan tveggja ára samning við Aron, sem nú hefur verið riftur. Gunnar Magnússon hefur verið aðstoðarmaður Arons frá fyrsta degi en Ólafur Stefánsson bættist í þjálfarateymið síðastliðið vor. Fyrsta stóra verkefni nýs landsliðsþjálfara verður að koma Íslandi á HM 2017 í Frakklandi. Undankeppnin fer fram í júní en enn liggur ekki fyrir hver andstæðingur Íslands verður.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Aron: Ekki landsliðsþjálfari fyrir sjálfan mig heldur fyrir þjóðina Aron Kristjánsson er hættur sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta kom fram á blaðamannfundi HSÍ í dag. Aron mætti á fundinn og fór yfir ákvörðun sína en það var hann sem nýtti sér uppsagnarákvæði í tveggja ára samningi sínum sem átti að renna út 2017. 22. janúar 2016 12:16 Formaður HSÍ: Enginn tímarammi fyrir ráðningu nýs landsliðsþjálfara Segir óvíst að næsti landsliðsþjálfari Íslands verði íslenskur og setur ekki fyrir sig kostnaðinn sem fylgir því að ráða erlendan þjálfara. 22. janúar 2016 12:46 Aron um gagnrýnina: Ég veit hvað ég lagði í starfið "Menn þurfa oft að hugsa sig um áður en þeir segja hlutina,“ segir Aron Kristjánsson um gagnrýnisraddir. 22. janúar 2016 12:38 Svona var blaðamannafundurinn þegar Aron tilkynnti að hann væri hættur Aron Kristjánsson og Handknattleikssamband Íslands voru með blaðamannafund í hádeginu þar sem Aron tilkynnti að hann væri hættur sem þjálfari íslenska liðsins aðeins þremur dögum eftir að Ísland féll úr leik á EM. 22. janúar 2016 11:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Aron: Ekki landsliðsþjálfari fyrir sjálfan mig heldur fyrir þjóðina Aron Kristjánsson er hættur sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta kom fram á blaðamannfundi HSÍ í dag. Aron mætti á fundinn og fór yfir ákvörðun sína en það var hann sem nýtti sér uppsagnarákvæði í tveggja ára samningi sínum sem átti að renna út 2017. 22. janúar 2016 12:16
Formaður HSÍ: Enginn tímarammi fyrir ráðningu nýs landsliðsþjálfara Segir óvíst að næsti landsliðsþjálfari Íslands verði íslenskur og setur ekki fyrir sig kostnaðinn sem fylgir því að ráða erlendan þjálfara. 22. janúar 2016 12:46
Aron um gagnrýnina: Ég veit hvað ég lagði í starfið "Menn þurfa oft að hugsa sig um áður en þeir segja hlutina,“ segir Aron Kristjánsson um gagnrýnisraddir. 22. janúar 2016 12:38
Svona var blaðamannafundurinn þegar Aron tilkynnti að hann væri hættur Aron Kristjánsson og Handknattleikssamband Íslands voru með blaðamannafund í hádeginu þar sem Aron tilkynnti að hann væri hættur sem þjálfari íslenska liðsins aðeins þremur dögum eftir að Ísland féll úr leik á EM. 22. janúar 2016 11:30