Af Kúludalsá og Matvælastofnun Pétur Blöndal skrifar 21. janúar 2016 07:00 Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Kúludalsá í Hvalfirði, gerir athugasemd við þá staðhæfingu í grein minni 15. janúar sl. að veikindi hrossa á Kúludalsá hafi verið „rannsökuð af opinberum stofnunum“ og að rannsóknir hafi „staðið í mörg ár“. Um það má segja að veikindin voru fyrst rannsökuð af dýralækni árið 2007 og síðan af dýralæknum Matvælastofnunar árið 2011. Í stuttu máli gefa niðurstöðurnar „engar vísbendingar um að hrossin hafi orðið fyrir eitrun af völdum flúors eða þungmálma.“ Yfirdýralæknir hefur staðfest það. Þá hafa sérfræðingar á vegum iðnaðarráðuneytisins haft málið til skoðunar og er beðið lokaskýrslu þaðan. Á heimasíðu Matvælastofnunar segir orðrétt: „Matvælastofnun hefur nú birt á vef sínum skýrslur með niðurstöðum rannsókna á veikindum hrossa á Kúludalsá í nágrenni Grundartanga. Áður hafði stofnunin birt frétt um niðurstöður rannsóknarinnar sem sýndu engar vísbendingar um að hrossin hafi orðið fyrir eitrun af völdum flúors eða þungmálma. Vísindasamfélaginu ber saman um að vísbendingar um flúormengun komi fyrst fram í beinvef og glerungi tanna enda sýnt fram á að flúor safnast upp í þessum vefjum. Mæling flúors í beinvef er besta leið til að greina flúoreitrun í dýrum. Viðmiðunargildi hafa ekki verið ákvörðuð sérstaklega fyrir hross og því eru rannsóknir á öðrum dýrategundum hafðar til hliðsjónar. Það er styrkur rannsóknar á þremur hrossum frá Kúludalsá að tækifæri gafst til að skoða tennur og bein hrossanna mjög nákvæmlega sem og vefjasýni úr lifur og nýrum. Því er hægt að fullyrða að þau gildi sem komu fram á styrk flúors í beini höfðu ekki heilsufarsleg áhrif á hrossin. Að þeirri niðurstöðu fenginni eru ekki faglegar forsendur til að mæla styrk flúors í öðrum líffærum enda liggja ekki fyrir viðmiðunargildi sem hægt væri að bera slíkar mælingar saman við. Matvælastofnun getur ekki beitt sér fyrir frekari rannsóknum nema fyrir liggi faglegur rökstuðningur um gagnsemi þeirra.” Svo mörg eru þau orð. Úr því Ragnheiður er ósátt við niðurstöður sérfræðinga í heilbrigði og velferð dýra er eðlilegt að hún beini gagnrýni sinni þangað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Blöndal Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Kúludalsá í Hvalfirði, gerir athugasemd við þá staðhæfingu í grein minni 15. janúar sl. að veikindi hrossa á Kúludalsá hafi verið „rannsökuð af opinberum stofnunum“ og að rannsóknir hafi „staðið í mörg ár“. Um það má segja að veikindin voru fyrst rannsökuð af dýralækni árið 2007 og síðan af dýralæknum Matvælastofnunar árið 2011. Í stuttu máli gefa niðurstöðurnar „engar vísbendingar um að hrossin hafi orðið fyrir eitrun af völdum flúors eða þungmálma.“ Yfirdýralæknir hefur staðfest það. Þá hafa sérfræðingar á vegum iðnaðarráðuneytisins haft málið til skoðunar og er beðið lokaskýrslu þaðan. Á heimasíðu Matvælastofnunar segir orðrétt: „Matvælastofnun hefur nú birt á vef sínum skýrslur með niðurstöðum rannsókna á veikindum hrossa á Kúludalsá í nágrenni Grundartanga. Áður hafði stofnunin birt frétt um niðurstöður rannsóknarinnar sem sýndu engar vísbendingar um að hrossin hafi orðið fyrir eitrun af völdum flúors eða þungmálma. Vísindasamfélaginu ber saman um að vísbendingar um flúormengun komi fyrst fram í beinvef og glerungi tanna enda sýnt fram á að flúor safnast upp í þessum vefjum. Mæling flúors í beinvef er besta leið til að greina flúoreitrun í dýrum. Viðmiðunargildi hafa ekki verið ákvörðuð sérstaklega fyrir hross og því eru rannsóknir á öðrum dýrategundum hafðar til hliðsjónar. Það er styrkur rannsóknar á þremur hrossum frá Kúludalsá að tækifæri gafst til að skoða tennur og bein hrossanna mjög nákvæmlega sem og vefjasýni úr lifur og nýrum. Því er hægt að fullyrða að þau gildi sem komu fram á styrk flúors í beini höfðu ekki heilsufarsleg áhrif á hrossin. Að þeirri niðurstöðu fenginni eru ekki faglegar forsendur til að mæla styrk flúors í öðrum líffærum enda liggja ekki fyrir viðmiðunargildi sem hægt væri að bera slíkar mælingar saman við. Matvælastofnun getur ekki beitt sér fyrir frekari rannsóknum nema fyrir liggi faglegur rökstuðningur um gagnsemi þeirra.” Svo mörg eru þau orð. Úr því Ragnheiður er ósátt við niðurstöður sérfræðinga í heilbrigði og velferð dýra er eðlilegt að hún beini gagnrýni sinni þangað.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar