Guðjón: Var tímabært að skipta um þjálfara eftir HM í Katar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2016 10:15 Guðjón Guðmundsson og Aron Kristjánsson. Vísir Ísland er úr leik á EM í Póllandi eftir slæmt tap gegn Króatíu í gær og eftir standa spurningar um stöðu íslenska landsliðsins og framtíð þess. Ísland vann Noreg í fyrsta leik sínum á EM í Póllandi en tapaði svo fyrir Hvíta-Rússlandi og Króatíu, þar sem strákarnir fengu á sig samtals 76 mörk í leikjunum tveimur. „Að mínu viti var þetta fyrir séð,“ sagði Guðjón í viðtali við Bítið á Bylgjunni á morgun en hann varaði við slæmu gengi íslenska liðsins fyrir EM í Póllandi. „Mér fannst allur aðdragandi mótsins mjög undarlegur. Við spiluðum fjóra æfingaleiki fyrir mótið og þar voru menn komnir á villugötur, sérstaklega í leiknum gegn Þýskalandi.“Sjá einnig: Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám Ísland vann þó þriggja marka sigur á Þýskalandi í lokaleik sínum fyrir EM en Guðjón segir að leikurinn þar á undan, þar sem Ísland tapaði fyrir Þýskalandi, hafi verið besti æfingaleikur Íslands. „En það var enginn sem greindi þetta rétt. Við Íslendingar erum oft bestir í að greina hlutina eftir á og í aðdraganda stórmótanna vilja allir vera bestu vinir aðal. Það þorir enginn að segja hlutina eins og þeir eru.“Einar Þorvarðarson og Guðjón Valur Sigurðsson.Vísir/ValliNaflaskoðun hjá landsliðsnefnd Hann segir að íslenska liðið sé í sömu stöðu nú og eftir HM í Katar í fyrra. Spilamennskan í Póllandi hafi verið sú sama. „Í framhaldi af því fór landsliðsnefnd HSÍ í naflaskoðun og skoðaði árangur íslenska liðsins í Katar mjög vel. Ég sjálfur átti símafundi með nefndarmanni sem þá var og benti á hluti sem mér fannst að betur mætti fara.“Sjá einnig: Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa „Og benti á að það sem koma skyldi ef ekki yrði farið í aðgerði og það er einmitt það sem við vorum að horfa á í Póllandi. Það var tími til að skoða þjálfarateymið eftir HM í Katar og skipta hreinlega um manninn í brúnni. Einfaldlega vegna þess að í því móti sá maður að liðinu leið ekki vel inni á vellinum og það var nákvæmlega sama staða uppi núna.“ „Ég tek það fram að Aron Kristjánsson er mjög hæfur þjálfari en svo virðist sem hann ekki hafa náð tökum á því sem var að gerast. Það er stundum afskaplega erfitt að vera með mjög leikreynt lið og ná þeim upp á tærnar. Það er mikil list að fá þá til að gera rétt.“VísirHann segir að landsliðsnefndin hafi brugðist við með því að ráða Ólaf Stefánsson í þjálfarateymið sem hafi verið rétt ákvörðun að mati Guðjóns, miðað við frammistöðu Íslands vorið 2015. „En eftir þá leiki dettum við í sama farið og stemningin minnkar. Það sem við sáum svo í Póllandi var allt leikskipulagið í molum, bæði í vörn og sókn. Það var sama hvert var litið og við höfðum sjaldan eða aldrei plan B.“Sjá einnig: Aron vildi ekki ræða framtíðina Guðjón saknaði þess að sjá ekki mismunandi liðsuppstillingu og leikáætlun gegn mismunandi liðum á EM í Póllandi og mismunandi vörnum. Enn fremur segir hann að leikurinn gegn Noregi hafi þrátt fyrir sigurinn ekki verið nógu góður, sérstaklega í sókn, og gaf vísbendingar um framhaldið. „Svo er það bara þannig í svona mótum að ef þú hefur ekki vörn eða markvörslu þá gerist ekki neitt. Vandamálin voru bara svo mýmörg.“ Hlustaðu á viðtali við Guðjón í heild sinni hér fyrir ofan. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Ísland er úr leik á EM í Póllandi eftir slæmt tap gegn Króatíu í gær og eftir standa spurningar um stöðu íslenska landsliðsins og framtíð þess. Ísland vann Noreg í fyrsta leik sínum á EM í Póllandi en tapaði svo fyrir Hvíta-Rússlandi og Króatíu, þar sem strákarnir fengu á sig samtals 76 mörk í leikjunum tveimur. „Að mínu viti var þetta fyrir séð,“ sagði Guðjón í viðtali við Bítið á Bylgjunni á morgun en hann varaði við slæmu gengi íslenska liðsins fyrir EM í Póllandi. „Mér fannst allur aðdragandi mótsins mjög undarlegur. Við spiluðum fjóra æfingaleiki fyrir mótið og þar voru menn komnir á villugötur, sérstaklega í leiknum gegn Þýskalandi.“Sjá einnig: Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám Ísland vann þó þriggja marka sigur á Þýskalandi í lokaleik sínum fyrir EM en Guðjón segir að leikurinn þar á undan, þar sem Ísland tapaði fyrir Þýskalandi, hafi verið besti æfingaleikur Íslands. „En það var enginn sem greindi þetta rétt. Við Íslendingar erum oft bestir í að greina hlutina eftir á og í aðdraganda stórmótanna vilja allir vera bestu vinir aðal. Það þorir enginn að segja hlutina eins og þeir eru.“Einar Þorvarðarson og Guðjón Valur Sigurðsson.Vísir/ValliNaflaskoðun hjá landsliðsnefnd Hann segir að íslenska liðið sé í sömu stöðu nú og eftir HM í Katar í fyrra. Spilamennskan í Póllandi hafi verið sú sama. „Í framhaldi af því fór landsliðsnefnd HSÍ í naflaskoðun og skoðaði árangur íslenska liðsins í Katar mjög vel. Ég sjálfur átti símafundi með nefndarmanni sem þá var og benti á hluti sem mér fannst að betur mætti fara.“Sjá einnig: Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa „Og benti á að það sem koma skyldi ef ekki yrði farið í aðgerði og það er einmitt það sem við vorum að horfa á í Póllandi. Það var tími til að skoða þjálfarateymið eftir HM í Katar og skipta hreinlega um manninn í brúnni. Einfaldlega vegna þess að í því móti sá maður að liðinu leið ekki vel inni á vellinum og það var nákvæmlega sama staða uppi núna.“ „Ég tek það fram að Aron Kristjánsson er mjög hæfur þjálfari en svo virðist sem hann ekki hafa náð tökum á því sem var að gerast. Það er stundum afskaplega erfitt að vera með mjög leikreynt lið og ná þeim upp á tærnar. Það er mikil list að fá þá til að gera rétt.“VísirHann segir að landsliðsnefndin hafi brugðist við með því að ráða Ólaf Stefánsson í þjálfarateymið sem hafi verið rétt ákvörðun að mati Guðjóns, miðað við frammistöðu Íslands vorið 2015. „En eftir þá leiki dettum við í sama farið og stemningin minnkar. Það sem við sáum svo í Póllandi var allt leikskipulagið í molum, bæði í vörn og sókn. Það var sama hvert var litið og við höfðum sjaldan eða aldrei plan B.“Sjá einnig: Aron vildi ekki ræða framtíðina Guðjón saknaði þess að sjá ekki mismunandi liðsuppstillingu og leikáætlun gegn mismunandi liðum á EM í Póllandi og mismunandi vörnum. Enn fremur segir hann að leikurinn gegn Noregi hafi þrátt fyrir sigurinn ekki verið nógu góður, sérstaklega í sókn, og gaf vísbendingar um framhaldið. „Svo er það bara þannig í svona mótum að ef þú hefur ekki vörn eða markvörslu þá gerist ekki neitt. Vandamálin voru bara svo mýmörg.“ Hlustaðu á viðtali við Guðjón í heild sinni hér fyrir ofan.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn