Guðjón: Var tímabært að skipta um þjálfara eftir HM í Katar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2016 10:15 Guðjón Guðmundsson og Aron Kristjánsson. Vísir Ísland er úr leik á EM í Póllandi eftir slæmt tap gegn Króatíu í gær og eftir standa spurningar um stöðu íslenska landsliðsins og framtíð þess. Ísland vann Noreg í fyrsta leik sínum á EM í Póllandi en tapaði svo fyrir Hvíta-Rússlandi og Króatíu, þar sem strákarnir fengu á sig samtals 76 mörk í leikjunum tveimur. „Að mínu viti var þetta fyrir séð,“ sagði Guðjón í viðtali við Bítið á Bylgjunni á morgun en hann varaði við slæmu gengi íslenska liðsins fyrir EM í Póllandi. „Mér fannst allur aðdragandi mótsins mjög undarlegur. Við spiluðum fjóra æfingaleiki fyrir mótið og þar voru menn komnir á villugötur, sérstaklega í leiknum gegn Þýskalandi.“Sjá einnig: Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám Ísland vann þó þriggja marka sigur á Þýskalandi í lokaleik sínum fyrir EM en Guðjón segir að leikurinn þar á undan, þar sem Ísland tapaði fyrir Þýskalandi, hafi verið besti æfingaleikur Íslands. „En það var enginn sem greindi þetta rétt. Við Íslendingar erum oft bestir í að greina hlutina eftir á og í aðdraganda stórmótanna vilja allir vera bestu vinir aðal. Það þorir enginn að segja hlutina eins og þeir eru.“Einar Þorvarðarson og Guðjón Valur Sigurðsson.Vísir/ValliNaflaskoðun hjá landsliðsnefnd Hann segir að íslenska liðið sé í sömu stöðu nú og eftir HM í Katar í fyrra. Spilamennskan í Póllandi hafi verið sú sama. „Í framhaldi af því fór landsliðsnefnd HSÍ í naflaskoðun og skoðaði árangur íslenska liðsins í Katar mjög vel. Ég sjálfur átti símafundi með nefndarmanni sem þá var og benti á hluti sem mér fannst að betur mætti fara.“Sjá einnig: Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa „Og benti á að það sem koma skyldi ef ekki yrði farið í aðgerði og það er einmitt það sem við vorum að horfa á í Póllandi. Það var tími til að skoða þjálfarateymið eftir HM í Katar og skipta hreinlega um manninn í brúnni. Einfaldlega vegna þess að í því móti sá maður að liðinu leið ekki vel inni á vellinum og það var nákvæmlega sama staða uppi núna.“ „Ég tek það fram að Aron Kristjánsson er mjög hæfur þjálfari en svo virðist sem hann ekki hafa náð tökum á því sem var að gerast. Það er stundum afskaplega erfitt að vera með mjög leikreynt lið og ná þeim upp á tærnar. Það er mikil list að fá þá til að gera rétt.“VísirHann segir að landsliðsnefndin hafi brugðist við með því að ráða Ólaf Stefánsson í þjálfarateymið sem hafi verið rétt ákvörðun að mati Guðjóns, miðað við frammistöðu Íslands vorið 2015. „En eftir þá leiki dettum við í sama farið og stemningin minnkar. Það sem við sáum svo í Póllandi var allt leikskipulagið í molum, bæði í vörn og sókn. Það var sama hvert var litið og við höfðum sjaldan eða aldrei plan B.“Sjá einnig: Aron vildi ekki ræða framtíðina Guðjón saknaði þess að sjá ekki mismunandi liðsuppstillingu og leikáætlun gegn mismunandi liðum á EM í Póllandi og mismunandi vörnum. Enn fremur segir hann að leikurinn gegn Noregi hafi þrátt fyrir sigurinn ekki verið nógu góður, sérstaklega í sókn, og gaf vísbendingar um framhaldið. „Svo er það bara þannig í svona mótum að ef þú hefur ekki vörn eða markvörslu þá gerist ekki neitt. Vandamálin voru bara svo mýmörg.“ Hlustaðu á viðtali við Guðjón í heild sinni hér fyrir ofan. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
Ísland er úr leik á EM í Póllandi eftir slæmt tap gegn Króatíu í gær og eftir standa spurningar um stöðu íslenska landsliðsins og framtíð þess. Ísland vann Noreg í fyrsta leik sínum á EM í Póllandi en tapaði svo fyrir Hvíta-Rússlandi og Króatíu, þar sem strákarnir fengu á sig samtals 76 mörk í leikjunum tveimur. „Að mínu viti var þetta fyrir séð,“ sagði Guðjón í viðtali við Bítið á Bylgjunni á morgun en hann varaði við slæmu gengi íslenska liðsins fyrir EM í Póllandi. „Mér fannst allur aðdragandi mótsins mjög undarlegur. Við spiluðum fjóra æfingaleiki fyrir mótið og þar voru menn komnir á villugötur, sérstaklega í leiknum gegn Þýskalandi.“Sjá einnig: Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám Ísland vann þó þriggja marka sigur á Þýskalandi í lokaleik sínum fyrir EM en Guðjón segir að leikurinn þar á undan, þar sem Ísland tapaði fyrir Þýskalandi, hafi verið besti æfingaleikur Íslands. „En það var enginn sem greindi þetta rétt. Við Íslendingar erum oft bestir í að greina hlutina eftir á og í aðdraganda stórmótanna vilja allir vera bestu vinir aðal. Það þorir enginn að segja hlutina eins og þeir eru.“Einar Þorvarðarson og Guðjón Valur Sigurðsson.Vísir/ValliNaflaskoðun hjá landsliðsnefnd Hann segir að íslenska liðið sé í sömu stöðu nú og eftir HM í Katar í fyrra. Spilamennskan í Póllandi hafi verið sú sama. „Í framhaldi af því fór landsliðsnefnd HSÍ í naflaskoðun og skoðaði árangur íslenska liðsins í Katar mjög vel. Ég sjálfur átti símafundi með nefndarmanni sem þá var og benti á hluti sem mér fannst að betur mætti fara.“Sjá einnig: Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa „Og benti á að það sem koma skyldi ef ekki yrði farið í aðgerði og það er einmitt það sem við vorum að horfa á í Póllandi. Það var tími til að skoða þjálfarateymið eftir HM í Katar og skipta hreinlega um manninn í brúnni. Einfaldlega vegna þess að í því móti sá maður að liðinu leið ekki vel inni á vellinum og það var nákvæmlega sama staða uppi núna.“ „Ég tek það fram að Aron Kristjánsson er mjög hæfur þjálfari en svo virðist sem hann ekki hafa náð tökum á því sem var að gerast. Það er stundum afskaplega erfitt að vera með mjög leikreynt lið og ná þeim upp á tærnar. Það er mikil list að fá þá til að gera rétt.“VísirHann segir að landsliðsnefndin hafi brugðist við með því að ráða Ólaf Stefánsson í þjálfarateymið sem hafi verið rétt ákvörðun að mati Guðjóns, miðað við frammistöðu Íslands vorið 2015. „En eftir þá leiki dettum við í sama farið og stemningin minnkar. Það sem við sáum svo í Póllandi var allt leikskipulagið í molum, bæði í vörn og sókn. Það var sama hvert var litið og við höfðum sjaldan eða aldrei plan B.“Sjá einnig: Aron vildi ekki ræða framtíðina Guðjón saknaði þess að sjá ekki mismunandi liðsuppstillingu og leikáætlun gegn mismunandi liðum á EM í Póllandi og mismunandi vörnum. Enn fremur segir hann að leikurinn gegn Noregi hafi þrátt fyrir sigurinn ekki verið nógu góður, sérstaklega í sókn, og gaf vísbendingar um framhaldið. „Svo er það bara þannig í svona mótum að ef þú hefur ekki vörn eða markvörslu þá gerist ekki neitt. Vandamálin voru bara svo mýmörg.“ Hlustaðu á viðtali við Guðjón í heild sinni hér fyrir ofan.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira