Handbolti

Hanning: Dagur á bróðurpart þessa heiðurs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bob Hanning með Degi Sigurðssyni.
Bob Hanning með Degi Sigurðssyni. Vísir/Getty
Bob Hanning, maðurinn sem réði Dag Sigurðsson til Füchse Berlin á sínum tíma, lofaði þýska landsliðið í handbolta sem varð í dag Evrópumeistari í handbolta eftir sigur á Spánverjum í úrslitaleik. Dagur er í dag þjálfari þýska landsliðsins.

Hanning er í dag varaforseti þýska handknattleikssambandsins og hann var tekinn í viðtal hjá þýska sjónvarpinu ARD eftir leikinn í dag.

„Þetta var ótrúleg frammistaða, sérstaklega í vörn. Leikmennirnir endurskrifuðu söguna í dag með ótrúlegri frammistöðu og gríðarlegri baráttu.“

Hanning tók undir það að Dagur ætti stóran þátt í velgengni þýska liðsins. „Hann á bróðurpartinn af þessum árangri. En hann var með lið sem er skipað ungum og hungruðum leikmönnum. Þeir gerðu þetta allir saman með þjálfaranum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×