Gætum lent í sömu vandræðum og Svíar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. janúar 2016 08:00 Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Vísir/Getty Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kiel og fyrrverandi landsliðsþjálfari, var eins og aðrir Íslendingar svekktur yfir gengi íslenska liðsins á EM í Póllandi. Eins og flestum ætti að vera kunnugt fóru strákarnir okkar heim með skottið á milli lappanna eftir riðlakeppnina. Sigur vannst á Noregi í fyrsta leik en síðan tapaði liðið gegn Hvíta-Rússlandi og Króatíu. Mikil vonbrigði. „Mér fannst leikurinn gegn Noregi mjög góður. Leikurinn gegn Hvíta-Rússlandi var ekki nógu góður og Króata-leikurinn var skelfilegur. Mér fannst varnarleikurinn ekki góður í neinum leiknum,“ segir Alfreð en þó að landsliðið hafi verið ánægt með varnarleikinn gegn Noregi þá var Alfreð ekkert sérstaklega hrifinn. „Hann var skástur þar en ekkert stórkostlegur samt. Norðmennirnir náðu ekki að nýta sér gallana á íslensku vörninni. Hvít-Rússaleikurinn var auðvitað ótrúlegur. Að skora 38 mörk og ná ekki að vinna. Það er eiginlega ekki hægt.“Vísir/GettyEkki að yngja bara til að yngja Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi vill sjá leikmenn liðsins axla ábyrgð og sjá til þess að liðið komist á HM á næsta ári. „Við vorum auðvitað heppnir að enda í efri styrkleikaflokknum fyrir HM-umspilið. Þetta lið sem var í Póllandi þarf að rífa sig upp á rassgatinu og klára þá leiki. Við erum óneitanlega með svolítið gamalt lið en hvað svo? Við getum ekki bara yngt liðið til þess að yngja það. Þeir sem eiga einhver ár eftir þurfa að vera áfram en svo er óhjákvæmileg umbreyting á liðinu,“ segir Alfreð en hann vill síðan sjá breytingar á liðinu á HM í Frakklandi.Í fótspor Svíanna? „Einhvern tímann þarf að koma að því að Ólafur Guðmundsson og fleiri fái að axla meiri ábyrgð og sýna hvort þeir séu alvöru landsliðsefni eða ekki. Síðan erum við með yngri leikmenn sem margir hverjir eru efnilegir. Við erum hugsanlega að lenda í sömu vandræðum og Svíar á sínum tíma þegar Stefan Lövgren og félagar hættu allir á einu bretti. Kynslóðin sem kom á eftir þeim hafði aldrei fengið að spila og vissi ekki hvað landsliðið var.“ Alfreð hefur eflaust sínar skoðanir á því hvað eigi að gera í landsliðsþjálfaramálum núna en vildi ekki blanda sér í þá umræðu.Vísir/GettyAllt á réttri leið hjá okkur Heima fyrir stendur Alfreð í ströngu við að verja Þýskalandsmeistaratitilinn. Hann er með mikið breytt lið og missti til að mynda Aron Pálmarsson og Filip Jicha frá félaginu. Þrátt fyrir það er lið hans í öðru sæti og aðeins tveim stigum á eftir toppliði Rhein-Neckar Löwen. „Ég hef fulla trú á því að við verðum í baráttunni allt til enda,“ segir Alfreð sem er þegar farinn að horfa til framtíðar og meðal annars búinn að tryggja sér þýska landsliðsmarkvörðinn Andreas Wolff og svo eru efnilegustu leikmenn Svíþjóðar og Austurríkis á leiðinni, þeir Lukas Nilsson og Nikola Bilyk. „Þetta er allt á góðri leið hjá okkur.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Sjá meira
Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kiel og fyrrverandi landsliðsþjálfari, var eins og aðrir Íslendingar svekktur yfir gengi íslenska liðsins á EM í Póllandi. Eins og flestum ætti að vera kunnugt fóru strákarnir okkar heim með skottið á milli lappanna eftir riðlakeppnina. Sigur vannst á Noregi í fyrsta leik en síðan tapaði liðið gegn Hvíta-Rússlandi og Króatíu. Mikil vonbrigði. „Mér fannst leikurinn gegn Noregi mjög góður. Leikurinn gegn Hvíta-Rússlandi var ekki nógu góður og Króata-leikurinn var skelfilegur. Mér fannst varnarleikurinn ekki góður í neinum leiknum,“ segir Alfreð en þó að landsliðið hafi verið ánægt með varnarleikinn gegn Noregi þá var Alfreð ekkert sérstaklega hrifinn. „Hann var skástur þar en ekkert stórkostlegur samt. Norðmennirnir náðu ekki að nýta sér gallana á íslensku vörninni. Hvít-Rússaleikurinn var auðvitað ótrúlegur. Að skora 38 mörk og ná ekki að vinna. Það er eiginlega ekki hægt.“Vísir/GettyEkki að yngja bara til að yngja Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi vill sjá leikmenn liðsins axla ábyrgð og sjá til þess að liðið komist á HM á næsta ári. „Við vorum auðvitað heppnir að enda í efri styrkleikaflokknum fyrir HM-umspilið. Þetta lið sem var í Póllandi þarf að rífa sig upp á rassgatinu og klára þá leiki. Við erum óneitanlega með svolítið gamalt lið en hvað svo? Við getum ekki bara yngt liðið til þess að yngja það. Þeir sem eiga einhver ár eftir þurfa að vera áfram en svo er óhjákvæmileg umbreyting á liðinu,“ segir Alfreð en hann vill síðan sjá breytingar á liðinu á HM í Frakklandi.Í fótspor Svíanna? „Einhvern tímann þarf að koma að því að Ólafur Guðmundsson og fleiri fái að axla meiri ábyrgð og sýna hvort þeir séu alvöru landsliðsefni eða ekki. Síðan erum við með yngri leikmenn sem margir hverjir eru efnilegir. Við erum hugsanlega að lenda í sömu vandræðum og Svíar á sínum tíma þegar Stefan Lövgren og félagar hættu allir á einu bretti. Kynslóðin sem kom á eftir þeim hafði aldrei fengið að spila og vissi ekki hvað landsliðið var.“ Alfreð hefur eflaust sínar skoðanir á því hvað eigi að gera í landsliðsþjálfaramálum núna en vildi ekki blanda sér í þá umræðu.Vísir/GettyAllt á réttri leið hjá okkur Heima fyrir stendur Alfreð í ströngu við að verja Þýskalandsmeistaratitilinn. Hann er með mikið breytt lið og missti til að mynda Aron Pálmarsson og Filip Jicha frá félaginu. Þrátt fyrir það er lið hans í öðru sæti og aðeins tveim stigum á eftir toppliði Rhein-Neckar Löwen. „Ég hef fulla trú á því að við verðum í baráttunni allt til enda,“ segir Alfreð sem er þegar farinn að horfa til framtíðar og meðal annars búinn að tryggja sér þýska landsliðsmarkvörðinn Andreas Wolff og svo eru efnilegustu leikmenn Svíþjóðar og Austurríkis á leiðinni, þeir Lukas Nilsson og Nikola Bilyk. „Þetta er allt á góðri leið hjá okkur.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Sjá meira