Carolina Panthers liðið á bæði besta leikmanninn og besta þjálfarann i NFL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2016 12:00 Cam Newton. Vísir/Getty Carolina Panthers fékk í gær þrjú stór verðlaun á uppskeruhátíð NFL-deildarinnar en leikmenn Carolina Panthers mæta Denver Broncos í Super Bowl í kvöld. Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers, var bæði valinn mikilvægasti leikmaðurinn og besti sóknarmaðurinn. Ron Rivera, þjálfari Carolina Panthers, var valinn besti þjálfari tímabilsins. Þetta er í annað skiptið á þremur árum sem hann fær þessi verðlaun. J. J. Watt hjá Houston Texans var kosinn besti varnarmaðurinn en það er annað árið í röð og í þriðja sinn á fjórum árum sem hann er valinn varnartröll deildarinnar. Cam Newton fékk yfirburðarkosningu sem mikilvægasti leikmaðurinn en hann fékk 48 af 50 atkvæðum en það eru íþróttafréttamenn sem fjalla um NFL-deildina sem kjósa. Þessi tvö atkvæði sem komu ekki í hlut Newton fóru til Tom Brady og Carson Palmer. Það var aðeins meiri spenna í kosningu á besta sóknarmanninum en þar fékk Cam Newton 18 atkvæði en Antonio Brown hjá Pittsburg Steelers kom næstur með 10 atkvæði. Cam Newton var ekki á staðnum enda að undirbúa sig fyrir Super Bowl í kvöld og það voru faðir hans, móðir hans og tveir bræður hans sem tóku við verðlaunum fyrir hans hönd. Cam Newton átti frábært tímabil með Carolina Panthers liðinu sem vann 15 af 16 leikjum í deildarkeppninni og er nú komið alla leið í úrslitin um titilinn. Newton sendi 35 snertimarksendingar í þessum 16 leikjum og skoraði líka sjálfur tíu snertimörk að auki. Newton hefur verið rosalegur í síðustu tíu leikjum í deild og úrslitakeppni þar sem hann hefur kastað 26 snertimarkssendingar og aðeins kastað boltanum þrisvar sinnum frá sér á sama tíma.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 23.00. Tryggðu þér áskrift á 365.is.Ron RiveraVísir/Getty NFL Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Sjá meira
Carolina Panthers fékk í gær þrjú stór verðlaun á uppskeruhátíð NFL-deildarinnar en leikmenn Carolina Panthers mæta Denver Broncos í Super Bowl í kvöld. Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers, var bæði valinn mikilvægasti leikmaðurinn og besti sóknarmaðurinn. Ron Rivera, þjálfari Carolina Panthers, var valinn besti þjálfari tímabilsins. Þetta er í annað skiptið á þremur árum sem hann fær þessi verðlaun. J. J. Watt hjá Houston Texans var kosinn besti varnarmaðurinn en það er annað árið í röð og í þriðja sinn á fjórum árum sem hann er valinn varnartröll deildarinnar. Cam Newton fékk yfirburðarkosningu sem mikilvægasti leikmaðurinn en hann fékk 48 af 50 atkvæðum en það eru íþróttafréttamenn sem fjalla um NFL-deildina sem kjósa. Þessi tvö atkvæði sem komu ekki í hlut Newton fóru til Tom Brady og Carson Palmer. Það var aðeins meiri spenna í kosningu á besta sóknarmanninum en þar fékk Cam Newton 18 atkvæði en Antonio Brown hjá Pittsburg Steelers kom næstur með 10 atkvæði. Cam Newton var ekki á staðnum enda að undirbúa sig fyrir Super Bowl í kvöld og það voru faðir hans, móðir hans og tveir bræður hans sem tóku við verðlaunum fyrir hans hönd. Cam Newton átti frábært tímabil með Carolina Panthers liðinu sem vann 15 af 16 leikjum í deildarkeppninni og er nú komið alla leið í úrslitin um titilinn. Newton sendi 35 snertimarksendingar í þessum 16 leikjum og skoraði líka sjálfur tíu snertimörk að auki. Newton hefur verið rosalegur í síðustu tíu leikjum í deild og úrslitakeppni þar sem hann hefur kastað 26 snertimarkssendingar og aðeins kastað boltanum þrisvar sinnum frá sér á sama tíma.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 23.00. Tryggðu þér áskrift á 365.is.Ron RiveraVísir/Getty
NFL Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Sjá meira