Strákar líklegri til að senda nektarmyndir af sér en stelpur Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. febrúar 2016 20:15 Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. Hrelliklám, sem einnig er kallað hefndarklám eða stafrænt kynferðisofbeldi, hefur verið skilgreint sem dreifing kynferðislegra mynda og myndbanda án samþykkis þess sem þar kemur fram. Hrelliklám er í dag umfangsmikið og alþjóðlegt vandamál sem erfitt virðist vera að stemma stigu við. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir vann síðasta sumar skýrslu um hrelliklám í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands og segir að það hafa verið algeng upplifun þátttakenda að strákar settu frekar nektarmyndir af sér á netið en stelpur. „Af strákunum sem voru í rýnihópnum sem ég tók viðtöl við þá virtist vera að þeir væru að senda þetta meira en stelpurnar, og á fleiri einstaklinga í einu,“ segir Vigdís. Ungar stúlkur þykja sérlega líklegir þolendur hrellikláms en strákar aftur á móti ekki. Myndum af strákum er síður dreift eða slík mynddreifing jafnvel ekki skilgreind sem hrelliklám. Strákarnir sem rætt var við voru sammála um að strákar sendu meira myndir af sér í gríni en að stelpur sendu frekar á tiltekna aðila, til dæmis kærasta. „Afleiðingar virðast vera öðruvísi þegar stelpa sendir mynd og hún kemst í dreifingu. Það virðist vera meira hægt að nota það gegn henni,“ segir Vigdís. Fimm lönd og 23 fylki í Bandaríkjunum hafa sett sérstök lög gegn hrelliklámi. Frumvarp til laga gegn hrelliklámi var lagt fram á Alþingi haustið 2014 og svo aftur, óbreytt, 2015. Vigdís segir að til þess að sporna við hrelliklámi sé nauðsynlegt að banna það með lögum. „Það þarf klárlega að skerpa á þessum lögum. Það er betra að vera með hrelliklámslöggjöf af því að þá er ekki vafi. Það er enginn vafi um það að þetta sé bannað ef þetta er algjörlega skýrt í lögum.“ Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Sjá meira
Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. Hrelliklám, sem einnig er kallað hefndarklám eða stafrænt kynferðisofbeldi, hefur verið skilgreint sem dreifing kynferðislegra mynda og myndbanda án samþykkis þess sem þar kemur fram. Hrelliklám er í dag umfangsmikið og alþjóðlegt vandamál sem erfitt virðist vera að stemma stigu við. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir vann síðasta sumar skýrslu um hrelliklám í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands og segir að það hafa verið algeng upplifun þátttakenda að strákar settu frekar nektarmyndir af sér á netið en stelpur. „Af strákunum sem voru í rýnihópnum sem ég tók viðtöl við þá virtist vera að þeir væru að senda þetta meira en stelpurnar, og á fleiri einstaklinga í einu,“ segir Vigdís. Ungar stúlkur þykja sérlega líklegir þolendur hrellikláms en strákar aftur á móti ekki. Myndum af strákum er síður dreift eða slík mynddreifing jafnvel ekki skilgreind sem hrelliklám. Strákarnir sem rætt var við voru sammála um að strákar sendu meira myndir af sér í gríni en að stelpur sendu frekar á tiltekna aðila, til dæmis kærasta. „Afleiðingar virðast vera öðruvísi þegar stelpa sendir mynd og hún kemst í dreifingu. Það virðist vera meira hægt að nota það gegn henni,“ segir Vigdís. Fimm lönd og 23 fylki í Bandaríkjunum hafa sett sérstök lög gegn hrelliklámi. Frumvarp til laga gegn hrelliklámi var lagt fram á Alþingi haustið 2014 og svo aftur, óbreytt, 2015. Vigdís segir að til þess að sporna við hrelliklámi sé nauðsynlegt að banna það með lögum. „Það þarf klárlega að skerpa á þessum lögum. Það er betra að vera með hrelliklámslöggjöf af því að þá er ekki vafi. Það er enginn vafi um það að þetta sé bannað ef þetta er algjörlega skýrt í lögum.“
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Sjá meira