Sigursæll BMX-hjólreiðamaður skaut sig til bana Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. febrúar 2016 09:45 Dave Mirra er fallinn frá. BMX-hjólreiðamaðurinn Dave Mirra fannst látinn í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gær. Hann tók eigið líf með því að skjóta sig til bana. Þetta kemur fram á vefsíðu BBC. Mirra var 41 árs gamall, en hann var einn sigursælasti keppandi X-leikana frá upphafi. Hann til verðlauna á leikunum á hverju ári frá 1995-2008 og vann í heildina fjórtán gullverðlaun. Mirra vann á ferlinum 24 verðlaun á X-leikunum, en það met stóð sig 2013 þegar hjólabrettamaðurinn Bob Burnquist gerði betur. Aðeins snjóbrettagoðið Shaun White hefur unnið fleiri verðlaun en þeir tveir. Þessi vinsæli hjólreiðamaður gerði mikið fyrir íþróttina. Vinsældir hans voru miklar og stýrði hann meðal annars raunveruleikaþætti tengdum BMX-hjólreiðum á MTV. Þá voru tveir BMX-tölvuleikir skírðir í höfuðið á honum.Dave Mirra sýnir listir sínar á X-leikunum.vísir/gettyMirra var fyrsti maðurinn til að lenda tvöföldu heljasrstökki aftur á bak á BMX-hjóli árið 2000 og níu árum síðar var hann fyrstur til að lenda 360 gráðu heljarstökki aftur á bak án þess að snerta stýrið. Áður en hann tók eigið líf var Mirra byrjaður að keppa í járnkarli. Hann náði lágmarki og keppti á heimsmeistaramótinu í Kanada 2014. Allen Thomas, forseti Greenville, heimabæjar Mirra, var mjög sorgmæddur þegar hann frétti af sjálfsvíginu. „Hann var frábær vinur og einstakur maður. Við syrgjum andlát góðs vinar okkar sem snerti líf svo margra með hæfileikum sínum,“ sagði Thomas. „Hann kallaði Greenville í Norður-Karólínu heimili sitt og var auðmjúkur maður sem gaf sér tíma til að ræða við krakka um hjólreiðar á hverju götuhorni. Þessi ungi maður sem hafði svo mikið til að gefa var tekinn frá okkur alltof snemma.“ Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk er enn fjölmargra sem tjáir sig um fráfall Mirra, en á Twitter-síðu sinni segir hann: „Bless, Dave Mirra. Sannur brautryðjandi, átrúnaðargoð og goðsögn. Takk fyrir minningarnar. Hjarta okkar er brotið.“Goodbye Dave Mirra, a true pioneer, icon and legend. Thank you for the memories... we are heartbroken. pic.twitter.com/RHpTe7Qzwi— Tony Hawk (@tonyhawk) February 5, 2016 Aðrar íþróttir Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sjá meira
BMX-hjólreiðamaðurinn Dave Mirra fannst látinn í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gær. Hann tók eigið líf með því að skjóta sig til bana. Þetta kemur fram á vefsíðu BBC. Mirra var 41 árs gamall, en hann var einn sigursælasti keppandi X-leikana frá upphafi. Hann til verðlauna á leikunum á hverju ári frá 1995-2008 og vann í heildina fjórtán gullverðlaun. Mirra vann á ferlinum 24 verðlaun á X-leikunum, en það met stóð sig 2013 þegar hjólabrettamaðurinn Bob Burnquist gerði betur. Aðeins snjóbrettagoðið Shaun White hefur unnið fleiri verðlaun en þeir tveir. Þessi vinsæli hjólreiðamaður gerði mikið fyrir íþróttina. Vinsældir hans voru miklar og stýrði hann meðal annars raunveruleikaþætti tengdum BMX-hjólreiðum á MTV. Þá voru tveir BMX-tölvuleikir skírðir í höfuðið á honum.Dave Mirra sýnir listir sínar á X-leikunum.vísir/gettyMirra var fyrsti maðurinn til að lenda tvöföldu heljasrstökki aftur á bak á BMX-hjóli árið 2000 og níu árum síðar var hann fyrstur til að lenda 360 gráðu heljarstökki aftur á bak án þess að snerta stýrið. Áður en hann tók eigið líf var Mirra byrjaður að keppa í járnkarli. Hann náði lágmarki og keppti á heimsmeistaramótinu í Kanada 2014. Allen Thomas, forseti Greenville, heimabæjar Mirra, var mjög sorgmæddur þegar hann frétti af sjálfsvíginu. „Hann var frábær vinur og einstakur maður. Við syrgjum andlát góðs vinar okkar sem snerti líf svo margra með hæfileikum sínum,“ sagði Thomas. „Hann kallaði Greenville í Norður-Karólínu heimili sitt og var auðmjúkur maður sem gaf sér tíma til að ræða við krakka um hjólreiðar á hverju götuhorni. Þessi ungi maður sem hafði svo mikið til að gefa var tekinn frá okkur alltof snemma.“ Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk er enn fjölmargra sem tjáir sig um fráfall Mirra, en á Twitter-síðu sinni segir hann: „Bless, Dave Mirra. Sannur brautryðjandi, átrúnaðargoð og goðsögn. Takk fyrir minningarnar. Hjarta okkar er brotið.“Goodbye Dave Mirra, a true pioneer, icon and legend. Thank you for the memories... we are heartbroken. pic.twitter.com/RHpTe7Qzwi— Tony Hawk (@tonyhawk) February 5, 2016
Aðrar íþróttir Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sjá meira