Katrín, VG og fullveldi ríkja Þröstur Ólafsson skrifar 5. febrúar 2016 07:00 Nú er það svo að mér koma ritsamskipti annarra ekki mikið við. Held mig almennt fjarri þeim. „Bréf“ Katrínar Jakobsdóttur í Fréttabl. 2. febr. sl., þótti mér hins vegar byggt á svo rangsnúnum málflutningi að rangt væri að láta eins og ekkert væri. Um hugarfar eða afstöðu ætla ég ekki að ræða. Það verður hver að eiga við sjálfan sig. Viðskiptaþvinganir eru vissulega ekkert skemmtiatriði. Þeim er beitt þegar gefist hefur verið upp á samningum. Þær koma vissulega ekki í staðinn fyrir pólitískar lausnir, en geta leitt til þeirra, eins og í deilunni við Íran. Kannski má segja að þær séu mildur staðgengill stríðsyfirlýsingar. Á 19. og 20. öld voru þær mun sjaldgæfari. Það var þá helst aðflutnings- eða hafnbönn sem beintengd voru stríði. Yfirleitt var þó vaðið beint í stríð. Ætli Evrópusagan hefði orðið mildari, ef viðskiptaþvingunum hefði verið beitt markvisst á fyrri hluta 20. aldar? En það er bara vangavelta sem engin leið er að færa sönnur á. Fullveldi ríkja Það er í seinni hluti greinar K.J. sem mér finnst örla á misskilningi eða röngum upplýsingum. Katrín segir VG vilja „…standa vörð um fullveldi þjóða og erum ekki sátt við að landamærum sé breytt í skjóli hervalds“. Gott er það. Þetta er þó meginástæða þess að viðskiptaþvinganir voru settar á Rússland Pútíns. Niðurstaða Helsinki-ráðstefnunnar 1976, sem ítrekuð var í samningunum um sameiningu Þýskalands 1990/91, var sú að óheimilt væri að breyta landamærum fullvalda ríkja í Evrópu, nema með fullu samþykki viðkomandi ríkja. Þetta voru samningar sem Sovétríkin og síðar Rússland undirrituðu. Rússland gerði sérstakt samkomulag við Úkraínu (1992) um viðurkenningu á fullveldi þess ríkis og óbreytanleika þáverandi landamæra Úkraínu. Þegar þetta samkomulag var undirritað var Krím hluti af Úkraínu. Þegar Pútín tók landsvæði af Georgíu, í fullri andstöðu við ríkisstjórn þess lands, brugðust Vesturlönd við með því að mótmæla, án þess þó að annað fylgdi í kjölfarið, sem kannski varð til þess að Rússar færðu sig upp á skaftið og innlimuðu Krím og hófu hernað í austurhluta Úkraínu. Þá var mælirinn fullur. Óbreytanleiki landamæra Misskilningur Katrínar liggur í því, að hún virðist réttlæta að nokkru verknað Rússa með því að atkvæðagreiðsla, sem þeir framkvæmdu hjá íbúum Krím, undir eigin hervernd, hafi sýnt fram á vilja Krímverja. Helsinki-samkomulagið og samkomulag Rússa og Úkraínu hljóðuðu upp á, að ríkin sem slík yrðu að samþykkja breytt landamæri, ekki einstaka þjóðflokkar innan landamæra ríkja. Það var nákvæmlega þetta sem koma átti í veg fyrir í Helsinki, minnugir m.a. innlimunar Súdetahéraðanna í Þýskaland, sem samþykkt var af meirihluta Þjóðverja í héraðinu. Ef slíkt yrði heimilt, væri hætta á að öll Evrópa myndi aftur loga í ófriði. Með vopnaskaki Rússa við landamæri Eystrasaltsríkjanna og hernaði þeirra í austurhluta Úkraínu, var það mat leiðtoga og þjóðþinga á Vesturlöndum að rétt væri að setja á viðskiptaþvinganir, þó ekki viðskiptabann, þar sem diplómatískar viðræður og samningaumleitanir höfðu engan árangur borið. Hvað varðar „útþenslu Atlantshafsbandalagsins“ þá er það staðreynd að þessar austur-evrópsku þjóðir, sem áður höfðu verið undir áratuga áþján Sovétmanna, óttuðust um fullveldi ríkja sinna, ef þær kæmust ekki undir verndarvæng NATO. Þær sóttu um aðild að NATO með þeim orðum, að vilja með því standa vörð um fullveldi sitt. Það getur varla verið ásteytingarsteinn hjá VG, sem einmitt vill „standa vörð um fullveldi ríkja“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Nú er það svo að mér koma ritsamskipti annarra ekki mikið við. Held mig almennt fjarri þeim. „Bréf“ Katrínar Jakobsdóttur í Fréttabl. 2. febr. sl., þótti mér hins vegar byggt á svo rangsnúnum málflutningi að rangt væri að láta eins og ekkert væri. Um hugarfar eða afstöðu ætla ég ekki að ræða. Það verður hver að eiga við sjálfan sig. Viðskiptaþvinganir eru vissulega ekkert skemmtiatriði. Þeim er beitt þegar gefist hefur verið upp á samningum. Þær koma vissulega ekki í staðinn fyrir pólitískar lausnir, en geta leitt til þeirra, eins og í deilunni við Íran. Kannski má segja að þær séu mildur staðgengill stríðsyfirlýsingar. Á 19. og 20. öld voru þær mun sjaldgæfari. Það var þá helst aðflutnings- eða hafnbönn sem beintengd voru stríði. Yfirleitt var þó vaðið beint í stríð. Ætli Evrópusagan hefði orðið mildari, ef viðskiptaþvingunum hefði verið beitt markvisst á fyrri hluta 20. aldar? En það er bara vangavelta sem engin leið er að færa sönnur á. Fullveldi ríkja Það er í seinni hluti greinar K.J. sem mér finnst örla á misskilningi eða röngum upplýsingum. Katrín segir VG vilja „…standa vörð um fullveldi þjóða og erum ekki sátt við að landamærum sé breytt í skjóli hervalds“. Gott er það. Þetta er þó meginástæða þess að viðskiptaþvinganir voru settar á Rússland Pútíns. Niðurstaða Helsinki-ráðstefnunnar 1976, sem ítrekuð var í samningunum um sameiningu Þýskalands 1990/91, var sú að óheimilt væri að breyta landamærum fullvalda ríkja í Evrópu, nema með fullu samþykki viðkomandi ríkja. Þetta voru samningar sem Sovétríkin og síðar Rússland undirrituðu. Rússland gerði sérstakt samkomulag við Úkraínu (1992) um viðurkenningu á fullveldi þess ríkis og óbreytanleika þáverandi landamæra Úkraínu. Þegar þetta samkomulag var undirritað var Krím hluti af Úkraínu. Þegar Pútín tók landsvæði af Georgíu, í fullri andstöðu við ríkisstjórn þess lands, brugðust Vesturlönd við með því að mótmæla, án þess þó að annað fylgdi í kjölfarið, sem kannski varð til þess að Rússar færðu sig upp á skaftið og innlimuðu Krím og hófu hernað í austurhluta Úkraínu. Þá var mælirinn fullur. Óbreytanleiki landamæra Misskilningur Katrínar liggur í því, að hún virðist réttlæta að nokkru verknað Rússa með því að atkvæðagreiðsla, sem þeir framkvæmdu hjá íbúum Krím, undir eigin hervernd, hafi sýnt fram á vilja Krímverja. Helsinki-samkomulagið og samkomulag Rússa og Úkraínu hljóðuðu upp á, að ríkin sem slík yrðu að samþykkja breytt landamæri, ekki einstaka þjóðflokkar innan landamæra ríkja. Það var nákvæmlega þetta sem koma átti í veg fyrir í Helsinki, minnugir m.a. innlimunar Súdetahéraðanna í Þýskaland, sem samþykkt var af meirihluta Þjóðverja í héraðinu. Ef slíkt yrði heimilt, væri hætta á að öll Evrópa myndi aftur loga í ófriði. Með vopnaskaki Rússa við landamæri Eystrasaltsríkjanna og hernaði þeirra í austurhluta Úkraínu, var það mat leiðtoga og þjóðþinga á Vesturlöndum að rétt væri að setja á viðskiptaþvinganir, þó ekki viðskiptabann, þar sem diplómatískar viðræður og samningaumleitanir höfðu engan árangur borið. Hvað varðar „útþenslu Atlantshafsbandalagsins“ þá er það staðreynd að þessar austur-evrópsku þjóðir, sem áður höfðu verið undir áratuga áþján Sovétmanna, óttuðust um fullveldi ríkja sinna, ef þær kæmust ekki undir verndarvæng NATO. Þær sóttu um aðild að NATO með þeim orðum, að vilja með því standa vörð um fullveldi sitt. Það getur varla verið ásteytingarsteinn hjá VG, sem einmitt vill „standa vörð um fullveldi ríkja“.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun