Handbolti

Ástæðan fyrir því að Dagur er alltaf í ermasíðum bol undir pólóbolnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dagur Sigurðsson fagnar á EM.
Dagur Sigurðsson fagnar á EM. Vísir/EPA
Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í handbolta um síðustu helgi en klæddi sig á sérstakan hátt í leikjum liðsins.

Eitt sem vakti athygli á EM er að Dagur var alltaf í ermasíðum bol undir pólóbolnum sem hann skartaði á mótinu. Fréttamanni lék forvitni á að vita af hverju það væri.

„Það er eiginlega út af því að mér er alltaf kalt,“ segir Dagur en það er frekar skrítið þar sem iðulega er vel heitt í íþróttahöllunum.

„Það er alltaf einhver spennuhrollur í mér. Ég var búinn að panta mér síðerma jakka fyrir mótið en það vantaði styrktaraðila á treyjuna og því varð ég að fara í pólóbolinn," segir Dagur.

„Þegar ég var að þjálfa Füchse þurfti ég líka stundum að gera þetta því jakkinn sem ég vildi vera í var ekki í réttum lit. Þetta er engin tískuyfirlýsing hjá mér. Mér er bara kalt.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×