Handbolti

Bestu mörkin og markvörslurnar frá úrslitahelgi EM Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Andreas Wolff átti eina tvöfalda vörslu og aðra til í úrslitaleiknum sem báðar eru á topp fimm.
Andreas Wolff átti eina tvöfalda vörslu og aðra til í úrslitaleiknum sem báðar eru á topp fimm. vísir/getty
Búið er að taka saman fimm flottustu mörkin og fimm flottustu markvörslurnar frá úrslitahelgi Evrópumótsins í handbolta sem lauk í Kraká á sunnudaginn.

Þýskaland og Noregur áttust við í öðrum undanúrslitaleiknum og Spánn og Króatía í hinum, en eins og allir vita stóð Dagur Sigurðsson uppi sem sigurvegari með þýska liðið á sunnudaginn.

Flottasta markið um helgina, að mati EHF, skoraði Kai Häfner, skytta Þýskalands, en það var markið sem tryggði Þjóðverjum sigur á Noregi í framlengingu í undanúrslitum á föstudaginn var.

Þjóðverjar áttu líka flottustu markvörsluna. Andreas Wolff komst tvisvar sinnum á topp fimm listann, en markvarsla hans úr hægra horninu frá Víctor Tomás í seinni hálfleik úrslitaleiksins þótti sú flottasta.

Hér að neðan má sjá flottustu mörkin og markvörslurnar frá úrslitahelgi Evrópumótsins í handbolta.


Tengdar fréttir

Fullkomið Dagsverk

Dagur Sigurðsson fór með hálfgert B-landslið Þýskalands á EM í Póllandi en stóð uppi sem Evrópumeistari eftir magnaða frammistöðu gegn Spáni í úrslitaleiknum. Degi var víða hampað í Þýskalandi eftir sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×