Bréf til Þorvalds Katrín Jakobsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Þorvaldur Þorvaldsson sendir mér opið bréf í Fréttablaðinu þann 29. janúar síðastliðinn vegna afstöðu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs til viðskiptaþvingana gegn Rússlandi sem hafa leitt af sér mótaðgerðir sem komið hafa hart niður á íslenskum fyrirtækjum. Fyrst er rétt að taka fram að ákvörðun um stuðning Íslands við þessar aðgerðir var tekin af utanríkisráðherra og síðan kynnt fyrir utanríkismálanefnd. Alþingi tekur því ekki þátt í þessari ákvörðun. Þegar aðgerðirnar voru endurnýjaðar gerði ég sem þáverandi fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis almennan fyrirvara við að mér þætti markmiðin með aðgerðunum óskýr og ekki ljóst hvernig meta ætti árangur af þeim. Enda þótt viðskiptaþvinganir hafi færst í vöxt að undanförnu og Ísland sé aðili að slíkum þvingunum gagnvart töluvert mörgum ríkjum þá verður að hafa það í huga að þær koma ekki í stað pólitískra lausna, geta bitnað verst á saklausum almenningi og jafnvel valdið stigmögnun átaka eins og þekkt er í sögunni, nú nýlega í tilfelli Íraks. Þá er ekki endilega mikið samræmi í því hvaða þjóðir eru beittar viðskiptaþvingunum af vestrænum ríkjum. Þannig er til dæmis erfitt að átta sig á andstöðu þeirra flokka er nú skipa ríkisstjórn Íslands við aðgerðir Reykjavíkurborgar gegn fyrirtækjum í landnemabyggðum í Ísrael á seinastliðnu ári. Ég hef fullan skilning á því ef Þorvaldur telur lítið samræmi í afstöðu Íslendinga til ýmissa deilumála um heim allan en þar er ekki við Vinstrihreyfinguna – grænt framboð að sakast sem hefur aldrei farið með forræði yfir utanríkismálum í ríkisstjórn Íslands.Horfa verður á heildarmyndina Almennt séð verður að undirstrika að við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði teljum mjög mikilvægt að standa vörð um fullveldi þjóða og erum ekki sátt við að landamærum ríkja sé breytt í skjóli hervalds, eins og í raunin var á Krímskaga. Þó að vissulega hafi verið leitað eftir vilja íbúanna í þjóðaratkvæðagreiðslu voru aðstæður þegar hún var framkvæmd ekki ákjósanlegar. Hins vegar er útþensla Atlantshafsbandalagsins í Austur-Evrópu síður en svo æskileg þróun og ekki líkleg til að stuðla að friði á þessu svæði. Það nægir ekki að tala einungis um samstöðu vestrænna ríkja í þessu dæmi heldur verður að horfa á heildarmyndina, þar er mikilvægast að leita leiða til að finna pólitíska lausn á deilum Rússlands og Úkraínu. Viðskiptaþvinganir hafa gagnast í undantekningatilfellum en koma sjaldnast í stað pólitískra lausna. Þær ófriðarhorfur sem víða eru í heiminum um þessar mundir ættu að vera sérstakur hvati til að leita friðsamlegra lausna sem víðast. Fyrirvari minn við þetta mál snýst um að við þurfum að meta hvort viðskiptaþvinganir sem þessar leiði til friðsamlegra lausna. Allt hefur þetta þó þegar komið fram í fréttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Þorvaldur Þorvaldsson sendir mér opið bréf í Fréttablaðinu þann 29. janúar síðastliðinn vegna afstöðu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs til viðskiptaþvingana gegn Rússlandi sem hafa leitt af sér mótaðgerðir sem komið hafa hart niður á íslenskum fyrirtækjum. Fyrst er rétt að taka fram að ákvörðun um stuðning Íslands við þessar aðgerðir var tekin af utanríkisráðherra og síðan kynnt fyrir utanríkismálanefnd. Alþingi tekur því ekki þátt í þessari ákvörðun. Þegar aðgerðirnar voru endurnýjaðar gerði ég sem þáverandi fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis almennan fyrirvara við að mér þætti markmiðin með aðgerðunum óskýr og ekki ljóst hvernig meta ætti árangur af þeim. Enda þótt viðskiptaþvinganir hafi færst í vöxt að undanförnu og Ísland sé aðili að slíkum þvingunum gagnvart töluvert mörgum ríkjum þá verður að hafa það í huga að þær koma ekki í stað pólitískra lausna, geta bitnað verst á saklausum almenningi og jafnvel valdið stigmögnun átaka eins og þekkt er í sögunni, nú nýlega í tilfelli Íraks. Þá er ekki endilega mikið samræmi í því hvaða þjóðir eru beittar viðskiptaþvingunum af vestrænum ríkjum. Þannig er til dæmis erfitt að átta sig á andstöðu þeirra flokka er nú skipa ríkisstjórn Íslands við aðgerðir Reykjavíkurborgar gegn fyrirtækjum í landnemabyggðum í Ísrael á seinastliðnu ári. Ég hef fullan skilning á því ef Þorvaldur telur lítið samræmi í afstöðu Íslendinga til ýmissa deilumála um heim allan en þar er ekki við Vinstrihreyfinguna – grænt framboð að sakast sem hefur aldrei farið með forræði yfir utanríkismálum í ríkisstjórn Íslands.Horfa verður á heildarmyndina Almennt séð verður að undirstrika að við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði teljum mjög mikilvægt að standa vörð um fullveldi þjóða og erum ekki sátt við að landamærum ríkja sé breytt í skjóli hervalds, eins og í raunin var á Krímskaga. Þó að vissulega hafi verið leitað eftir vilja íbúanna í þjóðaratkvæðagreiðslu voru aðstæður þegar hún var framkvæmd ekki ákjósanlegar. Hins vegar er útþensla Atlantshafsbandalagsins í Austur-Evrópu síður en svo æskileg þróun og ekki líkleg til að stuðla að friði á þessu svæði. Það nægir ekki að tala einungis um samstöðu vestrænna ríkja í þessu dæmi heldur verður að horfa á heildarmyndina, þar er mikilvægast að leita leiða til að finna pólitíska lausn á deilum Rússlands og Úkraínu. Viðskiptaþvinganir hafa gagnast í undantekningatilfellum en koma sjaldnast í stað pólitískra lausna. Þær ófriðarhorfur sem víða eru í heiminum um þessar mundir ættu að vera sérstakur hvati til að leita friðsamlegra lausna sem víðast. Fyrirvari minn við þetta mál snýst um að við þurfum að meta hvort viðskiptaþvinganir sem þessar leiði til friðsamlegra lausna. Allt hefur þetta þó þegar komið fram í fréttum.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar