Handbolti

Sigurhátíð Dags og þýsku strákanna var í beinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dagur Sigurðsson fagnar Evrópumeistaratitlinum í gær.
Dagur Sigurðsson fagnar Evrópumeistaratitlinum í gær. vísir/getty
Það var ótrúleg stemning í Max Schmelling-höllinni í dag þegar Evrópumeistarar Þjóðverja voru hylltir við komuna til Þýskalands.

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu urðu Evrópu meistarar í handbolta í gær þegar þeir lögðu Spán, 24-17, í úrslitaleiknum í Kraká. Þýskaland var ekki búið að vinna stóran titil áður en Dagur tók við í fyrra síðan 2007 þegar liðið varð heimsmeistari á heimavelli.

Höllin var stútfull og áhorfendur skemmtu sér konunglega. Fögnuðu hverjum einasta leikmanni með látum en fáir fengu betri móttökur en Dagur en þetta er hans gamli heimavöllur. Þarna stýrði hann Füchse Berlin.

Sigurhátíðin stóð yfir í 50 mínútur og var henni sjónvarpað beint í þýska ríkissjónvarpinu. Núna eru strákarnir örugglega farnir eitthvað annað til þess að fagna titlinum enn frekar.


Tengdar fréttir

Fullkomið Dagsverk

Dagur Sigurðsson fór með hálfgert B-landslið Þýskalands á EM í Póllandi en stóð uppi sem Evrópumeistari eftir magnaða frammistöðu gegn Spáni í úrslitaleiknum. Degi var víða hampað í Þýskalandi eftir sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×