Handbolti

Sagosen spilaði handleggsbrotinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sagosen í leiknum í gær.
Sagosen í leiknum í gær. vísir/afp
Félag Norðmannsins Sander Sagosen, Álaborg, er brjálað út í norska handknattleikssambandið þar sem Sagosen spilaði bronsleikinn gegn Króatíu handleggsbrotinn.

„Það var ekkert að fara að stoppa mig frá því að spila þennan leik þó svo ég væri þjáður,“ sagði Sagosen eftir leik.

Jan Larsen, yfirmaður íþróttamála hjá Álaborg, var allt annað en sáttur þegar hann heyrði þessi tíðindi.

„Ég er búinn að tala við Sander og hann er handleggsbrotinn. Ég er brjálaður út í norska handknattleikssambandið sem lét okkur ekki vitað af þessu,“ sagði Larsen.

Sagosen meiddist í lokaleik Norðmanna í milliriðlinum gegn Frökkum.

„Ég er ekkert fúll út í Sander því hann vill að sjálfsögðu gera allt til þess að spila svona mikilvægaleiki. Norska sambandið á samt að láta okkur vita af þessu.“

Sagosen verður líklega frá í að minnsta kosti mánuð vegna meiðslanna. Ef Álaborg hefði frétt af þessu fyrr hefði félagið reynt að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum.

Næsti leikur Álaborg í dönsku deildinni er þann 10. febrúar.


Tengdar fréttir

Króatar tóku bronsið í Póllandi

Króatar tóku bronsverðlaunin á EM í Póllandi í handbolta og tryggðu sér um leið sæti á HM í handbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári með öruggum sigri á Noregi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×