„Kraftaverkið í Kraká“ hjá Degi á pari við Dani 1992 og Grikki 2004 Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. febrúar 2016 12:00 Dagur Sigurðsson lyftir Evrópuskildinum í gær. vísir/getty „Langt undir yfirborði jarðar sprakk íslenska eldfjallið,“ segir í grein á vef Eurosport þar sem Degi Sigurðssyni og afreki þýska handboltalandsliðsins á Evrópumótinu í Póllandi er lofað. Dagur Sigurðsson stýrði yngsta landsliði EM-sögunnar til gullverðlauna í Póllandi í gær þegar strákarnir hans pökkuðu Spáni saman, 24-17, í ótrúlegum úrslitaleik.Sjá einnig:Fullkomið Dagsverk Eftir leikinn og afrekið, sem í greininni er kallað „Kraftaverkið í Kraká“, lagði þýska liðið undir sig kjallarann á veitingastaðnum La Grande Mamma og skemmti sér fram á nótt. „Dagur Sigurðsson lyfti gyllta verðlaunaskildinum upp fyrir haus og öskraði af gleði: „Sja la la la la“ Vanalega er Íslendingurinn mjög rólegur,“ segir í greininni.Bis morgen in der Max-Schmeling-Halle - ab 14.30 Uhr geht die #ehfeuro2016-Party mit euch weiter!!! @FuechseBerlinpic.twitter.com/TUy8cYUSZq — DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) January 31, 2016 Þýska landsliðið er búið að endurskrifa handboltasöguna að mati greinarhöfundar, en fyrir mótið vantaði fimm lykilmenn og á mótinu sjálfu missti Dagur svo tvo af þremur bestu mönnum liðsins í meiðsli. „Það má bera þetta saman við Evróputitla Dana og Grikkja í fótbolta 1992 og 2004. Svo magnað var afrek þýska liðsins,“ segir í greininni.Sjá einnig:Dagur, kunna Íslendingar að fagna? Markvörðurinn Andreas Wolff var í miklu stuði eftir sigurinn sem og í leiknum sjálfum, en hann varði tæplega 50 prósent skotanna sem hann fékk á sig í úrslitaleiknum. „Við komum inn í þetta mót sem lið og í góðu formi. Þó margir efuðust gerðum við það aldrei. Við vissum að við yrðum Evrópumeistarar,“ sagði Andreas Wolff. Sigurhátíð fyrir þýska liðið verður á gamla heimavelli Dag Sigurðssonar í Max-Schmelling Höllinni í Berlín klukkan 13.30 í dag. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir 33 prósent tapleikjanna gegn Íslandi Þýska handboltalandsliðið hefur unnið 28 af 36 leikjum sínum undir stjórn Dags Sigurðssonar. 1. febrúar 2016 06:30 „Stærstu þakkirnar fær Dagur Sigurðsson“ Fyrrverandi besti handboltamaður heims segir Dag lykilmanninn á bakvið árangur Þýskalands. 1. febrúar 2016 08:15 Dagur Evrópumeistari með Þýskalandi Mögnuð frammistaða þýska landsliðsins gegn Spánverjum í úrslitaleiknum á EM í Póllandi. 31. janúar 2016 18:00 "Athyglin sem Dagur fær á stigi sem maður skilur ekki“ Bróðir Evrópumeistarans Dags Sigurðssonar er afar stoltur af sínum manni. 31. janúar 2016 21:55 Dagur skálaði við þýsku þjóðina Tók sér kampavínsglas í hönd og skálaði fyrir Evrópumeistaratitli. 31. janúar 2016 19:19 Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
„Langt undir yfirborði jarðar sprakk íslenska eldfjallið,“ segir í grein á vef Eurosport þar sem Degi Sigurðssyni og afreki þýska handboltalandsliðsins á Evrópumótinu í Póllandi er lofað. Dagur Sigurðsson stýrði yngsta landsliði EM-sögunnar til gullverðlauna í Póllandi í gær þegar strákarnir hans pökkuðu Spáni saman, 24-17, í ótrúlegum úrslitaleik.Sjá einnig:Fullkomið Dagsverk Eftir leikinn og afrekið, sem í greininni er kallað „Kraftaverkið í Kraká“, lagði þýska liðið undir sig kjallarann á veitingastaðnum La Grande Mamma og skemmti sér fram á nótt. „Dagur Sigurðsson lyfti gyllta verðlaunaskildinum upp fyrir haus og öskraði af gleði: „Sja la la la la“ Vanalega er Íslendingurinn mjög rólegur,“ segir í greininni.Bis morgen in der Max-Schmeling-Halle - ab 14.30 Uhr geht die #ehfeuro2016-Party mit euch weiter!!! @FuechseBerlinpic.twitter.com/TUy8cYUSZq — DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) January 31, 2016 Þýska landsliðið er búið að endurskrifa handboltasöguna að mati greinarhöfundar, en fyrir mótið vantaði fimm lykilmenn og á mótinu sjálfu missti Dagur svo tvo af þremur bestu mönnum liðsins í meiðsli. „Það má bera þetta saman við Evróputitla Dana og Grikkja í fótbolta 1992 og 2004. Svo magnað var afrek þýska liðsins,“ segir í greininni.Sjá einnig:Dagur, kunna Íslendingar að fagna? Markvörðurinn Andreas Wolff var í miklu stuði eftir sigurinn sem og í leiknum sjálfum, en hann varði tæplega 50 prósent skotanna sem hann fékk á sig í úrslitaleiknum. „Við komum inn í þetta mót sem lið og í góðu formi. Þó margir efuðust gerðum við það aldrei. Við vissum að við yrðum Evrópumeistarar,“ sagði Andreas Wolff. Sigurhátíð fyrir þýska liðið verður á gamla heimavelli Dag Sigurðssonar í Max-Schmelling Höllinni í Berlín klukkan 13.30 í dag.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir 33 prósent tapleikjanna gegn Íslandi Þýska handboltalandsliðið hefur unnið 28 af 36 leikjum sínum undir stjórn Dags Sigurðssonar. 1. febrúar 2016 06:30 „Stærstu þakkirnar fær Dagur Sigurðsson“ Fyrrverandi besti handboltamaður heims segir Dag lykilmanninn á bakvið árangur Þýskalands. 1. febrúar 2016 08:15 Dagur Evrópumeistari með Þýskalandi Mögnuð frammistaða þýska landsliðsins gegn Spánverjum í úrslitaleiknum á EM í Póllandi. 31. janúar 2016 18:00 "Athyglin sem Dagur fær á stigi sem maður skilur ekki“ Bróðir Evrópumeistarans Dags Sigurðssonar er afar stoltur af sínum manni. 31. janúar 2016 21:55 Dagur skálaði við þýsku þjóðina Tók sér kampavínsglas í hönd og skálaði fyrir Evrópumeistaratitli. 31. janúar 2016 19:19 Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
33 prósent tapleikjanna gegn Íslandi Þýska handboltalandsliðið hefur unnið 28 af 36 leikjum sínum undir stjórn Dags Sigurðssonar. 1. febrúar 2016 06:30
„Stærstu þakkirnar fær Dagur Sigurðsson“ Fyrrverandi besti handboltamaður heims segir Dag lykilmanninn á bakvið árangur Þýskalands. 1. febrúar 2016 08:15
Dagur Evrópumeistari með Þýskalandi Mögnuð frammistaða þýska landsliðsins gegn Spánverjum í úrslitaleiknum á EM í Póllandi. 31. janúar 2016 18:00
"Athyglin sem Dagur fær á stigi sem maður skilur ekki“ Bróðir Evrópumeistarans Dags Sigurðssonar er afar stoltur af sínum manni. 31. janúar 2016 21:55
Dagur skálaði við þýsku þjóðina Tók sér kampavínsglas í hönd og skálaði fyrir Evrópumeistaratitli. 31. janúar 2016 19:19
Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00