Fengu fyrirmæli um að hleypa tökumanni Stöðvar 2 ekki í verksmiðjuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2016 16:00 Fréttateymi Stöðvar 2 fékk ekki að mynda í verksmiðju Icewear sem býður þó upp á ókeypis skoðunarferð sem ferðamenn streymdu í í dag. Vísir/Þórhildur Karlmaður frá Sri Lanka verður að óbreyttu úrskurðaður í gæsluvarðhald en hann er grunaður um að hafa haldið tveimur konum frá sama landi í vinnuþrælkun. Maðurinn stýrði saumafyrirtækinu Vonta International sem sá um að sauma fyrir Icewear/Drífu. Lögreglan á Suðurlandi hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Icewear/Drífa greindi frá því í yfirlýsingu fyrr í dag að fyrirtækið hefði einhliða rift samningi sínum við Vonta. Hvergi var minnst á fyrirtækið Icewear/Drífu í fréttatilkynningu sem almannatengslafyrirtækið Kom sendi fjölmiðlum heldur sagt að Víkurprjónn hefði sagt upp samningnum. Það má telja í besta falli villandi að heiti fyrirtækisins Icewear/Drífu kom ekki fram í tilkynningunni heldur aðeins vörumerkið Víkurprjónn. Tilkynninguna í heild má sjá hér til hliðar.Yfirlýsing frá Víkurprjóni, þ.e. Icewear/Drífu.Bjóða upp á skoðunarferð Icewear í Vík í Mýrdal býður gestum og gangandi upp á ókeypis skoðunarferð um verksmiðjuna í Vík. Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttakona Stöðvar 2, hefur verið á svæðinu í dag og ætlaði meðal annars að skoða verksmiðjuna ásamt myndatökumanni. Þegar hana bar að garði var henni neitað um að mynda verksmiðjuna og sögðust starfsmenn einfaldlega vera að hlýta fyrirmælum. Þau þyrftu að vernda starfsfólk sitt. Þrátt fyrir útskýringar fréttakonu á því að hægt væri að gæta þessu að starfsfólk sæist ekki í mynd fengu þau ekki að mynda. Á sama tíma biðu ferðamenn í röðum eftir því að virða verksmiðjuna fyrir sér. Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear/Drífu, hefur neitað að tjá sig um málið og vísar til þess að það sé til rannsóknar lögreglu. „Þetta tengist ekki okkar fyrirtæki beint,“ sagði Ágúst við Vísi í morgun. Ítarleg umfjöllun verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30, í opinni dagskrá. Mansal í Vík Tengdar fréttir Krafist gæsluvarðhalds yfir grunuðum vinnumansalsmanni Búist við afstöðu dómara síðar í dag. 19. febrúar 2016 15:41 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjá meira
Karlmaður frá Sri Lanka verður að óbreyttu úrskurðaður í gæsluvarðhald en hann er grunaður um að hafa haldið tveimur konum frá sama landi í vinnuþrælkun. Maðurinn stýrði saumafyrirtækinu Vonta International sem sá um að sauma fyrir Icewear/Drífu. Lögreglan á Suðurlandi hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Icewear/Drífa greindi frá því í yfirlýsingu fyrr í dag að fyrirtækið hefði einhliða rift samningi sínum við Vonta. Hvergi var minnst á fyrirtækið Icewear/Drífu í fréttatilkynningu sem almannatengslafyrirtækið Kom sendi fjölmiðlum heldur sagt að Víkurprjónn hefði sagt upp samningnum. Það má telja í besta falli villandi að heiti fyrirtækisins Icewear/Drífu kom ekki fram í tilkynningunni heldur aðeins vörumerkið Víkurprjónn. Tilkynninguna í heild má sjá hér til hliðar.Yfirlýsing frá Víkurprjóni, þ.e. Icewear/Drífu.Bjóða upp á skoðunarferð Icewear í Vík í Mýrdal býður gestum og gangandi upp á ókeypis skoðunarferð um verksmiðjuna í Vík. Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttakona Stöðvar 2, hefur verið á svæðinu í dag og ætlaði meðal annars að skoða verksmiðjuna ásamt myndatökumanni. Þegar hana bar að garði var henni neitað um að mynda verksmiðjuna og sögðust starfsmenn einfaldlega vera að hlýta fyrirmælum. Þau þyrftu að vernda starfsfólk sitt. Þrátt fyrir útskýringar fréttakonu á því að hægt væri að gæta þessu að starfsfólk sæist ekki í mynd fengu þau ekki að mynda. Á sama tíma biðu ferðamenn í röðum eftir því að virða verksmiðjuna fyrir sér. Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear/Drífu, hefur neitað að tjá sig um málið og vísar til þess að það sé til rannsóknar lögreglu. „Þetta tengist ekki okkar fyrirtæki beint,“ sagði Ágúst við Vísi í morgun. Ítarleg umfjöllun verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30, í opinni dagskrá.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Krafist gæsluvarðhalds yfir grunuðum vinnumansalsmanni Búist við afstöðu dómara síðar í dag. 19. febrúar 2016 15:41 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjá meira
Krafist gæsluvarðhalds yfir grunuðum vinnumansalsmanni Búist við afstöðu dómara síðar í dag. 19. febrúar 2016 15:41
Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32
Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15
Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50