Völd forseta Íslands (framhald…) Michel Sallé skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Greinin „Völd forseta Íslands“ sem birtist í Fréttablaðinu, undirrituð af Evu H. Baldursdóttur, færir í hug mér fyrstu opinberu heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar til Parísar í febrúar 2013. Hann hitti þá margt merkilegt fólk, þar á meðal François Hollande, og marga blaðamenn, útskýrði fyrir þeim hvernig Ísland komst út úr kreppunni. Að vísu nefndi hann aldrei að það sem viðmælendur hans litu á sem kraftaverk væri hans eigið verk, en í augum þeirra, sem eru vanir allsráðandi forseta (en því myndi ég aldrei mæla með!!!), var það sjálfgefið, og hann passaði að mótmæla því ekki. Hann nefndi aldrei ríkisstjórnina, og þó reyndist hann henni erfiður. Þetta dæmi og mörg önnur, þar má nefna hinar mörgu deilur hans við Jóhönnu S. um meira mikilvægi hans, því hann var kosinn af þjóðinni, sýnir vel hve þetta embætti er í miklu ójafnvægi. Og enn frekar þegar handhafinn notar rétt sinn til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu þegar honum sýnist. Það hefur lítið að gera með „beint lýðræði“ eins og hann þykist vilja. Er þá þörf fyrir að minnka vald hans til að geta haft betri stjórn á því, eins og Eva H. stingur upp á? Ólafur Ragnar hefur látið embætti sitt þróast til meiri pólitískrar ábyrgðar. Hægt væri að færa það aftur í hreint sýningarhlutverk, eins og Vigdísi Finnbogadóttur fórst svo vel úr hendi. Það er þýðingarmikið þegar Ísland er í hættu að gleymast, hvað þá kremjast í látunum í heiminum. En hvers vegna er þá haft fyrir því að kjósa hann með almennri kosningu og gefa honum þetta gífurlega vald, að geta neitað að undirrita lög sem Alþingi hefur samþykkt?Skilgreina þarf forsetavaldið Til að geta haft betri stjórn á forsetavaldinu þarf að skilgreina forsetavaldið, skýra það nákvæmlega frekar en að minnka það. Ef við skoðum það sem er að gerast og hvernig ráðamenn landsins bregðast við getum við fundið leiðir. Íslenskt lýðræði byggist á samningum sem gerðir eru í byrjun kjörtímabils, og síðan endurskoðaðir í samræmi við það sem upp kemur. Öllum pólitískum þrætueplum sem hinir ýmsu aðilar geta ekki samþykkt er ýtt til hliðar. Af því leiðir metnaðarlaust samkomulag. Þess vegna fá kjósendur þá neikvæðu tilfinningu að um hrossakaup sé að ræða. Í tiltölulega heilsteyptu þjóðfélagi gengur þetta upp þegar um er að ræða að finna lausn á innanlandserfiðleikum. En annað kemur upp á teninginn þegar um utanríkismál er að ræða: Íslendingar vildu helst ekki þurfa að taka afstöðu, vera vinir allra til að geta selt öllum vörur, líka Rússum. Þar að auki hefur eitt af grundvallargildum Íslendinga alltaf verið hve opnir þeir eru fyrir umheiminum. En þeir verða að ákveða sig: erum við í NATO eða ekki, með Rússum eða Kínverjum eða ekki. Það er engin tilviljun að heiftarlegustu mótmælafundirnir eftir stríðið hafa verið haldnir um þá stöðu. Hér er um að ræða stöðu landsins í heiminum. Gott dæmi er inngöngubeiðni Íslendinga í ESB. Hún kom lengi vel ekki til tals í samningaviðræðum ríkisstjórnarflokka, því ekki var samstaða um hana innan flokkanna. Í dag hefur ríkisstjórnin dregið hana til baka opinberlega, en gerir þó allt sem hún getur til að fullnægja þeim kröfum sem ESB gerir. Á sama tíma hleypur forsetinn um heim allan með miklum tilkostnaði til að kynna landið, og lætur sem hann sé valdhafi þjóðarinnar, þótt hann hafi engin völd, þrátt fyrir að vera kosinn í almennri kosningu. Hann ákveður einn, án þess að bera það undir nokkurn mann, að Íslendingar skuli taka þátt í samningum um norðurheimskautssvæðið. Það er bagalegt að ekkert er minnst á forsetavaldið í þeirri vinnu sem nú er lögð í endurskoðun á stjórnarskránni, því hér er auðsjáanlega vandi á höndum. Gæti það verið lausn að forsetinn hafi skýrt hlutverk hvað snertir utanríkispólitík, undir eftirliti utanríkismálanefndar Alþingis, en gæti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu ef upp kemur grundvallarósamkomulag. Þetta gæti gefið forsetaembættinu einhverja merkingu, og gæti réttlætt að forseti sé kosinn með almennri kosningu. Enn frekar ef kosið væri tvöfaldri kosningu, og ekki væri hægt að bjóða sig fram oftar en tvisvar.Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Doktorsritgerð hans fjallaði um stjórnmála-og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út bók sem ber heitið « Islande » (Karthala – Paris) í desember 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Tengdar fréttir Völd forseta Íslands Um alllangt skeið hafa fræðimenn, núverandi forseti, stjórnmálamenn og fleiri tekist á um hlutverk og völd forseta. Sitt sýnist hverjum og umræðan einkennist af lögfræðilegum vangaveltum, flokkapólitík og persónulegum skoðunum. 12. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Greinin „Völd forseta Íslands“ sem birtist í Fréttablaðinu, undirrituð af Evu H. Baldursdóttur, færir í hug mér fyrstu opinberu heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar til Parísar í febrúar 2013. Hann hitti þá margt merkilegt fólk, þar á meðal François Hollande, og marga blaðamenn, útskýrði fyrir þeim hvernig Ísland komst út úr kreppunni. Að vísu nefndi hann aldrei að það sem viðmælendur hans litu á sem kraftaverk væri hans eigið verk, en í augum þeirra, sem eru vanir allsráðandi forseta (en því myndi ég aldrei mæla með!!!), var það sjálfgefið, og hann passaði að mótmæla því ekki. Hann nefndi aldrei ríkisstjórnina, og þó reyndist hann henni erfiður. Þetta dæmi og mörg önnur, þar má nefna hinar mörgu deilur hans við Jóhönnu S. um meira mikilvægi hans, því hann var kosinn af þjóðinni, sýnir vel hve þetta embætti er í miklu ójafnvægi. Og enn frekar þegar handhafinn notar rétt sinn til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu þegar honum sýnist. Það hefur lítið að gera með „beint lýðræði“ eins og hann þykist vilja. Er þá þörf fyrir að minnka vald hans til að geta haft betri stjórn á því, eins og Eva H. stingur upp á? Ólafur Ragnar hefur látið embætti sitt þróast til meiri pólitískrar ábyrgðar. Hægt væri að færa það aftur í hreint sýningarhlutverk, eins og Vigdísi Finnbogadóttur fórst svo vel úr hendi. Það er þýðingarmikið þegar Ísland er í hættu að gleymast, hvað þá kremjast í látunum í heiminum. En hvers vegna er þá haft fyrir því að kjósa hann með almennri kosningu og gefa honum þetta gífurlega vald, að geta neitað að undirrita lög sem Alþingi hefur samþykkt?Skilgreina þarf forsetavaldið Til að geta haft betri stjórn á forsetavaldinu þarf að skilgreina forsetavaldið, skýra það nákvæmlega frekar en að minnka það. Ef við skoðum það sem er að gerast og hvernig ráðamenn landsins bregðast við getum við fundið leiðir. Íslenskt lýðræði byggist á samningum sem gerðir eru í byrjun kjörtímabils, og síðan endurskoðaðir í samræmi við það sem upp kemur. Öllum pólitískum þrætueplum sem hinir ýmsu aðilar geta ekki samþykkt er ýtt til hliðar. Af því leiðir metnaðarlaust samkomulag. Þess vegna fá kjósendur þá neikvæðu tilfinningu að um hrossakaup sé að ræða. Í tiltölulega heilsteyptu þjóðfélagi gengur þetta upp þegar um er að ræða að finna lausn á innanlandserfiðleikum. En annað kemur upp á teninginn þegar um utanríkismál er að ræða: Íslendingar vildu helst ekki þurfa að taka afstöðu, vera vinir allra til að geta selt öllum vörur, líka Rússum. Þar að auki hefur eitt af grundvallargildum Íslendinga alltaf verið hve opnir þeir eru fyrir umheiminum. En þeir verða að ákveða sig: erum við í NATO eða ekki, með Rússum eða Kínverjum eða ekki. Það er engin tilviljun að heiftarlegustu mótmælafundirnir eftir stríðið hafa verið haldnir um þá stöðu. Hér er um að ræða stöðu landsins í heiminum. Gott dæmi er inngöngubeiðni Íslendinga í ESB. Hún kom lengi vel ekki til tals í samningaviðræðum ríkisstjórnarflokka, því ekki var samstaða um hana innan flokkanna. Í dag hefur ríkisstjórnin dregið hana til baka opinberlega, en gerir þó allt sem hún getur til að fullnægja þeim kröfum sem ESB gerir. Á sama tíma hleypur forsetinn um heim allan með miklum tilkostnaði til að kynna landið, og lætur sem hann sé valdhafi þjóðarinnar, þótt hann hafi engin völd, þrátt fyrir að vera kosinn í almennri kosningu. Hann ákveður einn, án þess að bera það undir nokkurn mann, að Íslendingar skuli taka þátt í samningum um norðurheimskautssvæðið. Það er bagalegt að ekkert er minnst á forsetavaldið í þeirri vinnu sem nú er lögð í endurskoðun á stjórnarskránni, því hér er auðsjáanlega vandi á höndum. Gæti það verið lausn að forsetinn hafi skýrt hlutverk hvað snertir utanríkispólitík, undir eftirliti utanríkismálanefndar Alþingis, en gæti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu ef upp kemur grundvallarósamkomulag. Þetta gæti gefið forsetaembættinu einhverja merkingu, og gæti réttlætt að forseti sé kosinn með almennri kosningu. Enn frekar ef kosið væri tvöfaldri kosningu, og ekki væri hægt að bjóða sig fram oftar en tvisvar.Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Doktorsritgerð hans fjallaði um stjórnmála-og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út bók sem ber heitið « Islande » (Karthala – Paris) í desember 2013.
Völd forseta Íslands Um alllangt skeið hafa fræðimenn, núverandi forseti, stjórnmálamenn og fleiri tekist á um hlutverk og völd forseta. Sitt sýnist hverjum og umræðan einkennist af lögfræðilegum vangaveltum, flokkapólitík og persónulegum skoðunum. 12. febrúar 2016 07:00
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun