Gullæðið gæti senn verið á enda runnið Sæunn Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2016 09:15 Verð á gulli hefur farið lækkandi það sem af er vikunnar eftir gríðarlega uppsveiflu í síðustu viku. Vísir/Getty Eftir 7,1 prósents hækkun á verði á gulli í síðustu viku hefur verðið fallið á ný. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs mæla með því að fjárfestar losi sig við gullið þar sem verðhækkunin undanfarið hafi verið innistæðulaus. Fréttablaðið greindi frá því í byrjun viku að í síðustu viku hefði fjöldi fjárfesta fært fé sitt úr hlutabréfum í gull. Keypt var gull í vikunni fyrir hæstu fjárhæð í sex ár, fyrir utan eina viku í byrjun árs 2015. Bank of America áætlar að fjárfest hafi verið í gulli fyrir 1,6 milljarða dollara, jafnvirði rúmlega tvö hundruð milljarða íslenskra króna. Aukin sala á gulli er merki um óstöðugleika og skort á trú á markaðnum. Gullverð hækkar og lækkar jafnan þvert á gengi hlutabréfa. Því er eðlilegt að verðið hafi farið hækkandi í síðustu viku samtímis lækkunum á hlutabréfamörkuðum. Aftur á móti hafi það lækkað á ný þegar hlutabréfamarkaðir víðsvegar um heiminn tóku við sér í byrjun þessarar viku. Verð á trójuúnsu af gulli hækkaði um 7,1 prósent í síðustu viku og nálgaðist 1.300 Bandaríkjadali, jafnvirði 165 þúsunda íslenskra króna. Það hafði hins vegar fallið um rúmlega tvö prósent um eftirmiðdaginn á þriðjudaginn. Sérfræðingateymi hjá Goldman Sachs, leitt af Jeffrey Curie og Max Layton, hefur gefið út minnisblað þar sem mælt er með að fjárfestar selji gullið sitt. Í minnisblaðinu kemur fram að ekki sé innistæða fyrir hræðslunni sem hefur drifið hækkunina á gulli. Í augnablikinu séu einungis 15-20 prósent líkur á kreppu í Bandaríkjunum á næstunni. Verðhækkunin í síðustu viku varð þegar bandarískur hlutabréfamarkaður hafði ekki verið lægri í tvö ár og gengi hlutabréfa í Evrópu hafði ekki verið lægra síðan í september 2013. Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Eftir 7,1 prósents hækkun á verði á gulli í síðustu viku hefur verðið fallið á ný. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs mæla með því að fjárfestar losi sig við gullið þar sem verðhækkunin undanfarið hafi verið innistæðulaus. Fréttablaðið greindi frá því í byrjun viku að í síðustu viku hefði fjöldi fjárfesta fært fé sitt úr hlutabréfum í gull. Keypt var gull í vikunni fyrir hæstu fjárhæð í sex ár, fyrir utan eina viku í byrjun árs 2015. Bank of America áætlar að fjárfest hafi verið í gulli fyrir 1,6 milljarða dollara, jafnvirði rúmlega tvö hundruð milljarða íslenskra króna. Aukin sala á gulli er merki um óstöðugleika og skort á trú á markaðnum. Gullverð hækkar og lækkar jafnan þvert á gengi hlutabréfa. Því er eðlilegt að verðið hafi farið hækkandi í síðustu viku samtímis lækkunum á hlutabréfamörkuðum. Aftur á móti hafi það lækkað á ný þegar hlutabréfamarkaðir víðsvegar um heiminn tóku við sér í byrjun þessarar viku. Verð á trójuúnsu af gulli hækkaði um 7,1 prósent í síðustu viku og nálgaðist 1.300 Bandaríkjadali, jafnvirði 165 þúsunda íslenskra króna. Það hafði hins vegar fallið um rúmlega tvö prósent um eftirmiðdaginn á þriðjudaginn. Sérfræðingateymi hjá Goldman Sachs, leitt af Jeffrey Curie og Max Layton, hefur gefið út minnisblað þar sem mælt er með að fjárfestar selji gullið sitt. Í minnisblaðinu kemur fram að ekki sé innistæða fyrir hræðslunni sem hefur drifið hækkunina á gulli. Í augnablikinu séu einungis 15-20 prósent líkur á kreppu í Bandaríkjunum á næstunni. Verðhækkunin í síðustu viku varð þegar bandarískur hlutabréfamarkaður hafði ekki verið lægri í tvö ár og gengi hlutabréfa í Evrópu hafði ekki verið lægra síðan í september 2013.
Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira