Morð og mannlegt eðli Ívar Halldórsson skrifar 15. febrúar 2016 16:54 Ban Ki-moon sagði nýlega þetta: „Hnífsstungur, ákeyrslur og byssuárásir Palestínumanna gegn Ísraelum hafa haldið áfram að taka mannslíf... en eins og undirokað fólk hefur sýnt í gegnum aldirnar, er það mannlegt eðli að bregðast á þennan hátt við landtöku, sem oft er hvati haturs og öfga.“ Um leið og hann fordæmir ofbeldi tekur hann bókstaflega upp blóðugan hanskann fyrir hryðjuverkamönnum og árásum þeirra með fullyrðingu, sem honum finnst hann geta sett fram án rökstuðnings. Hefur ofbeldi gegn venjulegum borgurum verið túlkað sem náttúruleg viðbrögð við landsvæðadeilu ríkja gegnum tíðina? Svarið er „Nei.“ Oxford University birti nýlega niðurstöður ítarlegra rannsókna á yfir tvö þúsund hernaðarlegum landssvæðadeilum á heimsvísu, allt frá árinu 1816 til 1996. Niðurstöður leiða í ljós að aðeins 17% slíkra deilna leiddu til stríðsátaka innan árs, og aðeins 30% innan fimm ára. Það er því ekki rétt að halda því fram að það sé manninum eðlislægt að bregðast við landsvæðadeilum með ofbeldi. Slík yfirlýsing er úr lausu lofti gripin. En trúir Ban Ki-moon í raun að hryðjuverk (gegn öðrum en Ísraelum) geti skrifast á „mannlegt eðli?“ Aftur er svarið „Nei.“ Nú í dag deila t.d. 190 mismunandi lönd um landsvæði. Samkvæmt „Armed Conflict Database“ eiga sér nú stað 42 blóðugar deilur í heiminum (miðað við 2015), og á árinu 2014 einu saman fæddu þessi átök af sér rúmlega 12 milljónir flóttamenn og féllu um 180.000 manns í valinn. Það er því mjög athyglisvert að á rúmlega sjö árum sem aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur Ban Ki-moon aldrei talað um þessar afleiðingar og dauðsföll sem „náttúrulegar afleiðingar“ eða orsakir „mannlegs eðlis“ – það virðist hann aðeins gera þegar Ísrael á í hlut. En hvað segja Palestínumenn? Eru undanfarnar hnífa- og byssuárásir á Ísraelsmenn tilkomnar eingöngu vegna deilna um landsvæði? Svarið er „Nei.“ Það sem hefur hvatt Palestínumenn til ódáða, með hnífum og byssum, á rætur að rekja til falskrar ógnar við mosku þeirra og vaxandi stuðnings Palestínumanna við Íslamska ríkið. Síðastliðinn september fór orðrómaalda af stað sem hélt þeirri fölsku staðreynd frammi að Ísraelar hefðu í hyggju að eyða Al-Aqsa moskunni í Jerúsalem. Þrátt fyrir að þessi ógn ætti sér hvorki stoð í raunveruleikanum (og átti sér aldrei stað), hvöttu palestínskir leiðtogar ungt fólk til að bregðast við þessum einkennilegu orðrómum með ofbeldi. Palestínskir aðilar gáfu meira að segja út leiðbeiningarit sem sýndu hvernig væri árangursríkast að stinga gyðinga. Það má einnig geta þess að í flestum tilvikum útskýrðu árásarmennirnir sjálfir fyrir fjölmiðlum hvað vakti fyrir þeim með ofbeldi þeirra, en sögðust þeir þá vera að vernda moskuna.Íslamska ríkið hvatti svo Palestínumenn til enn frekara ofbeldis með myndbandaseríu. Vísbendingar sem Tel Aviv hryðjuverkamaðurinn Nashat Milhem skildi eftir sig gáfu til kynna að hann hefði þá sótt innblástur sinn til Íslamska ríkisins. Þýðir þetta þá að Sameinuðu þjóðirnar ættu ekki að hvetja til friðar? Nei, alls ekki. Ísraelar vilja frið og eru reiðubúnir í tveggja ríkja lausn, þ.e. vilja sjá Ísrael og Palestínu hlið við hlið í friðsamlegri sambúð. Ísrael hefur þrisvar sinnum á síðustu 25 árum tekið af skarið, þrátt fyrir augljósa áhættu, og boðið Palestínumönnum sjálfstæði. En palestínsk yfirvöld hafa alltaf hafnað - og oft jafnvel svarað slíkum friðarumleitunum með ofbeldi. Ísrael heldur áfram í dag að styðja friðsamlega tveggja ríkja lausn. Það er viðeigandi að Sameinuðu þjóðirnar styðji allar tilraunir til sátta með góðri hvatningu. Þegar Ban Ki-moon afsakar palestínsk hryðjuverk, hvetur hann um leið til ofbeldis og sýnir öfgafyllstu öflum palestínsku þjóðarinnar stuðning, og þrengir um leið brautina til friðar. Ef aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna er alvara með að vilja að friður náist meðal þjóðanna tveggja myndi hann gera vel ef hann styddi frekar við bakið á þeim Palestínumönnum sem vilja frið, frekar en að sýna þeim stuðning sem halda hryðjuverkum í hávegum. Að sama skapi ætti hann að virða líf ísraelskra borgara á sama hátt og hann virðir líf fólks frá öðrum heimshornum. Þegar öllu er á botninn hvolft hefur Ban Ki-moon aldrei talað opinberlega um ofbeldi síðustu árhundruð í heiminum sem orsök „mannlegs eðlis.“ Aðeins þegar Ísrael á í hlut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Skoðun Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ban Ki-moon sagði nýlega þetta: „Hnífsstungur, ákeyrslur og byssuárásir Palestínumanna gegn Ísraelum hafa haldið áfram að taka mannslíf... en eins og undirokað fólk hefur sýnt í gegnum aldirnar, er það mannlegt eðli að bregðast á þennan hátt við landtöku, sem oft er hvati haturs og öfga.“ Um leið og hann fordæmir ofbeldi tekur hann bókstaflega upp blóðugan hanskann fyrir hryðjuverkamönnum og árásum þeirra með fullyrðingu, sem honum finnst hann geta sett fram án rökstuðnings. Hefur ofbeldi gegn venjulegum borgurum verið túlkað sem náttúruleg viðbrögð við landsvæðadeilu ríkja gegnum tíðina? Svarið er „Nei.“ Oxford University birti nýlega niðurstöður ítarlegra rannsókna á yfir tvö þúsund hernaðarlegum landssvæðadeilum á heimsvísu, allt frá árinu 1816 til 1996. Niðurstöður leiða í ljós að aðeins 17% slíkra deilna leiddu til stríðsátaka innan árs, og aðeins 30% innan fimm ára. Það er því ekki rétt að halda því fram að það sé manninum eðlislægt að bregðast við landsvæðadeilum með ofbeldi. Slík yfirlýsing er úr lausu lofti gripin. En trúir Ban Ki-moon í raun að hryðjuverk (gegn öðrum en Ísraelum) geti skrifast á „mannlegt eðli?“ Aftur er svarið „Nei.“ Nú í dag deila t.d. 190 mismunandi lönd um landsvæði. Samkvæmt „Armed Conflict Database“ eiga sér nú stað 42 blóðugar deilur í heiminum (miðað við 2015), og á árinu 2014 einu saman fæddu þessi átök af sér rúmlega 12 milljónir flóttamenn og féllu um 180.000 manns í valinn. Það er því mjög athyglisvert að á rúmlega sjö árum sem aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur Ban Ki-moon aldrei talað um þessar afleiðingar og dauðsföll sem „náttúrulegar afleiðingar“ eða orsakir „mannlegs eðlis“ – það virðist hann aðeins gera þegar Ísrael á í hlut. En hvað segja Palestínumenn? Eru undanfarnar hnífa- og byssuárásir á Ísraelsmenn tilkomnar eingöngu vegna deilna um landsvæði? Svarið er „Nei.“ Það sem hefur hvatt Palestínumenn til ódáða, með hnífum og byssum, á rætur að rekja til falskrar ógnar við mosku þeirra og vaxandi stuðnings Palestínumanna við Íslamska ríkið. Síðastliðinn september fór orðrómaalda af stað sem hélt þeirri fölsku staðreynd frammi að Ísraelar hefðu í hyggju að eyða Al-Aqsa moskunni í Jerúsalem. Þrátt fyrir að þessi ógn ætti sér hvorki stoð í raunveruleikanum (og átti sér aldrei stað), hvöttu palestínskir leiðtogar ungt fólk til að bregðast við þessum einkennilegu orðrómum með ofbeldi. Palestínskir aðilar gáfu meira að segja út leiðbeiningarit sem sýndu hvernig væri árangursríkast að stinga gyðinga. Það má einnig geta þess að í flestum tilvikum útskýrðu árásarmennirnir sjálfir fyrir fjölmiðlum hvað vakti fyrir þeim með ofbeldi þeirra, en sögðust þeir þá vera að vernda moskuna.Íslamska ríkið hvatti svo Palestínumenn til enn frekara ofbeldis með myndbandaseríu. Vísbendingar sem Tel Aviv hryðjuverkamaðurinn Nashat Milhem skildi eftir sig gáfu til kynna að hann hefði þá sótt innblástur sinn til Íslamska ríkisins. Þýðir þetta þá að Sameinuðu þjóðirnar ættu ekki að hvetja til friðar? Nei, alls ekki. Ísraelar vilja frið og eru reiðubúnir í tveggja ríkja lausn, þ.e. vilja sjá Ísrael og Palestínu hlið við hlið í friðsamlegri sambúð. Ísrael hefur þrisvar sinnum á síðustu 25 árum tekið af skarið, þrátt fyrir augljósa áhættu, og boðið Palestínumönnum sjálfstæði. En palestínsk yfirvöld hafa alltaf hafnað - og oft jafnvel svarað slíkum friðarumleitunum með ofbeldi. Ísrael heldur áfram í dag að styðja friðsamlega tveggja ríkja lausn. Það er viðeigandi að Sameinuðu þjóðirnar styðji allar tilraunir til sátta með góðri hvatningu. Þegar Ban Ki-moon afsakar palestínsk hryðjuverk, hvetur hann um leið til ofbeldis og sýnir öfgafyllstu öflum palestínsku þjóðarinnar stuðning, og þrengir um leið brautina til friðar. Ef aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna er alvara með að vilja að friður náist meðal þjóðanna tveggja myndi hann gera vel ef hann styddi frekar við bakið á þeim Palestínumönnum sem vilja frið, frekar en að sýna þeim stuðning sem halda hryðjuverkum í hávegum. Að sama skapi ætti hann að virða líf ísraelskra borgara á sama hátt og hann virðir líf fólks frá öðrum heimshornum. Þegar öllu er á botninn hvolft hefur Ban Ki-moon aldrei talað opinberlega um ofbeldi síðustu árhundruð í heiminum sem orsök „mannlegs eðlis.“ Aðeins þegar Ísrael á í hlut.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun