Hús íslenskunnar á Melunum Guðrún Nordal skrifar 15. febrúar 2016 07:00 Fyrir örfáum dögum var hér í blaðinu greint frá hugmyndum um höfðingjasetur í landi Helgafells í Mosfellsbæ þar sem svokallaðri gullöld Íslendinga yrðu gerð skil. Vísað er í bréf Halldórs Þorgeirssonar og Úlfs Hróbjartssonar til bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þess efnis að það sé „helst í Árnastofnun og Þjóðmenningarhúsi sem hægt er að kynna sér þessa þætti en hvort tveggja er mjög þurr og þröng nálgun á þetta blómaskeið Íslands sögunnar“. Um leið og ég fagna þeim félögum í hóp þeirra sem vilja gera íslenska miðaldamenningu sýnilegri, verð ég að leiðrétta bagalegan misskilning er fram kemur í bréfi þeirra til Mosfellinga. Í Árnastofnun er engin aðstaða til sýningar á handritum þjóðarinnar eða íslenskri miðaldamenningu, og því er í bréfinu vísað í sýningar og nálgun sem ekki eru til. Með fréttinni er mynd af heimsókn Danadrottningar í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar árið 2013. Hún skoðar þar sýningu sem var um árabil í Þjóðmenningarhúsi, nú Safnahúsi, en var lokað síðar það ár. Þegar handritunum var búinn staður í Árnagarði fyrir 45 árum var ekki gert ráð fyrir sýningaraðstöðu, enda á þeim tíma lögð höfuðáhersla á aðstöðu til varðveislu og rannsókna. Ný umgjörð um handritin og önnur söfn stofnunarinnar, þá miklu rannsóknarstarfsemi og kennslu sem er innan Árnastofnunar og Háskóla Íslands í íslenskum bókmenntum og tungu, var því orðin löngu tímabær þegar Háskólinn og stjórnvöld hófu framkvæmdir við nýtt Hús íslenskunnar. Þær framkvæmdir hafa því miður legið niðri í þrjú ár. Nú er ekki hægt að sjá Konungsbók eddukvæða og helstu handrit þjóðarinnar á sýningu í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Hvernig þætti okkur að koma til Aþenu og fá ekki að sjá Akrópólis? Í nýrri byggingu verður frábært sýningarrými fyrir handritin og breytilegar sýningar, og glæsileg aðstaða fyrir gesti og gangandi. Tapaður tími þar til Húsið rís er sama og glötuð tækifæri fyrir íslenska menningu og íslenska tungu – og auðvitað fyrir alla þá sem missa af því að upplifa handritin sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir örfáum dögum var hér í blaðinu greint frá hugmyndum um höfðingjasetur í landi Helgafells í Mosfellsbæ þar sem svokallaðri gullöld Íslendinga yrðu gerð skil. Vísað er í bréf Halldórs Þorgeirssonar og Úlfs Hróbjartssonar til bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þess efnis að það sé „helst í Árnastofnun og Þjóðmenningarhúsi sem hægt er að kynna sér þessa þætti en hvort tveggja er mjög þurr og þröng nálgun á þetta blómaskeið Íslands sögunnar“. Um leið og ég fagna þeim félögum í hóp þeirra sem vilja gera íslenska miðaldamenningu sýnilegri, verð ég að leiðrétta bagalegan misskilning er fram kemur í bréfi þeirra til Mosfellinga. Í Árnastofnun er engin aðstaða til sýningar á handritum þjóðarinnar eða íslenskri miðaldamenningu, og því er í bréfinu vísað í sýningar og nálgun sem ekki eru til. Með fréttinni er mynd af heimsókn Danadrottningar í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar árið 2013. Hún skoðar þar sýningu sem var um árabil í Þjóðmenningarhúsi, nú Safnahúsi, en var lokað síðar það ár. Þegar handritunum var búinn staður í Árnagarði fyrir 45 árum var ekki gert ráð fyrir sýningaraðstöðu, enda á þeim tíma lögð höfuðáhersla á aðstöðu til varðveislu og rannsókna. Ný umgjörð um handritin og önnur söfn stofnunarinnar, þá miklu rannsóknarstarfsemi og kennslu sem er innan Árnastofnunar og Háskóla Íslands í íslenskum bókmenntum og tungu, var því orðin löngu tímabær þegar Háskólinn og stjórnvöld hófu framkvæmdir við nýtt Hús íslenskunnar. Þær framkvæmdir hafa því miður legið niðri í þrjú ár. Nú er ekki hægt að sjá Konungsbók eddukvæða og helstu handrit þjóðarinnar á sýningu í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Hvernig þætti okkur að koma til Aþenu og fá ekki að sjá Akrópólis? Í nýrri byggingu verður frábært sýningarrými fyrir handritin og breytilegar sýningar, og glæsileg aðstaða fyrir gesti og gangandi. Tapaður tími þar til Húsið rís er sama og glötuð tækifæri fyrir íslenska menningu og íslenska tungu – og auðvitað fyrir alla þá sem missa af því að upplifa handritin sjálf.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar