Bítlarnir skapa störf Birta Björnsdóttir skrifar 14. febrúar 2016 20:18 Lítið þarf að fjölyrða um arfleið Bítlanna, einnar vinsælustu hljómsveitar allra tíma. Þó nú séu fjögurtíu og sex ár frá því að þeir John, Paul, George og Ringo fóru í sitthvora áttina gætir áhrifa samstarfsþeirra enn svo um munar í heimaborginni Liverpool. Um 230.800 manns eru skráðir til atvinnu í Liverpool. Af þeim vinna 2.335 störf sem tengjast Bítlunum á einhvern hátt. Bítlarnir eru taldir ábyrgir fyrir heimsóknum um tveggja milljóna ferðamanna til Liverpool ár hvert sem gista á hótelum helguðum Bítlunum. Aðdráttarafl hljómsveitarinnar dregur líklega margfalt fleiri ferðamenn til borgarinnar, þó þeir láti sér nægja gistingu á hefðbundnari stöðum. Samkvæmt nýlegri skoðunarkönnum meðal ferðamanna í Liverpool sögðu 65% gesta borgarinnar vera þar í Bítla-tengdum erindafjörðum. Fjölbreytt ferðamennska tengd Bítlunum er því eðli málsins samkvæmt rekin í Liverpool. Auk áðurnefndra hótela, safna og árlegra hátíðahalda til heiðurs hljómsveitinni er hægt að fara í skoðunarferðir um heimaslóðir fjórmenninganna auk áætlunarferða um Penny Lane og að Strawberry Field barnaheimilinu, svo fátt eitt sé nefnt. Þá leggja hundruðir þúsunda leið sína í Cavern klúbbinn ár hvert, hinn sögufræga skemmtistað þar sem Bítlarnir stigu sín fyrstu skref. Og áhrifin rata meira að segja inn í fræðasamfélagið því í Liverpool Hope háskólanum er hægt að taka meistarapróf í Bítlafræðum. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Lítið þarf að fjölyrða um arfleið Bítlanna, einnar vinsælustu hljómsveitar allra tíma. Þó nú séu fjögurtíu og sex ár frá því að þeir John, Paul, George og Ringo fóru í sitthvora áttina gætir áhrifa samstarfsþeirra enn svo um munar í heimaborginni Liverpool. Um 230.800 manns eru skráðir til atvinnu í Liverpool. Af þeim vinna 2.335 störf sem tengjast Bítlunum á einhvern hátt. Bítlarnir eru taldir ábyrgir fyrir heimsóknum um tveggja milljóna ferðamanna til Liverpool ár hvert sem gista á hótelum helguðum Bítlunum. Aðdráttarafl hljómsveitarinnar dregur líklega margfalt fleiri ferðamenn til borgarinnar, þó þeir láti sér nægja gistingu á hefðbundnari stöðum. Samkvæmt nýlegri skoðunarkönnum meðal ferðamanna í Liverpool sögðu 65% gesta borgarinnar vera þar í Bítla-tengdum erindafjörðum. Fjölbreytt ferðamennska tengd Bítlunum er því eðli málsins samkvæmt rekin í Liverpool. Auk áðurnefndra hótela, safna og árlegra hátíðahalda til heiðurs hljómsveitinni er hægt að fara í skoðunarferðir um heimaslóðir fjórmenninganna auk áætlunarferða um Penny Lane og að Strawberry Field barnaheimilinu, svo fátt eitt sé nefnt. Þá leggja hundruðir þúsunda leið sína í Cavern klúbbinn ár hvert, hinn sögufræga skemmtistað þar sem Bítlarnir stigu sín fyrstu skref. Og áhrifin rata meira að segja inn í fræðasamfélagið því í Liverpool Hope háskólanum er hægt að taka meistarapróf í Bítlafræðum.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira