Viðskipti innlent

Útilokar ekki málsókn vegna Borgunarmálsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, vill ekki útiloka að bankinn leiti réttar síns í Borgunarmálinu, þrátt fyrir svör stjórnenda Borgunar við fyrirspurn bankans. Landsbankinn hafi verið grandalaus varðandi mögulegar greiðslur til Borgunar vegna yfirtöku Vísa í Bandaríkjunum á Vísa í Evrópu.

Landsbankinn óskaði í síðustu viku eftir upplýsingum frá stjórnendum og kaupendum Borgunar hvers vegna bankinn hafi ekki verið upplýstur um þessar greiðslur sem nema 6,4 milljörðum króna. Borgun svaraði bankanum á þriðjudag en þar segir meðal annars að stjórnendur hafi ekki búið yfir upplýsingum um hvort eða hvenær VÍSA í Evrópu yrði selt né um mögulegar greiðslur og upphæð þeirra.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 benti Steinþór á að stjórnendur Borgunar hefðu lýst því yfir að þeir hafi vitað að Borgun ætti tilkall til hlutdeildar í þessum valrétt ef það kæmi til einhver greiðsla þar. „Við fengum ekki þær upplýsingar og vorum grandalausir um þessi verðmæti,“ sagði Steinþór.

Hið sama mætti segja um marga aðra sem hefðu verslað með bréf af þessu tagi á undanförnum árum. „Aðrir hafa líka verið grandalausir. það hefði verið gott ef við hefðum verið upplýstir um þetta á sínum tima. en við vorum það ekki.“

Steinþór segir ekki liggja fyrir á þessari stundu hvort tilefni sé til málsóknar vegna Borgunarmálsins.


Tengdar fréttir

Borgun metin á allt að 26 milljarða króna

Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar.

Borgunarmál sýni ógeðfelld samskipti

"Við eigum ekki að sætta okkur við að hefðbundin siðalögmál gildi ekki í fjármálakerfinu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Borgunarmálið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×