Gylltur forseti Ívar Halldórsson skrifar 29. febrúar 2016 09:01 Nú er Óskarinn í baksýnisspeglinum. Allir sem stóðu sig best í kvikmyndaiðnaðinum hafa fengið sínar gullstyttur, og þeir tilnefndu og tómhentu hvatningu til að reyna að ná sér í eina slíka á nýju kvikmyndaári. Ef heldur fram sem horfir verður hinn myndarlegi Óskar orðinn Íslandsvinur innan skamms, því ljóst er að tilnefningum til íslenskra listamanna og -verka fjölgar. Jóhann Jóhannsson fékk tilnefningu á síðasta ári fyrir tónlist sína við myndina „The Theory of Everything“ og nú aftur fyrir tónlist við myndina „Sicario“. Við höfum áður stigið í vænginn við þennan eftirsótta Óskar. Stuttmyndin „Síðasti bærinn“ fékk tilnefningu árið 2005, Björk Guðmundsdóttir fékk tilnefningu fyrir lagið „I've Seen It All“ úr myndinni „Myrkradansarinn“ eftir Lars Von Trier árið 2000 og mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar „Börn náttúrunnar“ fékk tilnefningu sem besta erlenda myndin sama ár og „Nína“ keppti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Svo bíðum við spennt eftir að Baltasar Kormákur verði tilnefndur fyrir eitthvert snilldarverkið í náinni framtíð. Óskarinn er gífurlegur hvati í kvikmyndaiðnaðinum og dregur fram það besta í þeim sem taka þátt í kvikmyndagerð um heim allan. Óskarinn fær fagmenn til að setja markið hátt. Metnaðurinn skilar sér auðvitað alla leið í kvikmyndahúsin. Þar sitjum við með okkar nánustu, horfum á hvíta tjaldið og njótum stórkostlegs árangurs afreksmanna kvikmyndaheimsins - en þeir hafa lagt líf og sál í að skapa eftirminnileg listaverk sem veita okkur ómælda gleði og innsýn inn í mannlegt líf og eðli. En ef Óskarinn nær að draga fram það besta í þeim sem starfa í kvikmyndaheiminum, væri þá ekki upplagt að nýta þessa hugmynd á öðrum vettvangi? Hvernig væri t.d. að hafa árlega verðlaunaafhendingu fyrir vel unnin störf á pólitískum vettvangi? Við gætum sett á fót eins konar þingmanna-akademíu sem fylgdist með störfum þingmanna og tæki eftir afrekum þeirra. Svo myndum við leigja Hörpuna. Allir stjórnmálamenn myndu mæta í sínu fínasta pússi á rauða dregilinn fyrir framan Hörpuna þar sem þeir ásamt mökum yrðu myndaðir í bak og fyrir. Stórkostleg skemmtiatriði yrðu á boðstólunum og fallegar fortíðaminningar þekktra þingmanna fastur dagskrárliður á glæsilegu sviðinu. Í stað hins gyllta Óskars gætum við haft gullhúðaða styttu af Jóni Sigurðssyni, þ.e. Jóni forseta. Þekkt andlit úr þingheimi myndu þá keppast við að lesa upp tilnefningar fyrir vel unnin störf á árinu og taka úrslit upp úr umslögum. Verðlaun yrðu afhent fyrir besta þingmann og þingkonu í aðalhlutverki, besta þingmann og þingkonu í aukahlutverki, besta frumvarpið, bestu ræðu í fullri lengd, best klædda þingmanninn, besta niðurskurðinn, mestu kaupmáttaraukninguna og besta árangur í málefnum aldraðra og einstæðra mæðra. Að sjálfsögðu yrði Forsetinn svo veittur fyrir stærsta stjórnmálasigur ársins. Kannski yrðum við í kjölfarið vör við meiri fagmennsku í aðgerðum, hegðun og ræðu stjórnmálamanna. Kannski myndu afrek stjórnmálamanna skila sér alla leið inn á heimili okkar og veita okkur ómælda gleði og fylla okkur af tilhlökkun til þess sem fram undan er. Kannski yrðum við stoltari af stjórnmálum hérlendis og kannski myndi okkur jafnvel hlakka til næsta stjórnmálaárs. Samkeppni hefur ávallt skorað á fólk að fara út fyrir þægindarammann sinn, og ná þannig meiri árangri en jafnvel það sjálft taldi raunhæft. Það eru einmitt styttur og verðlaunapeningar sem hafa fengið t.d. íþróttafólkið okkar til að ná stöðugt betri og betri árangri í íþróttum. Kannski er kominn tími að koma þingheiminum á bragðið. Gullhúðaður Jón forseti er kannski einmitt hvatinn sem vantar í stjórnmálin. Og Forsetann hlýtur.... Ívar Halldórsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Nú er Óskarinn í baksýnisspeglinum. Allir sem stóðu sig best í kvikmyndaiðnaðinum hafa fengið sínar gullstyttur, og þeir tilnefndu og tómhentu hvatningu til að reyna að ná sér í eina slíka á nýju kvikmyndaári. Ef heldur fram sem horfir verður hinn myndarlegi Óskar orðinn Íslandsvinur innan skamms, því ljóst er að tilnefningum til íslenskra listamanna og -verka fjölgar. Jóhann Jóhannsson fékk tilnefningu á síðasta ári fyrir tónlist sína við myndina „The Theory of Everything“ og nú aftur fyrir tónlist við myndina „Sicario“. Við höfum áður stigið í vænginn við þennan eftirsótta Óskar. Stuttmyndin „Síðasti bærinn“ fékk tilnefningu árið 2005, Björk Guðmundsdóttir fékk tilnefningu fyrir lagið „I've Seen It All“ úr myndinni „Myrkradansarinn“ eftir Lars Von Trier árið 2000 og mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar „Börn náttúrunnar“ fékk tilnefningu sem besta erlenda myndin sama ár og „Nína“ keppti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Svo bíðum við spennt eftir að Baltasar Kormákur verði tilnefndur fyrir eitthvert snilldarverkið í náinni framtíð. Óskarinn er gífurlegur hvati í kvikmyndaiðnaðinum og dregur fram það besta í þeim sem taka þátt í kvikmyndagerð um heim allan. Óskarinn fær fagmenn til að setja markið hátt. Metnaðurinn skilar sér auðvitað alla leið í kvikmyndahúsin. Þar sitjum við með okkar nánustu, horfum á hvíta tjaldið og njótum stórkostlegs árangurs afreksmanna kvikmyndaheimsins - en þeir hafa lagt líf og sál í að skapa eftirminnileg listaverk sem veita okkur ómælda gleði og innsýn inn í mannlegt líf og eðli. En ef Óskarinn nær að draga fram það besta í þeim sem starfa í kvikmyndaheiminum, væri þá ekki upplagt að nýta þessa hugmynd á öðrum vettvangi? Hvernig væri t.d. að hafa árlega verðlaunaafhendingu fyrir vel unnin störf á pólitískum vettvangi? Við gætum sett á fót eins konar þingmanna-akademíu sem fylgdist með störfum þingmanna og tæki eftir afrekum þeirra. Svo myndum við leigja Hörpuna. Allir stjórnmálamenn myndu mæta í sínu fínasta pússi á rauða dregilinn fyrir framan Hörpuna þar sem þeir ásamt mökum yrðu myndaðir í bak og fyrir. Stórkostleg skemmtiatriði yrðu á boðstólunum og fallegar fortíðaminningar þekktra þingmanna fastur dagskrárliður á glæsilegu sviðinu. Í stað hins gyllta Óskars gætum við haft gullhúðaða styttu af Jóni Sigurðssyni, þ.e. Jóni forseta. Þekkt andlit úr þingheimi myndu þá keppast við að lesa upp tilnefningar fyrir vel unnin störf á árinu og taka úrslit upp úr umslögum. Verðlaun yrðu afhent fyrir besta þingmann og þingkonu í aðalhlutverki, besta þingmann og þingkonu í aukahlutverki, besta frumvarpið, bestu ræðu í fullri lengd, best klædda þingmanninn, besta niðurskurðinn, mestu kaupmáttaraukninguna og besta árangur í málefnum aldraðra og einstæðra mæðra. Að sjálfsögðu yrði Forsetinn svo veittur fyrir stærsta stjórnmálasigur ársins. Kannski yrðum við í kjölfarið vör við meiri fagmennsku í aðgerðum, hegðun og ræðu stjórnmálamanna. Kannski myndu afrek stjórnmálamanna skila sér alla leið inn á heimili okkar og veita okkur ómælda gleði og fylla okkur af tilhlökkun til þess sem fram undan er. Kannski yrðum við stoltari af stjórnmálum hérlendis og kannski myndi okkur jafnvel hlakka til næsta stjórnmálaárs. Samkeppni hefur ávallt skorað á fólk að fara út fyrir þægindarammann sinn, og ná þannig meiri árangri en jafnvel það sjálft taldi raunhæft. Það eru einmitt styttur og verðlaunapeningar sem hafa fengið t.d. íþróttafólkið okkar til að ná stöðugt betri og betri árangri í íþróttum. Kannski er kominn tími að koma þingheiminum á bragðið. Gullhúðaður Jón forseti er kannski einmitt hvatinn sem vantar í stjórnmálin. Og Forsetann hlýtur.... Ívar Halldórsson
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun