Karisma fór á kostum í öruggum sigri á Keflavík | Úrslit dagsins 28. febrúar 2016 20:48 Karisma Chapman í leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm Valskonur skutust upp í 3. sætið í Dominos-deild kvenna í kvöld með 90-73 sigri á Keflavík á heimavelli en með sigrinum ná Valskonur smá forskoti á Keflavík í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari 365, var á vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Valskonur byrjuðu leikinn af krafti og leiddu 22-20 að fyrsta leikhluta loknum en í öðrum leikhluta náðu þær þrettán stiga forskoti skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks 47-34. Keflvík sem tefldi fram nýjum leikmanni í kvöld, Monicu Wright, tókst að saxa á forskot Valsliðsins í þriðja leikhluta og var staðan 64-56 fyrir lokaleikhlutann. Í honum voru Valskonur einfaldlega mun sterkari og náðu að bæta við forskotið og fagna að lokum sautján stiga sigri. Karisma Chapman, bandaríski leikmaður Valsliðsins, fór einfaldlega á kostum í leiknum en hún lauk leik með41 stig, 16, fráköst, 7 stoðsendingar og 6 stolna bolta.Úr leik Snæfells fyrr í vetur.Vísir/AntonÞá unnu Snæfellskonur auðveldan 30 stiga sigur á Hamar á útivelli í fyrri leik dagsins 69-39 en Snæfellsvörnin var hreint út sagt ótrúleg í dag. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og leiddi Snæfell 12-7 að honum loknum en Snæfellsliðinu gekk illa að hrista sprækar Hamarskonur frá sér framan af. Tóku þær níu stiga forskot inn í hálfleikinn 30-21 en þær gerðu út um leikinn í þriðja leikhluta. Spiluðu þær góða vörn og sóknarleikur liðsins fór að ganga betur. Var staðan 27-51 að þremur leikhlutum loknum og var sigurinn í höfn en Snæfellskonum tókst að bæta við forskotið í fjórða leikhluta og fagna að lokum öruggum 30 stiga sigri. Haiden Palmer gældi við þrefalda tvennu í dag með 14 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar en Berglind Gunnarsdóttir var stigahæst í liði Snæfells með 22 stig ásamt því að taka tíu fráköst.Valur-Keflavík 90-73 (22-20, 25-14, 17-22, 26-17)Valur: Karisma Chapman 41/16 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 15/3 varin skot, Ragnheiður Benónísdóttir 14/17 fráköst/3 varin skot, Guðbjörg Sverrisdóttir 7, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 6, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5, Margrét Ósk Einarsdóttir 2, Helga Þórsdóttir 0, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Dagbjört Samúelsdóttir 0.Keflavík: Thelma Dís Ágústsdóttir 17/5 fráköst, Monica Wright 13/11 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12, Sandra Lind Þrastardóttir 9/7 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Irena Sól Jónsdóttir 6, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6/6 fráköst, Melissa Zornig 4, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Elfa Falsdottir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0.Hamar-Snæfell 39-69 (7-12, 14-18, 6-21, 12-18)Hamar: Alexandra Ford 11/7 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 5, Íris Ásgeirsdóttir 5/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 5/7 fráköst/3 varin skot, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 4/4 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 3, Margrét Hrund Arnarsdóttir 2, Jenný Harðardóttir 2/7 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 2, Vilborg Óttarsdóttir 0, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 0, Karen Munda Jónsdóttir 0.Snæfell: Berglind Gunnarsdóttir 22/10 fráköst, Haiden Denise Palmer 14/12 fráköst/7 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9, Rebekka Rán Karlsdóttir 7/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 6, María Björnsdóttir 4/13 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 2, Alda Leif Jónsdóttir 2/11 fráköst, Erna Hákonardóttir 2, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 1/8 fráköst/3 varin skot, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0/7 fráköst/4 varin skot. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
Valskonur skutust upp í 3. sætið í Dominos-deild kvenna í kvöld með 90-73 sigri á Keflavík á heimavelli en með sigrinum ná Valskonur smá forskoti á Keflavík í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari 365, var á vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Valskonur byrjuðu leikinn af krafti og leiddu 22-20 að fyrsta leikhluta loknum en í öðrum leikhluta náðu þær þrettán stiga forskoti skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks 47-34. Keflvík sem tefldi fram nýjum leikmanni í kvöld, Monicu Wright, tókst að saxa á forskot Valsliðsins í þriðja leikhluta og var staðan 64-56 fyrir lokaleikhlutann. Í honum voru Valskonur einfaldlega mun sterkari og náðu að bæta við forskotið og fagna að lokum sautján stiga sigri. Karisma Chapman, bandaríski leikmaður Valsliðsins, fór einfaldlega á kostum í leiknum en hún lauk leik með41 stig, 16, fráköst, 7 stoðsendingar og 6 stolna bolta.Úr leik Snæfells fyrr í vetur.Vísir/AntonÞá unnu Snæfellskonur auðveldan 30 stiga sigur á Hamar á útivelli í fyrri leik dagsins 69-39 en Snæfellsvörnin var hreint út sagt ótrúleg í dag. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og leiddi Snæfell 12-7 að honum loknum en Snæfellsliðinu gekk illa að hrista sprækar Hamarskonur frá sér framan af. Tóku þær níu stiga forskot inn í hálfleikinn 30-21 en þær gerðu út um leikinn í þriðja leikhluta. Spiluðu þær góða vörn og sóknarleikur liðsins fór að ganga betur. Var staðan 27-51 að þremur leikhlutum loknum og var sigurinn í höfn en Snæfellskonum tókst að bæta við forskotið í fjórða leikhluta og fagna að lokum öruggum 30 stiga sigri. Haiden Palmer gældi við þrefalda tvennu í dag með 14 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar en Berglind Gunnarsdóttir var stigahæst í liði Snæfells með 22 stig ásamt því að taka tíu fráköst.Valur-Keflavík 90-73 (22-20, 25-14, 17-22, 26-17)Valur: Karisma Chapman 41/16 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 15/3 varin skot, Ragnheiður Benónísdóttir 14/17 fráköst/3 varin skot, Guðbjörg Sverrisdóttir 7, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 6, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5, Margrét Ósk Einarsdóttir 2, Helga Þórsdóttir 0, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Dagbjört Samúelsdóttir 0.Keflavík: Thelma Dís Ágústsdóttir 17/5 fráköst, Monica Wright 13/11 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12, Sandra Lind Þrastardóttir 9/7 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Irena Sól Jónsdóttir 6, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6/6 fráköst, Melissa Zornig 4, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Elfa Falsdottir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0.Hamar-Snæfell 39-69 (7-12, 14-18, 6-21, 12-18)Hamar: Alexandra Ford 11/7 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 5, Íris Ásgeirsdóttir 5/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 5/7 fráköst/3 varin skot, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 4/4 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 3, Margrét Hrund Arnarsdóttir 2, Jenný Harðardóttir 2/7 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 2, Vilborg Óttarsdóttir 0, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 0, Karen Munda Jónsdóttir 0.Snæfell: Berglind Gunnarsdóttir 22/10 fráköst, Haiden Denise Palmer 14/12 fráköst/7 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9, Rebekka Rán Karlsdóttir 7/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 6, María Björnsdóttir 4/13 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 2, Alda Leif Jónsdóttir 2/11 fráköst, Erna Hákonardóttir 2, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 1/8 fráköst/3 varin skot, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0/7 fráköst/4 varin skot.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira