N4 vildi helst fá svar fyrir Edduhátíðina Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. febrúar 2016 07:00 Framkvæmdastjóri N4 segir sveitarfélög á Suðurlandi hafa fengið jafna umfjöllun í sjónvarpsþáttaröð fyrirtækisins. Myndin er frá Eyrarbakka. Vísir/Stefán „Ekki væri nú verra að geta tilkynnt það á Eddunni að þessi þáttaröð verði áfram vikulega á N4,“ segir María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri sjónvarpsstöðvarinnar N4, í bréfi þar sem óskað er eftir áframhaldandi fjárstuðningi sveitarfélaga á Suðurlandi við gerð þáttanna Að sunnan. Sunnlensku sveitarfélögin hafa nú þegar styrkt N4 fjárhagslega við gerð 36 þátta í seríunni Að sunnan þar sem áhersla er lögð á jákvæða umfjöllun um atvinnulíf og mannlíf á svæðinu. „Við hjá N4 erum ykkur afar þakklát fyrir þann mikla og dygga stuðning sem sveitarfélögin fjórtán hafa sýnt þessari þáttaröð,“ segir í bréfi framkvæmdastjóra N4 sem einnig þakkar sunnlenskum fyrirtækjum fyrir auglýsingatekjur við gerð tólf þátta.Margrét BlöndalMaría Björk segir öll sveitarfélögin hafa fengi jafna umfjöllun. Full ástæða sé til að halda þáttaröðinni áfram. Þannig yrði öllum landshlutunum fjórum haldið í loftinu hjá N4 því auk þáttanna Að sunnan, Að norðan og Að austan hefjist þáttaröðinni Að vestan í næsta mánuði. „Óskað er eftir áframhaldandi styrk við gerð þáttanna frá hverju sveitarfélagi, samtals krónur 750.000,“ segir framkvæmdastjóri N4 í bréfinu til sveitarfélaganna. Stefnt sé að gerð 36 þátta á tólf mánuðum. Í bréfinu er bent á að þættirnir Að sunnan hafa verið tilnefndir til Edduverðlauna í flokknum Menningarþættir. „Þetta er mikill heiður og ber fagmennsku Margrétar Blöndal og Sighvats Jónssonar gott merki,“ segir María Björk og biður um að vera látin vita sem allra fyrst svo hægt sé að semja við Margréti og Sighvat og svo hægt sé að tilkynna um framhald þáttanna á Eddunni sem fram fer á sunnudaginn. Margrét og Sighvatur eru bæði dagskrárgerðarmenn á RÚV.Sighvatur Jónsson.Erindi N4 var tekið fyrir og samþykkt á bæjarstjórnarfundi í Ölfusi en á bæjarráðsfundi í Árborg á fimmtudag var málinu vísað til umræðu í starfshópi um ferðamál og í byggðaráði Rangárþings ytra var málinu vísað til skoðunar hjá atvinnu- og menningarmálanefnd. Að sunnan var tilnefnt sem Menningarþáttur ársins á Edduverðlaunahátíðinni í gær, en laut í lægra haldi fyrir Öldinni hennar, sem hlaut verðlaunin. Eddan Fjölmiðlar Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
„Ekki væri nú verra að geta tilkynnt það á Eddunni að þessi þáttaröð verði áfram vikulega á N4,“ segir María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri sjónvarpsstöðvarinnar N4, í bréfi þar sem óskað er eftir áframhaldandi fjárstuðningi sveitarfélaga á Suðurlandi við gerð þáttanna Að sunnan. Sunnlensku sveitarfélögin hafa nú þegar styrkt N4 fjárhagslega við gerð 36 þátta í seríunni Að sunnan þar sem áhersla er lögð á jákvæða umfjöllun um atvinnulíf og mannlíf á svæðinu. „Við hjá N4 erum ykkur afar þakklát fyrir þann mikla og dygga stuðning sem sveitarfélögin fjórtán hafa sýnt þessari þáttaröð,“ segir í bréfi framkvæmdastjóra N4 sem einnig þakkar sunnlenskum fyrirtækjum fyrir auglýsingatekjur við gerð tólf þátta.Margrét BlöndalMaría Björk segir öll sveitarfélögin hafa fengi jafna umfjöllun. Full ástæða sé til að halda þáttaröðinni áfram. Þannig yrði öllum landshlutunum fjórum haldið í loftinu hjá N4 því auk þáttanna Að sunnan, Að norðan og Að austan hefjist þáttaröðinni Að vestan í næsta mánuði. „Óskað er eftir áframhaldandi styrk við gerð þáttanna frá hverju sveitarfélagi, samtals krónur 750.000,“ segir framkvæmdastjóri N4 í bréfinu til sveitarfélaganna. Stefnt sé að gerð 36 þátta á tólf mánuðum. Í bréfinu er bent á að þættirnir Að sunnan hafa verið tilnefndir til Edduverðlauna í flokknum Menningarþættir. „Þetta er mikill heiður og ber fagmennsku Margrétar Blöndal og Sighvats Jónssonar gott merki,“ segir María Björk og biður um að vera látin vita sem allra fyrst svo hægt sé að semja við Margréti og Sighvat og svo hægt sé að tilkynna um framhald þáttanna á Eddunni sem fram fer á sunnudaginn. Margrét og Sighvatur eru bæði dagskrárgerðarmenn á RÚV.Sighvatur Jónsson.Erindi N4 var tekið fyrir og samþykkt á bæjarstjórnarfundi í Ölfusi en á bæjarráðsfundi í Árborg á fimmtudag var málinu vísað til umræðu í starfshópi um ferðamál og í byggðaráði Rangárþings ytra var málinu vísað til skoðunar hjá atvinnu- og menningarmálanefnd. Að sunnan var tilnefnt sem Menningarþáttur ársins á Edduverðlaunahátíðinni í gær, en laut í lægra haldi fyrir Öldinni hennar, sem hlaut verðlaunin.
Eddan Fjölmiðlar Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira