Geir: Naut og bernaise með mömmu í kvöld Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. febrúar 2016 18:56 Geir Guðmundsson fagnar með liðsfélögum sínum í leikslok. vísir/andri marinó Geir Guðmundsson, skytta Valsmanna, skoraði fjögur mörk og var sterkur í vörninni þegar Valur lagði Gróttu, 25-23, í bikarúrslitaleik karla í handbolta í dag. Valsmenn lögðu grunninn að sigrinum í byrjun seinni hálfleiks þar sem þeir náðu strax fimm marka forskoti. "Vörnin þéttist svakalega í seinni hálfleik og Bubbi varði eins og berserkur. Á sama tíma náðum við að mjatla inn nokkrum mörkum í sókninni og fengum mörk úr hraðaupphlaupum þannig þetta spilaðist eiginlega eins og við vildum," sagði Geir við Vísi eftir leik. "Við erum rosalega stoltir og ánægðir með þennan varnarleik sem við spiluðum um helgina. Vonandi getum við byggt ofan á þetta og mætt síðan strax ferskir í næsta leik á fimmtudaginn." Geir var nánast enn í losti eftir sigurinn þegar Vísir ræddi við hann. "Ég er varla búinn að átta mig á þessu enn þá. Ef ég á að lýsa í þessu í einu orði er það alsæla," sagði hann sáttur. Geir sagði þennan titil gefa Valsliðinu mikið og það hjálpaði til að vinna loksins Haukana aftur sem voru búnir að leggja Valsmenn sex sinnum í röð þar til í gærkvöldi. "Það var hrikalega sterkt fyrir okkur að vinna Haukana loksins. Við unnum þá reyndar í æfingaleik í janúar en það telur víst ekki. Það er bara frábært að þessi grýla sé loksins farin. Nú vitum við sjálfir að við getum unnið þá ef við spilum okkar leik," sagði Geir, en hvernig verður fagnað í kvöld? "Ég ætla að fara í nautakjöt og bernaise sósu hjá móður minni sem kom að norðan. Svo á pabbi á afmæli þannig ég fagna aðeins með þeim. Eftir það hitti ég svo strákana og við gerum eflaust eitthvað skemmtilegt saman," sagði Geir Guðmundsson. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Valur 23-25 | Valur bikarmeistari í níunda sinn Valur lagði Gróttu í úrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta í Laugardalshöll í dag. 27. febrúar 2016 18:45 Hlynur: Svo stoltur af þessu liði að það hálfa væri nóg Hlynur Morthens, markvörður Vals, átti flottan leik þegar Hlíðarendapiltar lögðu Gróttu, 25-23, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í handbolta í dag. 27. febrúar 2016 18:55 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Geir Guðmundsson, skytta Valsmanna, skoraði fjögur mörk og var sterkur í vörninni þegar Valur lagði Gróttu, 25-23, í bikarúrslitaleik karla í handbolta í dag. Valsmenn lögðu grunninn að sigrinum í byrjun seinni hálfleiks þar sem þeir náðu strax fimm marka forskoti. "Vörnin þéttist svakalega í seinni hálfleik og Bubbi varði eins og berserkur. Á sama tíma náðum við að mjatla inn nokkrum mörkum í sókninni og fengum mörk úr hraðaupphlaupum þannig þetta spilaðist eiginlega eins og við vildum," sagði Geir við Vísi eftir leik. "Við erum rosalega stoltir og ánægðir með þennan varnarleik sem við spiluðum um helgina. Vonandi getum við byggt ofan á þetta og mætt síðan strax ferskir í næsta leik á fimmtudaginn." Geir var nánast enn í losti eftir sigurinn þegar Vísir ræddi við hann. "Ég er varla búinn að átta mig á þessu enn þá. Ef ég á að lýsa í þessu í einu orði er það alsæla," sagði hann sáttur. Geir sagði þennan titil gefa Valsliðinu mikið og það hjálpaði til að vinna loksins Haukana aftur sem voru búnir að leggja Valsmenn sex sinnum í röð þar til í gærkvöldi. "Það var hrikalega sterkt fyrir okkur að vinna Haukana loksins. Við unnum þá reyndar í æfingaleik í janúar en það telur víst ekki. Það er bara frábært að þessi grýla sé loksins farin. Nú vitum við sjálfir að við getum unnið þá ef við spilum okkar leik," sagði Geir, en hvernig verður fagnað í kvöld? "Ég ætla að fara í nautakjöt og bernaise sósu hjá móður minni sem kom að norðan. Svo á pabbi á afmæli þannig ég fagna aðeins með þeim. Eftir það hitti ég svo strákana og við gerum eflaust eitthvað skemmtilegt saman," sagði Geir Guðmundsson.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Valur 23-25 | Valur bikarmeistari í níunda sinn Valur lagði Gróttu í úrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta í Laugardalshöll í dag. 27. febrúar 2016 18:45 Hlynur: Svo stoltur af þessu liði að það hálfa væri nóg Hlynur Morthens, markvörður Vals, átti flottan leik þegar Hlíðarendapiltar lögðu Gróttu, 25-23, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í handbolta í dag. 27. febrúar 2016 18:55 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Valur 23-25 | Valur bikarmeistari í níunda sinn Valur lagði Gróttu í úrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta í Laugardalshöll í dag. 27. febrúar 2016 18:45
Hlynur: Svo stoltur af þessu liði að það hálfa væri nóg Hlynur Morthens, markvörður Vals, átti flottan leik þegar Hlíðarendapiltar lögðu Gróttu, 25-23, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í handbolta í dag. 27. febrúar 2016 18:55