Álversdeilan og hagsmunir Hafnfirðinga 26. febrúar 2016 20:44 Vinna við úttekt og greiningu á efnahagslegum áhrifum álversins í Straumsvík gagnvart Hafnarfjarðarbæ er í fullum gangi og áætlað er að þeirri vinnu ljúki um miðjan mars. Tilefni vinnunar er deila álversins og verkalýðsfélaganna. Tekjur Hafnarfjarðarbæjar af starfssemi álversins eru töluverðar beint og óbeint og ljóst að álverið hefur verið einn af burðarásum í hafnfirsku atvinnulífi um áratuga skeið, fjöldi fjölskyldna byggir lífsviðurværi sitt af vinnu í álverinu eða í tengslum við álverið, mjög mörg fyrirtæki eiga í viðskiptum við álverið og mörg þeirra byggja langmesta afkomu sína á þeim viðskiptum. Um 400 manns vinna hjá Rio Tinto í Straumsvík, talið er um að um 1000 manns hafi vinnu í tengslum við álverið og viðskipti álversins við fyrirtæki í Hafnarfirði eru talin vera tæpir 2 milljarðar á síðasta ári.Útvistun starfa Undirrituð, sem erum kosnir í ábyrgðastöðu af íbúum Hafnarfjarðar höfum miklar áhyggjur af þróun mála í Straumsvík. Nú liggur fyrir að álverið er tilbúið að semja um launahækkanir til jafns eða hærri en almennt var samið hefur verið á vinnumarkaði og einnig hefur komið fram að laun eru um 20% hærri í álverinu en á hinum almenna vinnumarkaði. Deilan snýst um útvistun starfa, sama fyrirkomulag og viðgengst hjá ríki, sveitarfélögum og öðrum almennum félögum. Sem dæmi útvisti Hafnafjarðarbær í tíð meirihluta Samfylkingar og síðar með stuðningi Vinstri Grænna öllum ræstingum í skólum bæjarins án mikilla mótmæla frá sömu aðilum sem nú vilja viðhalda óbreyttu fyrirkomulagi í Straumsvík. Í umræðunni um álver vill oft gleymast að mikil reynsla og þekking er hjá íslenskum fyrirtækjum við að þjónusta álverin, tugir ef ekki hundruðir tækni- og háskólamenntaðra íslenskra einstaklinga vinna í tengslum við áliðnaðinn ekki bara á Íslandi heldur á heimsvísu, nýsköpun tengd áliðnaðinum hefur verið mikil hér á landi og er nærtækasta dæmið VHE þar sem um 400 manns vinna og um 10% af veltu fyrirtækisins fer til útflutnings á háþróuðum tækjum til áliðnaðarins. Við nefnum þetta sem dæmi um jákvæð áhrif áliðnaðarins sem byggir alla sína framleiðslu á grænni innlendri orku.Sanngirni og jafnræði Í þessu deilumáli sem og öðrum þarf að sýna sanngirni og gæta jafnræðis. Við hvetjum deiluaðila til að gera allt sem þeir geta til að ná samkomulagi sem byggir á sanngjörnum launum og í takt við það umhverfi sem önnur opinber og einkarekin félög vinna í. Óhóflegar kröfur gegn einu fyrirtæki umfram önnur geta haft afleiðingar sem ekki verður séð fyrir hverjar verða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaradeila í Straumsvík Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Vinna við úttekt og greiningu á efnahagslegum áhrifum álversins í Straumsvík gagnvart Hafnarfjarðarbæ er í fullum gangi og áætlað er að þeirri vinnu ljúki um miðjan mars. Tilefni vinnunar er deila álversins og verkalýðsfélaganna. Tekjur Hafnarfjarðarbæjar af starfssemi álversins eru töluverðar beint og óbeint og ljóst að álverið hefur verið einn af burðarásum í hafnfirsku atvinnulífi um áratuga skeið, fjöldi fjölskyldna byggir lífsviðurværi sitt af vinnu í álverinu eða í tengslum við álverið, mjög mörg fyrirtæki eiga í viðskiptum við álverið og mörg þeirra byggja langmesta afkomu sína á þeim viðskiptum. Um 400 manns vinna hjá Rio Tinto í Straumsvík, talið er um að um 1000 manns hafi vinnu í tengslum við álverið og viðskipti álversins við fyrirtæki í Hafnarfirði eru talin vera tæpir 2 milljarðar á síðasta ári.Útvistun starfa Undirrituð, sem erum kosnir í ábyrgðastöðu af íbúum Hafnarfjarðar höfum miklar áhyggjur af þróun mála í Straumsvík. Nú liggur fyrir að álverið er tilbúið að semja um launahækkanir til jafns eða hærri en almennt var samið hefur verið á vinnumarkaði og einnig hefur komið fram að laun eru um 20% hærri í álverinu en á hinum almenna vinnumarkaði. Deilan snýst um útvistun starfa, sama fyrirkomulag og viðgengst hjá ríki, sveitarfélögum og öðrum almennum félögum. Sem dæmi útvisti Hafnafjarðarbær í tíð meirihluta Samfylkingar og síðar með stuðningi Vinstri Grænna öllum ræstingum í skólum bæjarins án mikilla mótmæla frá sömu aðilum sem nú vilja viðhalda óbreyttu fyrirkomulagi í Straumsvík. Í umræðunni um álver vill oft gleymast að mikil reynsla og þekking er hjá íslenskum fyrirtækjum við að þjónusta álverin, tugir ef ekki hundruðir tækni- og háskólamenntaðra íslenskra einstaklinga vinna í tengslum við áliðnaðinn ekki bara á Íslandi heldur á heimsvísu, nýsköpun tengd áliðnaðinum hefur verið mikil hér á landi og er nærtækasta dæmið VHE þar sem um 400 manns vinna og um 10% af veltu fyrirtækisins fer til útflutnings á háþróuðum tækjum til áliðnaðarins. Við nefnum þetta sem dæmi um jákvæð áhrif áliðnaðarins sem byggir alla sína framleiðslu á grænni innlendri orku.Sanngirni og jafnræði Í þessu deilumáli sem og öðrum þarf að sýna sanngirni og gæta jafnræðis. Við hvetjum deiluaðila til að gera allt sem þeir geta til að ná samkomulagi sem byggir á sanngjörnum launum og í takt við það umhverfi sem önnur opinber og einkarekin félög vinna í. Óhóflegar kröfur gegn einu fyrirtæki umfram önnur geta haft afleiðingar sem ekki verður séð fyrir hverjar verða.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar