Bætt fjármögnun háskóla er forsenda framfara Jón Atli Benediktsson skrifar 26. febrúar 2016 17:04 Fyrir skemmstu brautskráði Háskóli Íslands ríflega fjögur hundruð kandídata úr grunn- og framhaldsnámi og bættast þeir þar með í hóp þúsunda kandídata sem lokið hafa námi frá skólanum á undanförnum árum. Brautskráning markar tímamót í lífi sérhvers nemanda en hún er lokaskrefið í átt að markmiði sem nemandi hefur sett sér og unnið markvisst að um árabil, því persónulega markmiði að bæta við sig þekkingu, tileinka sér hæfni og auka víðsýni. En það má líka snúa þessu við og segja að brautskráningin marki fyrsta skrefið í vegferð nemandans út í lífið með nýja þekkingu og ný viðhorf í farteskinu; kunnáttu og hæfni sem nýtist nemandanum vitaskuld persónulega, og auðgar líf hans, en skapar jafnframt aukin verðmæti fyrir samfélagið allt. Þannig er menntun máttur og framlag þeirra sem ljúka háskólanámi mun eiga drjúgan þátt í að auka velsæld í samfélaginu í framtíðinni.Ný stefna Háskóla Íslands Háskóli Íslands þjónar íslensku samfélagi sem fóstrar hann. Um þessar mundir leggjum við lokahönd á stefnu skólans til næstu fimm ára sem mun bera yfirskriftina „Öflugur háskóli – farsælt samfélag“. Gildi Háskóla Íslands eru akademískt frelsi, jafnrétti og fagmennska. Markmið skólans er að bjóða ávallt upp á prófgráður sem standast alþjóðleg gæðaviðmið og vaxandi samkeppni við erlenda háskóla. Háskóli Íslands gegnir þannig lykilhlutverki í uppbyggingu þekkingarsamfélags á Íslandi. Hann e r afkastamesta vísindastofnun landsins, leiðandi í menntun fagfólks á fjölmörgum fræðasviðum, í virkum tengslum við atvinnu- og þjóðlíf og með djúpar rætur í menningu og sögu landsins. Þessi tengsl við íslenskt atvinnu- og þjóðlíf viljum við rækta með markvissum hætti á næstu árum til að efla gæði námsins og til að tryggja að áhrifa skólans til góðs gæti sem víðast í samfélaginu.Víðtækt samstarf Háskólinn er í nánu samstarfi við helstu háskóla og rannsóknastofnanir víða um lönd og birtist styrkur hans sem alþjóðlegur rannsóknaháskóli í sterkri stöðu hans á matslistum yfir fremstu háskóla heims. Það er ekki að ástæðulausu sem við kostum kapps um að tryggja stöðu Háskóla Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Sterk staða skólans í alþjóðlegu samhengi skapar ótal tækifæri fyrir nemendur og kennara skólans, laðar fremstu vísindamenn heims til samstarfs við okkur, og er forsenda þess að íslenskt samfélag fái notið alls hins besta sem alþjóðlegt fræðasamfélag hefur upp á að bjóða.Hver króna sem sett er í háskólakerfið er vel nýtt Forsenda þess að Háskóli Íslands nái að sækja fram á næstu árum og efla farsæld í íslensku samfélagi er að fjármögnun skólans verði hliðstæð við fjármögnun norrænna háskóla. Grunnfjármögnun háskóla skiptir meginmáli þegar sótt er fram, en yfirlýst stefna stjórnvalda er að bæta fjármögnun háskólakerfisins hér á landi á næstu árum. Því fögnum við hjá Háskóla Íslands. Háskólar á Íslandi standa samanburðarskólum á Norðurlöndum og í öðrum ríkjum OECD langt að baki þegar kemur að opinberum fjárframlögum. Og bilið hefur því miður breikkað á undanförnum árum. Ég fullyrði að hver króna sem sett er í háskólakerfið er vel nýtt, en erlendar og innlendar úttektir hafa ítrekað staðfest að Háskóli Íslands er afar skilvirk og vel rekin stofnun. Óeigingjarnt framlag starfsfólks og þrautseigja við oft erfiðar aðstæður hefur stuðlað að hagkvæmni í rekstri og tryggt gæði háskólastarfsins. En við núverandi fjármögnun verður ekki lengur búið eigi íslenskir háskólar að standast samkeppni á alþjóðavettvangi á næstu árum. Stjórnvöld verða því að forgangsraða í þágu háskólastigsins. Ekki nægir að standa vörð um það sem áunnist hefur, sækja þarf fram, ekki síst í rannsóknum. Rannsóknir hafa ótvírætt gildi í sjálfu sér, en þær eru um leið undirstaða bættrar kennslu, þær dýpka námið, fróðleiksþorsti nemenda eykst og sjóndeildarhringur þeirra víkkar þegar þeir verða vitni að því hvernig ný þekking verður til og taka þátt í öflun hennar. Rannsóknir eru einnig grundvöllur bættra lífskjara, þeim fylgja iðulega hagnýtar uppgötvanir í ólíkum fræðigreinum og þekkingarsköpunin leiðir til nýrra fyrirtækja og nýrra starfa.Gildi prófgráða og reynsla Að undanförnu hefur verið nokkuð rætt á opinberum vettvangi um gildi prófgráða og því m.a. verið haldið fram að háskólagráðan hafi gengisfallið. Fyrirtæki vilji meiri fjölbreytni og reynsla sé vanmetin. Ég vísa því á bug að háskólagráður séu almennt ofmetnar. Steinn Steinarr sagði eitt sinn, þegar hann vildi lýsa efasemdum um gildi prófgráða: „Kaffihúsin eru minn háskóli“. Þau orð kunna að vera til marks um gæði kaffihúsa á hans tíma en þau segja okkur harla lítið um eðli alhliða háskóla sem stendur í gagnvirkum tengslum við öll svið mannlífsins. Prófgráður eru mikilvægari en nokkru sinni bæði fyrir nemendur og samfélagið allt. Prófgráða frá háskóla er ekki aðeins til vitnis um þjálfun á tilteknu sviði og aukna þekkingu. Hún er um leið vitnisburður um öguð vinnubrögð og gagnrýna hugsun. Háskólar verða að uppfylla ströng alþjóðleg gæðaviðmið og háskólagráðan er þannig gæðastimpill sem opnar fjölmargar dyr út í þjóðfélagið og umheiminn. Við þurfum ævinlega að vera á varðbergi gagnvart þeim sem vilja gera lítið úr gildi æðri menntunar. Með þessu er ég alls ekki kasta rýrð á gildi reynslunnar; hún skiptir vissulega máli og þegar fyrirtæki og stofnanir ráða starfsfólk verða þau að vega og meta hvaða prófgráða og hvers konar reynsla hæfir best starfinu sem í boði er. En ég get á hinn bóginn fullyrt að með því að ljúka háskólanámi afla nemendur sér ekki aðeins nýrrar þekkingar og verða þannig verðmætari fyrir samfélagið, heldur hafa þeir tekist á við og lokið stóru verkefni sem útheimtir fyrirhyggju, eljusemi og þrautseigju. Sú reynsla er dýrmætt veganesti út í lífið um ókomin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Atli Benediktsson Skoðun Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu brautskráði Háskóli Íslands ríflega fjögur hundruð kandídata úr grunn- og framhaldsnámi og bættast þeir þar með í hóp þúsunda kandídata sem lokið hafa námi frá skólanum á undanförnum árum. Brautskráning markar tímamót í lífi sérhvers nemanda en hún er lokaskrefið í átt að markmiði sem nemandi hefur sett sér og unnið markvisst að um árabil, því persónulega markmiði að bæta við sig þekkingu, tileinka sér hæfni og auka víðsýni. En það má líka snúa þessu við og segja að brautskráningin marki fyrsta skrefið í vegferð nemandans út í lífið með nýja þekkingu og ný viðhorf í farteskinu; kunnáttu og hæfni sem nýtist nemandanum vitaskuld persónulega, og auðgar líf hans, en skapar jafnframt aukin verðmæti fyrir samfélagið allt. Þannig er menntun máttur og framlag þeirra sem ljúka háskólanámi mun eiga drjúgan þátt í að auka velsæld í samfélaginu í framtíðinni.Ný stefna Háskóla Íslands Háskóli Íslands þjónar íslensku samfélagi sem fóstrar hann. Um þessar mundir leggjum við lokahönd á stefnu skólans til næstu fimm ára sem mun bera yfirskriftina „Öflugur háskóli – farsælt samfélag“. Gildi Háskóla Íslands eru akademískt frelsi, jafnrétti og fagmennska. Markmið skólans er að bjóða ávallt upp á prófgráður sem standast alþjóðleg gæðaviðmið og vaxandi samkeppni við erlenda háskóla. Háskóli Íslands gegnir þannig lykilhlutverki í uppbyggingu þekkingarsamfélags á Íslandi. Hann e r afkastamesta vísindastofnun landsins, leiðandi í menntun fagfólks á fjölmörgum fræðasviðum, í virkum tengslum við atvinnu- og þjóðlíf og með djúpar rætur í menningu og sögu landsins. Þessi tengsl við íslenskt atvinnu- og þjóðlíf viljum við rækta með markvissum hætti á næstu árum til að efla gæði námsins og til að tryggja að áhrifa skólans til góðs gæti sem víðast í samfélaginu.Víðtækt samstarf Háskólinn er í nánu samstarfi við helstu háskóla og rannsóknastofnanir víða um lönd og birtist styrkur hans sem alþjóðlegur rannsóknaháskóli í sterkri stöðu hans á matslistum yfir fremstu háskóla heims. Það er ekki að ástæðulausu sem við kostum kapps um að tryggja stöðu Háskóla Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Sterk staða skólans í alþjóðlegu samhengi skapar ótal tækifæri fyrir nemendur og kennara skólans, laðar fremstu vísindamenn heims til samstarfs við okkur, og er forsenda þess að íslenskt samfélag fái notið alls hins besta sem alþjóðlegt fræðasamfélag hefur upp á að bjóða.Hver króna sem sett er í háskólakerfið er vel nýtt Forsenda þess að Háskóli Íslands nái að sækja fram á næstu árum og efla farsæld í íslensku samfélagi er að fjármögnun skólans verði hliðstæð við fjármögnun norrænna háskóla. Grunnfjármögnun háskóla skiptir meginmáli þegar sótt er fram, en yfirlýst stefna stjórnvalda er að bæta fjármögnun háskólakerfisins hér á landi á næstu árum. Því fögnum við hjá Háskóla Íslands. Háskólar á Íslandi standa samanburðarskólum á Norðurlöndum og í öðrum ríkjum OECD langt að baki þegar kemur að opinberum fjárframlögum. Og bilið hefur því miður breikkað á undanförnum árum. Ég fullyrði að hver króna sem sett er í háskólakerfið er vel nýtt, en erlendar og innlendar úttektir hafa ítrekað staðfest að Háskóli Íslands er afar skilvirk og vel rekin stofnun. Óeigingjarnt framlag starfsfólks og þrautseigja við oft erfiðar aðstæður hefur stuðlað að hagkvæmni í rekstri og tryggt gæði háskólastarfsins. En við núverandi fjármögnun verður ekki lengur búið eigi íslenskir háskólar að standast samkeppni á alþjóðavettvangi á næstu árum. Stjórnvöld verða því að forgangsraða í þágu háskólastigsins. Ekki nægir að standa vörð um það sem áunnist hefur, sækja þarf fram, ekki síst í rannsóknum. Rannsóknir hafa ótvírætt gildi í sjálfu sér, en þær eru um leið undirstaða bættrar kennslu, þær dýpka námið, fróðleiksþorsti nemenda eykst og sjóndeildarhringur þeirra víkkar þegar þeir verða vitni að því hvernig ný þekking verður til og taka þátt í öflun hennar. Rannsóknir eru einnig grundvöllur bættra lífskjara, þeim fylgja iðulega hagnýtar uppgötvanir í ólíkum fræðigreinum og þekkingarsköpunin leiðir til nýrra fyrirtækja og nýrra starfa.Gildi prófgráða og reynsla Að undanförnu hefur verið nokkuð rætt á opinberum vettvangi um gildi prófgráða og því m.a. verið haldið fram að háskólagráðan hafi gengisfallið. Fyrirtæki vilji meiri fjölbreytni og reynsla sé vanmetin. Ég vísa því á bug að háskólagráður séu almennt ofmetnar. Steinn Steinarr sagði eitt sinn, þegar hann vildi lýsa efasemdum um gildi prófgráða: „Kaffihúsin eru minn háskóli“. Þau orð kunna að vera til marks um gæði kaffihúsa á hans tíma en þau segja okkur harla lítið um eðli alhliða háskóla sem stendur í gagnvirkum tengslum við öll svið mannlífsins. Prófgráður eru mikilvægari en nokkru sinni bæði fyrir nemendur og samfélagið allt. Prófgráða frá háskóla er ekki aðeins til vitnis um þjálfun á tilteknu sviði og aukna þekkingu. Hún er um leið vitnisburður um öguð vinnubrögð og gagnrýna hugsun. Háskólar verða að uppfylla ströng alþjóðleg gæðaviðmið og háskólagráðan er þannig gæðastimpill sem opnar fjölmargar dyr út í þjóðfélagið og umheiminn. Við þurfum ævinlega að vera á varðbergi gagnvart þeim sem vilja gera lítið úr gildi æðri menntunar. Með þessu er ég alls ekki kasta rýrð á gildi reynslunnar; hún skiptir vissulega máli og þegar fyrirtæki og stofnanir ráða starfsfólk verða þau að vega og meta hvaða prófgráða og hvers konar reynsla hæfir best starfinu sem í boði er. En ég get á hinn bóginn fullyrt að með því að ljúka háskólanámi afla nemendur sér ekki aðeins nýrrar þekkingar og verða þannig verðmætari fyrir samfélagið, heldur hafa þeir tekist á við og lokið stóru verkefni sem útheimtir fyrirhyggju, eljusemi og þrautseigju. Sú reynsla er dýrmætt veganesti út í lífið um ókomin ár.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun