Leggjast alfarið gegn áformum um einkavæðingu Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2016 11:29 Vísir/GVA Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja leggst alfarið gegn áformum um einkavæðingu heilsugæslustöðva. Hún segir að heilsa fólks og heilbrigði geti ekki orðið eins og aðrar vörur á markaði. Að mati Bandalagsins ætti það að vera skýrt markmið stjórnvalda að allur mögulegur hagnaður af rekstri heilbrigðisþjónustu ætti að renna beint til frekari uppbyggingar. Ekki í vasa einkaaðila. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra mun í dag kynna breytingar á fyrirkomulagi heilsugæslunnar. Í tilkynningu frá BSRB segir að til standi að opna þrjár nýjar heilsugæslustöðvar til viðbótar við þær sautján sem nú séu starfandi og að þær verði einkareknar. Í meirihlutaeigu þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem þar starfi. Samkvæmt áformum ráðherra er arðgreiðslur þó óheimilar og er ætlast til þess að ávinningur af rekstri verði nýttur til úrbóta og uppbyggingar. „BSRB fagnar áformum um uppbyggingu heilsugæslunnar, sem er mikilvægur þáttur í íslenska heilbrigðiskerfinu. Bandalagið telur eðlilegt að nýjar heilsugæslustöðvar verði fjármagnaðar af almannafé eins og þær sem fyrir eru, og starfi samkvæmt sama fyrirkomulagi,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að íslenskur almenningur sé að stærstum hluta andvígur einkavæðingu heilbrigðiskerfisins og fylgjandi félagslegu heilbrigðiskerfi. Það hafi skoðanakannanir sýnt fram á. Heilbrigðismál Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja leggst alfarið gegn áformum um einkavæðingu heilsugæslustöðva. Hún segir að heilsa fólks og heilbrigði geti ekki orðið eins og aðrar vörur á markaði. Að mati Bandalagsins ætti það að vera skýrt markmið stjórnvalda að allur mögulegur hagnaður af rekstri heilbrigðisþjónustu ætti að renna beint til frekari uppbyggingar. Ekki í vasa einkaaðila. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra mun í dag kynna breytingar á fyrirkomulagi heilsugæslunnar. Í tilkynningu frá BSRB segir að til standi að opna þrjár nýjar heilsugæslustöðvar til viðbótar við þær sautján sem nú séu starfandi og að þær verði einkareknar. Í meirihlutaeigu þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem þar starfi. Samkvæmt áformum ráðherra er arðgreiðslur þó óheimilar og er ætlast til þess að ávinningur af rekstri verði nýttur til úrbóta og uppbyggingar. „BSRB fagnar áformum um uppbyggingu heilsugæslunnar, sem er mikilvægur þáttur í íslenska heilbrigðiskerfinu. Bandalagið telur eðlilegt að nýjar heilsugæslustöðvar verði fjármagnaðar af almannafé eins og þær sem fyrir eru, og starfi samkvæmt sama fyrirkomulagi,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að íslenskur almenningur sé að stærstum hluta andvígur einkavæðingu heilbrigðiskerfisins og fylgjandi félagslegu heilbrigðiskerfi. Það hafi skoðanakannanir sýnt fram á.
Heilbrigðismál Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent