Eigendum óheimilt að greiða sér arð Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kynnir í dag breytingar á fyrirkomulagi heilsugæslunnar undir yfirskriftinni Endurbætur í heilsugæslunni – fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Breytingarnar, sem hafa verið í undirbúningi um nokkurra mánaða skeið, fela fyrst og fremst í sér breytingar á fjármögnun. Heilsugæslustöðvar verða ekki lengur fjármagnaðar með föstum fjárveitingum heldur fylgir fjármagn verkefnum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kynnti ráðherra breytingarnar fyrir fagfólki í gær. Vonast er til að opnaðar verði þrjár nýjar heilsugæslustöðvar til viðbótar við þær sautján sem núna eru reknar. Gert er ráð fyrir að þessar heilsugæslustöðvar verði einkareknar en skilyrði er að félagið sem rekur heilsugæslustöðvarnar verði sjálfstæður lögaðili og að meirihluta í eigu heilbrigðisstarfsmanna sem við stöðina starfa, í að minnsta kosti 80 prósent starfshlutfalli að jafnaði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun rekstraraðilum verða óheimilt að greiða sér arð út úr rekstrinum. Með nýja greiðslukerfinu er horft til sænsks kerfis sem hefur verið kallað „Vårdval“. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, fjallaði ítarlega um kerfið í desember. Oddur Steinarsson, lækningaforstjóri á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði þá við Markaðinn að þetta nýja kerfi væri nauðsynlegt til þess að Íslendingar geti verið samkeppnishæfir við önnur Norðurlönd. „Þetta er í boði á hinum Norðurlöndunum,“ sagði Oddur og bætti við að kerfið í Danmörku og Noregi byggi nánast eingöngu á einkareknum stöðvum. Alþingi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kynnir í dag breytingar á fyrirkomulagi heilsugæslunnar undir yfirskriftinni Endurbætur í heilsugæslunni – fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Breytingarnar, sem hafa verið í undirbúningi um nokkurra mánaða skeið, fela fyrst og fremst í sér breytingar á fjármögnun. Heilsugæslustöðvar verða ekki lengur fjármagnaðar með föstum fjárveitingum heldur fylgir fjármagn verkefnum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kynnti ráðherra breytingarnar fyrir fagfólki í gær. Vonast er til að opnaðar verði þrjár nýjar heilsugæslustöðvar til viðbótar við þær sautján sem núna eru reknar. Gert er ráð fyrir að þessar heilsugæslustöðvar verði einkareknar en skilyrði er að félagið sem rekur heilsugæslustöðvarnar verði sjálfstæður lögaðili og að meirihluta í eigu heilbrigðisstarfsmanna sem við stöðina starfa, í að minnsta kosti 80 prósent starfshlutfalli að jafnaði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun rekstraraðilum verða óheimilt að greiða sér arð út úr rekstrinum. Með nýja greiðslukerfinu er horft til sænsks kerfis sem hefur verið kallað „Vårdval“. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, fjallaði ítarlega um kerfið í desember. Oddur Steinarsson, lækningaforstjóri á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði þá við Markaðinn að þetta nýja kerfi væri nauðsynlegt til þess að Íslendingar geti verið samkeppnishæfir við önnur Norðurlönd. „Þetta er í boði á hinum Norðurlöndunum,“ sagði Oddur og bætti við að kerfið í Danmörku og Noregi byggi nánast eingöngu á einkareknum stöðvum.
Alþingi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira