Vilja kynna BDSM fyrir íslenskum unglingum Snærós Sindradóttir skrifar 25. febrúar 2016 07:00 BDSM á Íslandi er fræðslu- og hagsmunafélags BDSM-iðkenda. Félagið stendur fyrir námskeiðum og heldur reglulega viðburði. Árið 2014 var félaginu neitað um þátttöku í Gleðigöngunni. NordicPhotos/Getty Á komandi ársþingi Samtakanna 78 verður kosið um aðild BDSM á Íslandi að samtökunum. Vegna þessa verður í kvöld haldin kynning á BDSM félaginu fyrir meðlimi Samtakanna 78. Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, segir að kynningin í kvöld verð nýtt til að útskýra af hverju félagið vilji aðild að Samtökunum 78. „Stutta svarið er að þetta er partur af hinseginflórunni. Í Noregi er landssamband BDSM-félaga undir LLH, sem eru norsku hinseginsamtökin. Við erum í rauninni að elta þau svolítið.“ Hann segir að aðild BDSM-félaga að hinsegin-hópum sé stórflókið og rammpólitískt mál. Fræðimenn séu ekki sammála um hvað kynhneigð sé og hversu mikið hún orsakist af líffræðilegum þáttum eða félagsmótun. „Það sem menn eru að sjá í dag er að stór hluti BDSM-fólks upplifir þetta sem part af sinni kynverund. Það hefur ekkert með það að gera hvað það gerir inni í svefnherbergi eða ekki. Það fólk er inni í skápnum á nákvæmlega sama hátt og að strögla í mjög svipaða veru með að koma út út skápnum.“ Aðspurður hvort BDSM á Íslandi vilji taka þátt í kynningarstarfi Samtakanna 78 á meðal ungmenna segir Magnús: „Það er einn stærsti þátturinn í þessu. Gagnvart unglingum sem eru að taka sín fyrstu skref og átta sig á tilverunni og hafa þessar tilhneigingar. Þeir eru oft í vandræðum.“ Skilaboðin sem unglingar fái í dag séu að þau eigi að vera bæði sterk og sjálfstæð. „Við eigum ekki að níðast á öðrum og ekki að níðast á okkur og það er jafnrétti. En svo koma tilfinningar sem stangast á við þetta og það truflar marga. Það eru margir unglingar sem eiga í vandræðum með þetta. Það er rosalega svipað og hjá samkynhneigðum og öllum hinum hinsegin sem hugsa: „Af hverju er ég svona?“ Þegar við tölum um BDSM sem kink eða krydd þá er eins og við höfum val. En þetta er partur af fólki. Það eru margir sem hafa alltaf verið svona,“ segir Magnús. Hinsegin Skóla - og menntamál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Á komandi ársþingi Samtakanna 78 verður kosið um aðild BDSM á Íslandi að samtökunum. Vegna þessa verður í kvöld haldin kynning á BDSM félaginu fyrir meðlimi Samtakanna 78. Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, segir að kynningin í kvöld verð nýtt til að útskýra af hverju félagið vilji aðild að Samtökunum 78. „Stutta svarið er að þetta er partur af hinseginflórunni. Í Noregi er landssamband BDSM-félaga undir LLH, sem eru norsku hinseginsamtökin. Við erum í rauninni að elta þau svolítið.“ Hann segir að aðild BDSM-félaga að hinsegin-hópum sé stórflókið og rammpólitískt mál. Fræðimenn séu ekki sammála um hvað kynhneigð sé og hversu mikið hún orsakist af líffræðilegum þáttum eða félagsmótun. „Það sem menn eru að sjá í dag er að stór hluti BDSM-fólks upplifir þetta sem part af sinni kynverund. Það hefur ekkert með það að gera hvað það gerir inni í svefnherbergi eða ekki. Það fólk er inni í skápnum á nákvæmlega sama hátt og að strögla í mjög svipaða veru með að koma út út skápnum.“ Aðspurður hvort BDSM á Íslandi vilji taka þátt í kynningarstarfi Samtakanna 78 á meðal ungmenna segir Magnús: „Það er einn stærsti þátturinn í þessu. Gagnvart unglingum sem eru að taka sín fyrstu skref og átta sig á tilverunni og hafa þessar tilhneigingar. Þeir eru oft í vandræðum.“ Skilaboðin sem unglingar fái í dag séu að þau eigi að vera bæði sterk og sjálfstæð. „Við eigum ekki að níðast á öðrum og ekki að níðast á okkur og það er jafnrétti. En svo koma tilfinningar sem stangast á við þetta og það truflar marga. Það eru margir unglingar sem eiga í vandræðum með þetta. Það er rosalega svipað og hjá samkynhneigðum og öllum hinum hinsegin sem hugsa: „Af hverju er ég svona?“ Þegar við tölum um BDSM sem kink eða krydd þá er eins og við höfum val. En þetta er partur af fólki. Það eru margir sem hafa alltaf verið svona,“ segir Magnús.
Hinsegin Skóla - og menntamál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira