Europol komið að rannsókn mansalsmálsins í Vík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2016 14:59 Húsið þar sem konurnar munu hafa starfað og búið. Vísir/Þórhildur Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á mansalsmáli sem kom upp í Vík í Mýrdal í síðasta mánuði er mjög umfangsmikil. Búið er að yfirheyra á milli 12-14 einstaklinga og enn á eftir að taka skýrslur af nokkrum í viðbót. Svo gæti farið að lögreglan myndi yfirheyra yfir 20 manns að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, yfirlögregluþjóns. Héraðsdómur Suðurlands framlengdi á föstudaginn gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið þremur konum í vinnuþrælkun í Vík. Samkvæmt úrskurði dómsins skal maðurinn sæta gæsluvarðhaldi í fjórar vikur til viðbótar en úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar. Þorgrímur Óli segir að niðurstaða Hæstaréttar liggi ekki fyrir en vonast eftir henni í vikunni.Hægt á rannsókninni að aðeins er einn túlkur aðgengilegur Maðurinn er frá Srí Lanka líkt og konurnar sem hann er grunaður um að hafa haldið í vinnuþrælkun. Hann er eigandi fyrirtækisins Vonta International sem var undirverktaki Icewear. Við rannsókn málsins hefur lögreglan þurft að njóta aðstoðar túlks en að sögn Þorgríms Óla hefur lögreglan aðeins aðgang að einum túlk sem talar sama tungumál og aðilar málsins. „Það hefur því verið svolítið erfitt að fá túlkinn hingað því hann er í annarri vinnu sem hann þarf að sinna. Þetta hefur því kannski aðeins hægt á rannsókninni en við erum bara farin að skipuleggja okkur þannig að túlkurinn komist,“ segir Þorgrímur Óli.Icewear keypti prjónaverksmiðjuna Víkurprjón í Vík í Mýrdal árið 2012. Vonta International var undirverktaki Icewear.Vísir/ÞórhildurGreint var frá því í byrjun mánaðarins að átta vitni hefðu gefið skýrslu fyrir dómi. Öll höfðu þau verið í vinnu hjá Vonta International en ástæðan fyrir því að þau báru vitni fyrir dómi er sú að þau gætu hugsanlega farið úr landi. Á meðal þeirra sem hafa gefið skýrslu fyrir dómi eru konurnar sem eru þolendur í málinu en Þorgrímur Óli segist þó halda að þær séu enn hér á landi.500 klukkustundir og 15 þúsund kílómetrar Alls hafa um 25 manns komið að rannsókn málsins að sögn Þorgríms Óla en alls eru fjórir lögreglumenn sem sinna engu öðru núna. Þar á meðal eru sérfræðingur frá mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglumaður frá fjármunabrotadeild. „Ætli það hafi ekki farið svona um 500 klukkustundir hjá lögreglunni í þetta mál og við höfum ekið um 15 þúsund kílómetra í tengslm við rannsóknina. Svo jú, þetta er með því umfangsmeira sem við höfum fengið hingað inn á borð til okkar,“ segir Þorgrímur Óli. Í tilkynningu frá lögreglunni vegna málsins á dögunum kom fram að hún hefði notið aðstoðar Europol. Þorgrímur Óli segir að óskað hafi verið eftir aðstoð þaðan til að kanna hvort að málið í Vík hefði einhverja slóð erlendis en ekkert hafi komið út úr því. Aðspurður hvenær rannsókn málsins ljúki segir Þorgrímur Óli erfitt að segja til um það en vonast til þess að það verði innan mánaðar. Mansal í Vík Tengdar fréttir Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem grunaður er um mansal Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. 4. mars 2016 17:48 Átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi í mansalsmálinu Þorgrímur Óli Sigurðsson yfirlögregluþjónn vill ekki upplýsa hvort forsvarsmenn Icewear verði yfirheyrðir. 1. mars 2016 10:36 Einn af eigendum Vík Prjónsdóttur: „Virkilega sláandi mál“ Mansalsmálið í Vík í Mýrdal vekur upp spurningar um ábyrgð fyrirtækja og neytenda. 22. febrúar 2016 12:12 Þrír þolendur í mansali í Vík Ein kona til viðbótar er talin þolandi í mansalsmálinu í Vík í Mýrdal. Hún nýtur nú verndar eins og konurnar tvær sem var komið í skjól í aðgerðum lögreglu á fimmtudag fyrir viku. Konan er líka frá Srí Lanka. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á mansalsmáli sem kom upp í Vík í Mýrdal í síðasta mánuði er mjög umfangsmikil. Búið er að yfirheyra á milli 12-14 einstaklinga og enn á eftir að taka skýrslur af nokkrum í viðbót. Svo gæti farið að lögreglan myndi yfirheyra yfir 20 manns að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, yfirlögregluþjóns. Héraðsdómur Suðurlands framlengdi á föstudaginn gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið þremur konum í vinnuþrælkun í Vík. Samkvæmt úrskurði dómsins skal maðurinn sæta gæsluvarðhaldi í fjórar vikur til viðbótar en úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar. Þorgrímur Óli segir að niðurstaða Hæstaréttar liggi ekki fyrir en vonast eftir henni í vikunni.Hægt á rannsókninni að aðeins er einn túlkur aðgengilegur Maðurinn er frá Srí Lanka líkt og konurnar sem hann er grunaður um að hafa haldið í vinnuþrælkun. Hann er eigandi fyrirtækisins Vonta International sem var undirverktaki Icewear. Við rannsókn málsins hefur lögreglan þurft að njóta aðstoðar túlks en að sögn Þorgríms Óla hefur lögreglan aðeins aðgang að einum túlk sem talar sama tungumál og aðilar málsins. „Það hefur því verið svolítið erfitt að fá túlkinn hingað því hann er í annarri vinnu sem hann þarf að sinna. Þetta hefur því kannski aðeins hægt á rannsókninni en við erum bara farin að skipuleggja okkur þannig að túlkurinn komist,“ segir Þorgrímur Óli.Icewear keypti prjónaverksmiðjuna Víkurprjón í Vík í Mýrdal árið 2012. Vonta International var undirverktaki Icewear.Vísir/ÞórhildurGreint var frá því í byrjun mánaðarins að átta vitni hefðu gefið skýrslu fyrir dómi. Öll höfðu þau verið í vinnu hjá Vonta International en ástæðan fyrir því að þau báru vitni fyrir dómi er sú að þau gætu hugsanlega farið úr landi. Á meðal þeirra sem hafa gefið skýrslu fyrir dómi eru konurnar sem eru þolendur í málinu en Þorgrímur Óli segist þó halda að þær séu enn hér á landi.500 klukkustundir og 15 þúsund kílómetrar Alls hafa um 25 manns komið að rannsókn málsins að sögn Þorgríms Óla en alls eru fjórir lögreglumenn sem sinna engu öðru núna. Þar á meðal eru sérfræðingur frá mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglumaður frá fjármunabrotadeild. „Ætli það hafi ekki farið svona um 500 klukkustundir hjá lögreglunni í þetta mál og við höfum ekið um 15 þúsund kílómetra í tengslm við rannsóknina. Svo jú, þetta er með því umfangsmeira sem við höfum fengið hingað inn á borð til okkar,“ segir Þorgrímur Óli. Í tilkynningu frá lögreglunni vegna málsins á dögunum kom fram að hún hefði notið aðstoðar Europol. Þorgrímur Óli segir að óskað hafi verið eftir aðstoð þaðan til að kanna hvort að málið í Vík hefði einhverja slóð erlendis en ekkert hafi komið út úr því. Aðspurður hvenær rannsókn málsins ljúki segir Þorgrímur Óli erfitt að segja til um það en vonast til þess að það verði innan mánaðar.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem grunaður er um mansal Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. 4. mars 2016 17:48 Átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi í mansalsmálinu Þorgrímur Óli Sigurðsson yfirlögregluþjónn vill ekki upplýsa hvort forsvarsmenn Icewear verði yfirheyrðir. 1. mars 2016 10:36 Einn af eigendum Vík Prjónsdóttur: „Virkilega sláandi mál“ Mansalsmálið í Vík í Mýrdal vekur upp spurningar um ábyrgð fyrirtækja og neytenda. 22. febrúar 2016 12:12 Þrír þolendur í mansali í Vík Ein kona til viðbótar er talin þolandi í mansalsmálinu í Vík í Mýrdal. Hún nýtur nú verndar eins og konurnar tvær sem var komið í skjól í aðgerðum lögreglu á fimmtudag fyrir viku. Konan er líka frá Srí Lanka. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00
Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem grunaður er um mansal Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. 4. mars 2016 17:48
Átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi í mansalsmálinu Þorgrímur Óli Sigurðsson yfirlögregluþjónn vill ekki upplýsa hvort forsvarsmenn Icewear verði yfirheyrðir. 1. mars 2016 10:36
Einn af eigendum Vík Prjónsdóttur: „Virkilega sláandi mál“ Mansalsmálið í Vík í Mýrdal vekur upp spurningar um ábyrgð fyrirtækja og neytenda. 22. febrúar 2016 12:12
Þrír þolendur í mansali í Vík Ein kona til viðbótar er talin þolandi í mansalsmálinu í Vík í Mýrdal. Hún nýtur nú verndar eins og konurnar tvær sem var komið í skjól í aðgerðum lögreglu á fimmtudag fyrir viku. Konan er líka frá Srí Lanka. 25. febrúar 2016 07:00