Yfirgnæfandi líkur á því að Össur fari fram í forsetann Jakob Bjarnar skrifar 9. mars 2016 12:02 Össur hefur horft til Bessastaða um hríð og nú eru taldar yfirgnæfandi líkur á að hann muni lýsa yfir forsetaframboði innan tíðar. Samkvæmt heimildum Vísis, innan úr herbúðum Össurar Skarphéðinssonar alþingismanns, eru yfirgnæfandi líkur á því að hann muni gefa kost á sér í komandi forsetakosningum. Forsetakosningar fara fram í sumar, en í flestum þeim könnunum sem gerðar hafa verið um hvaða einstaklingur hugnist almenningi best hefur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verið efst á blaði. Eins og Vísir greindi frá í morgun ætlar Katrín ekki að gefa kost á sér í komandi forsetakosningum.Friðarpípa með GuðnaÞetta þýðir að leiðin verður greiðari fyrir Össur sem hefur verið að undirbúa framboð um nokkurt skeið. Einstaklingur innan herráðs Össurar hefur tjáð Vísi að afar miklar líkur séu á því að Össur fari fram. Á það hefur verið bent að hann hafi verið býsna forsetalegur undanfarna mánuði og í gærkvöldi gaf Össur það sterklega til kynna, á Facebooksíðu sinni, að hann muni gefa kost á sér. Þá birti hann mynd af sér með Guðna Ágústssyni, helsta stuðningsmanni Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands í gegnum tíðina. Menn þurfa ekki að vera vel að sér í kremlólógíu til að sjá hvað klukkan slær í texta sem Össur lætur fylgja. „Handtak fornvina. – Tveir gamlir skákmenn, við Guðni Ágústsson, hittumst á opnun Reykjavíkmótsins í Hörpu í dag. Árið 1996 vorum við einu þingmennirnir sem studdum að lokum Ólaf Ragnar Grímsson opinberlega. Ólafur launaði Guðna greiðann með því að láta hann skipuleggja fyrstu opinberu heimsókn sína út á land. Það var náttúrlega í kjördæmi Guðna, Suðurland. Ólafi fannst honum takast vel upp með skipulagið, en varð svolítið hugsi þegar hann kom að síðasta dagskrárliðnum, sem hljóðaði svo: „Liður 7. Heimsókn í stórgripasláturhúsið á Hvolsvelli – þar sem forseti verður kvaddur!“Vart er hægt að senda skýrari skilaboð en þessi, mynd af sér með Guðna Ágústssyni helsta stuðningsmanni Ólafs Ragnars.Þessi fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins varð síðan einn ötulasti stuðningsmaður Ólafs Ragnars og fór fremstur í flokki þeirra sem skoruðu á hann að bjóða sig fram í fjórða sinn, eftir að forsetinn hafði vægast sagt gefið til kynna, í áramótaávarpi, að hann væri á förum frá Bessastöðum. Og í nýlegu viðtali sagði Guðni að hann treysti forsetanum vel til að fara fram í 5. skipti, en samkvæmt þessu virðist hann nú úrkula vonar um að það verði.Skriðan af stað eftir ákvörðun KatrínarVísir ræddi við nokkra áhugamenn um stjórnmál sem og sérfræðinga og allir telja þeir víst að Össur fari fram. Á það er bent að ljóst megi vera að Bessastaðir hafi verið Össuri ofarlega í huga um skeið og telja menn ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur ekki neitt úrslitaatriði; Össur hafi verið að undirbúa framboð lengi og nú sé gatan greið. Þeir álitsgjafar sem Vísir hefur rætt við telja hins vegar að ákvörðun Katrínar muni hafa áhrif á fjölmarga aðra sem hafa verið að velta fyrir sér framboði; þessi ákvörðun þýðir að fleiri verða í framboði en annars. Össur hefur á sínum stjórnmálaferli löngum eldað grátt silfur við Framsóknarmenn. En, í seinni tíð hafa skot hans á flokkinn verið góðlátlegri en oft áður og þegar hann situr og reykir friðarpípu með Guðna Ágústssyni og ræðir við hann um Ólaf Ragnar Grímsson má ljóst vera hvað klukkan slær.Enginn orðið forseti án fulltingis FramsóknarmannaEn, af hverju skiptir þessi friðarpípa með Guðna, eða „handtak fornvina“ eins og Össur orðar það, svona miklu máli í þessu samhengi? Jú, Össur gerir sér fyllilega grein fyrir því, eins og allir sérfræðingar um íslenska pólitík og sögu forseta íslenska lýðveldisins að aldrei hefur nokkur náð kjöri í það embætti án fulltingis kjósenda Framsóknarflokksins. Sveinn Björnsson ríkisstjóri varð sjálfkrafa forseti lýðveldisins, sá fyrsti í röðinni og síðar kjörinn í kosningum. „Allt frá fyrstu tíð hefur enginn náð kjöri í embætti forseta Íslands án þess að hafa víða skírskotun til vinstri vængs stjórnmálanna, og án þess að njóta mikils stuðnings í kjósendahópi Framsóknarflokksins. Þar með bænda og þá hefur hugur sjómanna til frambjóðenda alltaf skipt miklu máli. Þetta átti við um alla þá sem setið hafa á forsetastóli frá Ásgeiri Ásgeirssyni til Ólafs Ragnars Grímssonar,“ segir einn stjórnmálafræðingur sem Vísir ræddi við. Sem dæmi um þetta er nefnt að þegar Vigdís var kjörin á sínum tíma, í fyrsta skipti, var svo mjótt á munum milli hennar og Guðlaugs Þorvaldssonar fyrrverandi ríkissáttasemjara, að ekki var hægt að lýsa yfir öruggum sigri Vigdísar fyrr en síðustu utankjörstaðaatkvæði á Austfjörðum, sem flest voru frá sjómönnum, höfðu verið talin.Kostir og gallar Össur hefur það á móti sér í framboði nú að samkvæmt könnunum virðast kjósendur komnir með yfir sig nóg af gamla flokkakerfinu, sem Össur hlýtur að tilheyra, en hér er skírskotað til fylgis Pírata sem hafa farið með himinskautum. En hins vegar voru fáir sem hefðu trúað því, áður en Ólafur Ragnar bauð sig fram, að fyrrverandi formaður í róttækasta vinstri flokki landsins, ætti nokkra möguleika á að ná kjöri. Össur hefur það jafnframt með sér, eins og Ólafur Ragnar þegar hann bauð sig fram fyrst, að eiga mjög frambærilega eiginkonu sem er Dr. Árný Sveinbjörnsdóttir – sem er ómenguð af pólitísku vafstri en er þekkt innan vísindasamfélagsins. Þá telst Össur með hressari mönnum sem sagan hefur sýnt að getur átt auðvelt með að ná yfir flokkslínur, ef sá gállinn er á honum. Þá mun það væntanlega reiknast honum til tekna að hafa verið utanríkisráðherra, hann kann allar etikettur og er þekktur á alþjóðavettvangi.Vísi tókst ekki að ná tali af Guðna Ágústsyni né Össuri nú í morgun.Handtak fornvina. – Tveir gamlir skákmenn, við Guðni Ágústsson, hittumst á opnun Reykjavíkmótsins í Hörpu í dag. Árið...Posted by Össur Skarphéðinsson on 8. mars 2016 Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Kári Stefánsson vill að forsetaembættið verði lagt niður Kári Stefánsson segir að forsetaembættið þjóni engum tilgangi og Bessastaðir yrði fínn staður fyrir barnaheimili. 10. janúar 2016 18:51 Katrín Jakobs fer ekki í forsetann "Ég vona að kosningabarátta þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér í þetta embætti verði málefnaleg og innihaldsrík,“ segir Katrín Jakobsdóttir. 9. mars 2016 09:37 Enn kallar Ástþór eftir manni með „balls“ á Bessastaði Í nýju myndbandi frá hreyfingu Ástþórs segir að á Bessastaði þurfi að sitja maður með hreðjar. 5. mars 2016 14:21 Þorgerður Katrín að íhuga forsetaframboð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins, íhugar nú forsetaframboð. 23. febrúar 2016 20:02 Baldur ætlar ekki fram Baldur Þórhallsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann ætli ekki að gefa kost á sér í næsta forsetakjöri. 15. febrúar 2016 12:30 Mikilvægt að hitta á rétta stund þegar kemur að tilkynningu um forsetaframboð "Menn mega ekki fara of fljótt af stað.“ 13. febrúar 2016 20:09 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis, innan úr herbúðum Össurar Skarphéðinssonar alþingismanns, eru yfirgnæfandi líkur á því að hann muni gefa kost á sér í komandi forsetakosningum. Forsetakosningar fara fram í sumar, en í flestum þeim könnunum sem gerðar hafa verið um hvaða einstaklingur hugnist almenningi best hefur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verið efst á blaði. Eins og Vísir greindi frá í morgun ætlar Katrín ekki að gefa kost á sér í komandi forsetakosningum.Friðarpípa með GuðnaÞetta þýðir að leiðin verður greiðari fyrir Össur sem hefur verið að undirbúa framboð um nokkurt skeið. Einstaklingur innan herráðs Össurar hefur tjáð Vísi að afar miklar líkur séu á því að Össur fari fram. Á það hefur verið bent að hann hafi verið býsna forsetalegur undanfarna mánuði og í gærkvöldi gaf Össur það sterklega til kynna, á Facebooksíðu sinni, að hann muni gefa kost á sér. Þá birti hann mynd af sér með Guðna Ágústssyni, helsta stuðningsmanni Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands í gegnum tíðina. Menn þurfa ekki að vera vel að sér í kremlólógíu til að sjá hvað klukkan slær í texta sem Össur lætur fylgja. „Handtak fornvina. – Tveir gamlir skákmenn, við Guðni Ágústsson, hittumst á opnun Reykjavíkmótsins í Hörpu í dag. Árið 1996 vorum við einu þingmennirnir sem studdum að lokum Ólaf Ragnar Grímsson opinberlega. Ólafur launaði Guðna greiðann með því að láta hann skipuleggja fyrstu opinberu heimsókn sína út á land. Það var náttúrlega í kjördæmi Guðna, Suðurland. Ólafi fannst honum takast vel upp með skipulagið, en varð svolítið hugsi þegar hann kom að síðasta dagskrárliðnum, sem hljóðaði svo: „Liður 7. Heimsókn í stórgripasláturhúsið á Hvolsvelli – þar sem forseti verður kvaddur!“Vart er hægt að senda skýrari skilaboð en þessi, mynd af sér með Guðna Ágústssyni helsta stuðningsmanni Ólafs Ragnars.Þessi fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins varð síðan einn ötulasti stuðningsmaður Ólafs Ragnars og fór fremstur í flokki þeirra sem skoruðu á hann að bjóða sig fram í fjórða sinn, eftir að forsetinn hafði vægast sagt gefið til kynna, í áramótaávarpi, að hann væri á förum frá Bessastöðum. Og í nýlegu viðtali sagði Guðni að hann treysti forsetanum vel til að fara fram í 5. skipti, en samkvæmt þessu virðist hann nú úrkula vonar um að það verði.Skriðan af stað eftir ákvörðun KatrínarVísir ræddi við nokkra áhugamenn um stjórnmál sem og sérfræðinga og allir telja þeir víst að Össur fari fram. Á það er bent að ljóst megi vera að Bessastaðir hafi verið Össuri ofarlega í huga um skeið og telja menn ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur ekki neitt úrslitaatriði; Össur hafi verið að undirbúa framboð lengi og nú sé gatan greið. Þeir álitsgjafar sem Vísir hefur rætt við telja hins vegar að ákvörðun Katrínar muni hafa áhrif á fjölmarga aðra sem hafa verið að velta fyrir sér framboði; þessi ákvörðun þýðir að fleiri verða í framboði en annars. Össur hefur á sínum stjórnmálaferli löngum eldað grátt silfur við Framsóknarmenn. En, í seinni tíð hafa skot hans á flokkinn verið góðlátlegri en oft áður og þegar hann situr og reykir friðarpípu með Guðna Ágústssyni og ræðir við hann um Ólaf Ragnar Grímsson má ljóst vera hvað klukkan slær.Enginn orðið forseti án fulltingis FramsóknarmannaEn, af hverju skiptir þessi friðarpípa með Guðna, eða „handtak fornvina“ eins og Össur orðar það, svona miklu máli í þessu samhengi? Jú, Össur gerir sér fyllilega grein fyrir því, eins og allir sérfræðingar um íslenska pólitík og sögu forseta íslenska lýðveldisins að aldrei hefur nokkur náð kjöri í það embætti án fulltingis kjósenda Framsóknarflokksins. Sveinn Björnsson ríkisstjóri varð sjálfkrafa forseti lýðveldisins, sá fyrsti í röðinni og síðar kjörinn í kosningum. „Allt frá fyrstu tíð hefur enginn náð kjöri í embætti forseta Íslands án þess að hafa víða skírskotun til vinstri vængs stjórnmálanna, og án þess að njóta mikils stuðnings í kjósendahópi Framsóknarflokksins. Þar með bænda og þá hefur hugur sjómanna til frambjóðenda alltaf skipt miklu máli. Þetta átti við um alla þá sem setið hafa á forsetastóli frá Ásgeiri Ásgeirssyni til Ólafs Ragnars Grímssonar,“ segir einn stjórnmálafræðingur sem Vísir ræddi við. Sem dæmi um þetta er nefnt að þegar Vigdís var kjörin á sínum tíma, í fyrsta skipti, var svo mjótt á munum milli hennar og Guðlaugs Þorvaldssonar fyrrverandi ríkissáttasemjara, að ekki var hægt að lýsa yfir öruggum sigri Vigdísar fyrr en síðustu utankjörstaðaatkvæði á Austfjörðum, sem flest voru frá sjómönnum, höfðu verið talin.Kostir og gallar Össur hefur það á móti sér í framboði nú að samkvæmt könnunum virðast kjósendur komnir með yfir sig nóg af gamla flokkakerfinu, sem Össur hlýtur að tilheyra, en hér er skírskotað til fylgis Pírata sem hafa farið með himinskautum. En hins vegar voru fáir sem hefðu trúað því, áður en Ólafur Ragnar bauð sig fram, að fyrrverandi formaður í róttækasta vinstri flokki landsins, ætti nokkra möguleika á að ná kjöri. Össur hefur það jafnframt með sér, eins og Ólafur Ragnar þegar hann bauð sig fram fyrst, að eiga mjög frambærilega eiginkonu sem er Dr. Árný Sveinbjörnsdóttir – sem er ómenguð af pólitísku vafstri en er þekkt innan vísindasamfélagsins. Þá telst Össur með hressari mönnum sem sagan hefur sýnt að getur átt auðvelt með að ná yfir flokkslínur, ef sá gállinn er á honum. Þá mun það væntanlega reiknast honum til tekna að hafa verið utanríkisráðherra, hann kann allar etikettur og er þekktur á alþjóðavettvangi.Vísi tókst ekki að ná tali af Guðna Ágústsyni né Össuri nú í morgun.Handtak fornvina. – Tveir gamlir skákmenn, við Guðni Ágústsson, hittumst á opnun Reykjavíkmótsins í Hörpu í dag. Árið...Posted by Össur Skarphéðinsson on 8. mars 2016
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Kári Stefánsson vill að forsetaembættið verði lagt niður Kári Stefánsson segir að forsetaembættið þjóni engum tilgangi og Bessastaðir yrði fínn staður fyrir barnaheimili. 10. janúar 2016 18:51 Katrín Jakobs fer ekki í forsetann "Ég vona að kosningabarátta þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér í þetta embætti verði málefnaleg og innihaldsrík,“ segir Katrín Jakobsdóttir. 9. mars 2016 09:37 Enn kallar Ástþór eftir manni með „balls“ á Bessastaði Í nýju myndbandi frá hreyfingu Ástþórs segir að á Bessastaði þurfi að sitja maður með hreðjar. 5. mars 2016 14:21 Þorgerður Katrín að íhuga forsetaframboð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins, íhugar nú forsetaframboð. 23. febrúar 2016 20:02 Baldur ætlar ekki fram Baldur Þórhallsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann ætli ekki að gefa kost á sér í næsta forsetakjöri. 15. febrúar 2016 12:30 Mikilvægt að hitta á rétta stund þegar kemur að tilkynningu um forsetaframboð "Menn mega ekki fara of fljótt af stað.“ 13. febrúar 2016 20:09 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Kári Stefánsson vill að forsetaembættið verði lagt niður Kári Stefánsson segir að forsetaembættið þjóni engum tilgangi og Bessastaðir yrði fínn staður fyrir barnaheimili. 10. janúar 2016 18:51
Katrín Jakobs fer ekki í forsetann "Ég vona að kosningabarátta þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér í þetta embætti verði málefnaleg og innihaldsrík,“ segir Katrín Jakobsdóttir. 9. mars 2016 09:37
Enn kallar Ástþór eftir manni með „balls“ á Bessastaði Í nýju myndbandi frá hreyfingu Ástþórs segir að á Bessastaði þurfi að sitja maður með hreðjar. 5. mars 2016 14:21
Þorgerður Katrín að íhuga forsetaframboð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins, íhugar nú forsetaframboð. 23. febrúar 2016 20:02
Baldur ætlar ekki fram Baldur Þórhallsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann ætli ekki að gefa kost á sér í næsta forsetakjöri. 15. febrúar 2016 12:30
Mikilvægt að hitta á rétta stund þegar kemur að tilkynningu um forsetaframboð "Menn mega ekki fara of fljótt af stað.“ 13. febrúar 2016 20:09