Guðni segir framtíð Ólafs Ragnars óráðna gátu Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2015 18:37 Ólafur Ragnar Grímsson forseti. Vísir/Anton „Þegar ég nú, samkvæmt umboðinu sem þjóðin fól mér, set Alþingi í síðasta sinn,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, við setningu Alþingis í dag og stal óneitanlega senunni enn eina ferðina. Farið var í að keppast um að greina þessi orð hans, í fyrstu var talið að hann ætlaði að láta staðar numið þegar þessu kjörtímabili lýkur á næsta ári. En þegar rýnt var betur í orð Ólafs litið til fortíðar hans þótti það ekki eins skýrt hvort hann hefði svarað þeirri spurningu sem margir hafa spurt hann: Ætlar hann að sækjast endurkjöri til embættis forseta Íslands á næsta ári? Einn helsti stuðningsmaður Ólafs Ragnars síðastliðinna ára, Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir Ólaf Ragnar með þessu hafa verið að minna þjóðina á að forsetakosningar eru á næsta ári en lítið gefið upp um sína stöðu eða framtíðaráform.Guðni Ágústsson.GVA„Sagði hann ekki bara: Umboði þjóðarinnar er að ljúka og hann er að setja alþingi í síðasta sinn á þessu kjörtímabili og svo er hitt óráðin gáta sýnist mér. Hann er að minna þjóðina á að forsetakosningar eru næsta vor og mér sýnist hann ekki segja neitt meira um sína stöðu eða framtíðaráform,“ segir Guðni í samtali við Vísi um málið.„Ekki veitti nú af“ Mörgum er enn í fersku minni þegar Guðni fór fyrir hópi fólks sem skoraði á Ólaf Ragnar að bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 2012. Opnuð var vefsíðan Áskorun til forseta, en þeir sem rituðu undir hana sögðust treysta engum betur en Ólafi Ragnar til að standa vörð um hagsmuni fólksins í landinu á þeim erfiðu tímum sem fram undan voru. „Ekki veitti nú af,“ segir Guðni þegar þessi áskorun er rifjuð upp. Guðni segist lítið vita um hug Ólafs Ragnars og segir forsetann taka þessa ákvörðun sjálfur og tilkynna um hana um áramótin. Á Guðni þar við nýársávarp forseta en margir muna eftir ávarpi forsetans frá árinu 2012 þar sem hann gaf til kynna að hann myndi hugsanlega ekki bjóða sig fram. Í kjölfarið fóru Guðni og félagar af stað með undirskriftasöfnunina þar sem var skorað á forsetann að bjóða sig fram og varð Ólafur Ragnar við þeirri áskorun og hlaut endurkjör með afgerandi hætti.Á gríðarlega mikinn stuðning Guðni segist ekkert gefa upp um það hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður auðvitað að taka þessa ákvörðun sjálfur. Hann er búinn að vera lengi við stjórn, 20 ár, hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni. Ég er ekkert að hafa áhrif á það. Þess þarf ekki. Hann á auðvitað gríðarlega mikinn stuðning og búinn að vinna mikið gagn. Meðal annars koma Icesave af herðum þjóðarinnar.“ Alþingi Tengdar fréttir Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
„Þegar ég nú, samkvæmt umboðinu sem þjóðin fól mér, set Alþingi í síðasta sinn,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, við setningu Alþingis í dag og stal óneitanlega senunni enn eina ferðina. Farið var í að keppast um að greina þessi orð hans, í fyrstu var talið að hann ætlaði að láta staðar numið þegar þessu kjörtímabili lýkur á næsta ári. En þegar rýnt var betur í orð Ólafs litið til fortíðar hans þótti það ekki eins skýrt hvort hann hefði svarað þeirri spurningu sem margir hafa spurt hann: Ætlar hann að sækjast endurkjöri til embættis forseta Íslands á næsta ári? Einn helsti stuðningsmaður Ólafs Ragnars síðastliðinna ára, Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir Ólaf Ragnar með þessu hafa verið að minna þjóðina á að forsetakosningar eru á næsta ári en lítið gefið upp um sína stöðu eða framtíðaráform.Guðni Ágústsson.GVA„Sagði hann ekki bara: Umboði þjóðarinnar er að ljúka og hann er að setja alþingi í síðasta sinn á þessu kjörtímabili og svo er hitt óráðin gáta sýnist mér. Hann er að minna þjóðina á að forsetakosningar eru næsta vor og mér sýnist hann ekki segja neitt meira um sína stöðu eða framtíðaráform,“ segir Guðni í samtali við Vísi um málið.„Ekki veitti nú af“ Mörgum er enn í fersku minni þegar Guðni fór fyrir hópi fólks sem skoraði á Ólaf Ragnar að bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 2012. Opnuð var vefsíðan Áskorun til forseta, en þeir sem rituðu undir hana sögðust treysta engum betur en Ólafi Ragnar til að standa vörð um hagsmuni fólksins í landinu á þeim erfiðu tímum sem fram undan voru. „Ekki veitti nú af,“ segir Guðni þegar þessi áskorun er rifjuð upp. Guðni segist lítið vita um hug Ólafs Ragnars og segir forsetann taka þessa ákvörðun sjálfur og tilkynna um hana um áramótin. Á Guðni þar við nýársávarp forseta en margir muna eftir ávarpi forsetans frá árinu 2012 þar sem hann gaf til kynna að hann myndi hugsanlega ekki bjóða sig fram. Í kjölfarið fóru Guðni og félagar af stað með undirskriftasöfnunina þar sem var skorað á forsetann að bjóða sig fram og varð Ólafur Ragnar við þeirri áskorun og hlaut endurkjör með afgerandi hætti.Á gríðarlega mikinn stuðning Guðni segist ekkert gefa upp um það hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður auðvitað að taka þessa ákvörðun sjálfur. Hann er búinn að vera lengi við stjórn, 20 ár, hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni. Ég er ekkert að hafa áhrif á það. Þess þarf ekki. Hann á auðvitað gríðarlega mikinn stuðning og búinn að vinna mikið gagn. Meðal annars koma Icesave af herðum þjóðarinnar.“
Alþingi Tengdar fréttir Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49