Bættu bara við hita og vatni Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 9. mars 2016 10:00 Hópurinn vann verkefnið saman en þau eru öll nemendur á þriðja ári í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Þriðja árs nemar í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands unnu fyrir jól verkefni í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur en verkefnið, sem ber heitið Úr viðjum víðis, var unnið í áfanganum Stefnumót hönnuða við skógræktarbændur. Áhersla var lögð á að breyta trjátegundinni á margvíslegan máta og sköpuðu nemendurnir þannig fjölbreytt hráefni með ólíka eiginlega en forvitni vekur að engu var þar bætt við nema vatni og hita. „Í ár fengum við bara eina trjátegund til þess að vinna með og það var víðir. Við erum sjö í bekknum og við byrjuðum á að rannsaka víðinn saman sem hópur og héldum því í rauninni bara áfram allan tímann,“ segir Védís Pálsdóttir, ein nemendanna, en verkefnið er auk hennar unnið af þeim Birtu Rós Brynjólfsdóttur, Birni Blumenstein Jóhannessyni, Emilíu Sigurðardóttur, Johanna Seelemann, Kristínu Sigurðardóttur og Theodóru Mjöll Skúladóttur Jack. Védís segir það hafa verið örlítið kvíðvænlegt í fyrstu að vinna einungis með eina trjátegund en hópurinn hafi hins vegar fljótlega áttað sig á því að möguleikarnir væru margir. „Við vorum svolítið hrædd við það í fyrstu að fá bara eina trjátegund að vinna með en svo byrjuðum við að lesa okkur til um víðinn. Til dæmis þekktar aðferðir -eins og pappírsgerð og snærisgerð og svo byrjuðum við að gera tilraunir með það sjálf og það leiddi okkur út í aðrar tilraunir líka.“Útópísk víðisverksmiðja sem veitir innsýn að fullnýtingu efnisins.Mynd/JohannaSeelemannMeðal þess sem kom upp úr krafsinu var kalkmassi, saltsteinn úr víðiösku og tjörugler unnið úr víðivatni en líkt og áður sagði var engu bætt við nema hita og vatni og segir Védís þeim hafa þótt mikilvægt að efninu væri umbreytt þannig að afraksturinn gæti farið aftur út í skóginn og brotnað þar niður sem næring. Védís segir þau jafnframt hafa komist að ýmiss konar fróðleik um víðinn og margt hafi komið þeim á óvart. „Til dæmis þegar við suðum víðinn svo við næðum innri berkinum til þess að búa til snæri tókum við eftir því að vatnið varð svo rautt á litinn. Það kom svo í ljós að það er vegna þess að það er svo mikið tannín í víði og við gerðum alls konar tilraunir með það litarefni.“ Meðlimir hópsins vinna nú að sínum lokaverkefnum en Védís segir verkefnið hafa vakið þau til umhugsunar um þá möguleika sem tengjast viðnum og slær ekki loku fyrir að þau muni í framtíðinni vinna eitthvað áfram með efniviðinn, sér í lagi þar sem víðir sé fremur lítið nýttur hér á landi þó að hann henti íslensku loftslagi vel og vaxi víða. Afrakstur verkefnisins verður hægt að berja augum í Sjóminjasafninu í Reykjavík á HönnunarMars og verður sýningin opnuð á morgun klukkan 17.00 en við sama tilefni verður útgáfu bókarinnar Willow Project fagnað, en bókin kemur út á vegum forlagsins Partusar. gydaloa@frettabladid.is HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Þriðja árs nemar í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands unnu fyrir jól verkefni í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur en verkefnið, sem ber heitið Úr viðjum víðis, var unnið í áfanganum Stefnumót hönnuða við skógræktarbændur. Áhersla var lögð á að breyta trjátegundinni á margvíslegan máta og sköpuðu nemendurnir þannig fjölbreytt hráefni með ólíka eiginlega en forvitni vekur að engu var þar bætt við nema vatni og hita. „Í ár fengum við bara eina trjátegund til þess að vinna með og það var víðir. Við erum sjö í bekknum og við byrjuðum á að rannsaka víðinn saman sem hópur og héldum því í rauninni bara áfram allan tímann,“ segir Védís Pálsdóttir, ein nemendanna, en verkefnið er auk hennar unnið af þeim Birtu Rós Brynjólfsdóttur, Birni Blumenstein Jóhannessyni, Emilíu Sigurðardóttur, Johanna Seelemann, Kristínu Sigurðardóttur og Theodóru Mjöll Skúladóttur Jack. Védís segir það hafa verið örlítið kvíðvænlegt í fyrstu að vinna einungis með eina trjátegund en hópurinn hafi hins vegar fljótlega áttað sig á því að möguleikarnir væru margir. „Við vorum svolítið hrædd við það í fyrstu að fá bara eina trjátegund að vinna með en svo byrjuðum við að lesa okkur til um víðinn. Til dæmis þekktar aðferðir -eins og pappírsgerð og snærisgerð og svo byrjuðum við að gera tilraunir með það sjálf og það leiddi okkur út í aðrar tilraunir líka.“Útópísk víðisverksmiðja sem veitir innsýn að fullnýtingu efnisins.Mynd/JohannaSeelemannMeðal þess sem kom upp úr krafsinu var kalkmassi, saltsteinn úr víðiösku og tjörugler unnið úr víðivatni en líkt og áður sagði var engu bætt við nema hita og vatni og segir Védís þeim hafa þótt mikilvægt að efninu væri umbreytt þannig að afraksturinn gæti farið aftur út í skóginn og brotnað þar niður sem næring. Védís segir þau jafnframt hafa komist að ýmiss konar fróðleik um víðinn og margt hafi komið þeim á óvart. „Til dæmis þegar við suðum víðinn svo við næðum innri berkinum til þess að búa til snæri tókum við eftir því að vatnið varð svo rautt á litinn. Það kom svo í ljós að það er vegna þess að það er svo mikið tannín í víði og við gerðum alls konar tilraunir með það litarefni.“ Meðlimir hópsins vinna nú að sínum lokaverkefnum en Védís segir verkefnið hafa vakið þau til umhugsunar um þá möguleika sem tengjast viðnum og slær ekki loku fyrir að þau muni í framtíðinni vinna eitthvað áfram með efniviðinn, sér í lagi þar sem víðir sé fremur lítið nýttur hér á landi þó að hann henti íslensku loftslagi vel og vaxi víða. Afrakstur verkefnisins verður hægt að berja augum í Sjóminjasafninu í Reykjavík á HönnunarMars og verður sýningin opnuð á morgun klukkan 17.00 en við sama tilefni verður útgáfu bókarinnar Willow Project fagnað, en bókin kemur út á vegum forlagsins Partusar. gydaloa@frettabladid.is
HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira