4chan stofnandi ráðinn til Google Daníel Freyr Birkisson skrifar 8. mars 2016 13:09 Chris Poole, stofnandi hinnar umdeildu vefsíðu 4chan, var á dögunum ráðinn til Google. Mynd/Getty Fyrirtækið Google réði á dögunum stofnanda hinnar umdeildu vefsíðu 4chan, Chris Poole. Frá þessu greindi Poole sjálfur á Tumblr bloggsíðu sinni fyrir skömmu. Segist hann vera mjög spenntur fyrir þessu nýja starfi, en hlutverk hans innan fyrirtækisins verður að bæta þá samfélagsmiðla sem Google á, einkum Google+, sem á sínum tíma átti að vera svar fyrirtækisins við Facebook. Poole segist hafa orðið var við það að þeir starfsmenn Google sem hann hefur hitt eigi það sameiginlegt að búa yfir gáfum, ástríðu og eldmóði. Auk þess dáist hann að þeim vilja sem fyrirtækið býr yfir þegar kemur að því að reyna að leysa þau stóru mál sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir.Deilur um ágæti 4chan4chan, síðan sem Poole stofnaði árið 2003, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir ýmis mál. Það stærsta hefur vafalaust verið árið 2014 þegar notendur síðunnar birtu fyrstir allra nektarmyndir af frægu fólki, meðal annars af leikkonunni Jennifer Lawrence. Síðan var harðlega gagnrýnd í kjölfar þessa, og leiddi þetta af sér stefnubreytingu á síðunni. Þrátt fyrir bakgrunn Poole telja margir að færni hans og reynsla í kringum samskiptamiðla gæti reynst Google drjúg. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fyrirtækið Google réði á dögunum stofnanda hinnar umdeildu vefsíðu 4chan, Chris Poole. Frá þessu greindi Poole sjálfur á Tumblr bloggsíðu sinni fyrir skömmu. Segist hann vera mjög spenntur fyrir þessu nýja starfi, en hlutverk hans innan fyrirtækisins verður að bæta þá samfélagsmiðla sem Google á, einkum Google+, sem á sínum tíma átti að vera svar fyrirtækisins við Facebook. Poole segist hafa orðið var við það að þeir starfsmenn Google sem hann hefur hitt eigi það sameiginlegt að búa yfir gáfum, ástríðu og eldmóði. Auk þess dáist hann að þeim vilja sem fyrirtækið býr yfir þegar kemur að því að reyna að leysa þau stóru mál sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir.Deilur um ágæti 4chan4chan, síðan sem Poole stofnaði árið 2003, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir ýmis mál. Það stærsta hefur vafalaust verið árið 2014 þegar notendur síðunnar birtu fyrstir allra nektarmyndir af frægu fólki, meðal annars af leikkonunni Jennifer Lawrence. Síðan var harðlega gagnrýnd í kjölfar þessa, og leiddi þetta af sér stefnubreytingu á síðunni. Þrátt fyrir bakgrunn Poole telja margir að færni hans og reynsla í kringum samskiptamiðla gæti reynst Google drjúg.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira