Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2016 10:08 Aðild BDSM-samtakanna ætlar að reynast Samtökunum ´78 ákaflega erfið viðureignar. Vísir Búist er við talsverðum fjölda úrsagna úr Samtökunum ´78 í dag eftir að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt. Að sögn Hilmars Hildar Magnússonar formanns er málið ákaflega erfitt viðureignar, svo mjög að tala má um klofning. Búist er við nokkrum fjölda úrsagna úr samtökunum í dag vegna málsins, ef marka má yfirlýsingar á samfélagsmiðlum. Um helgina var haldinn aðalfundur Samtakanna ´78 en það mál sem vakti mesta athygli var aðildarumsókn BDSM-samtakanna. Kosið var á laugardaginn og féllu atkvæði þannig að 47 greiddu atkvæði með og 40 á móti. Félagar skiptast þannig algerlega í tvö horn. Þeir sem eru á móti því að BDSM-samtökin séu tekin inní Samtökin ´78 er sú að þeir fá ekki séð hvernig þetta tvennt tengist en Samtökin '78 eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi. Markmið félagsins er að lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, asexual, pankynhneigðir, intersex fólk, trans fólk og annað hinsegin fólk verði sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda í íslensku samfélagi.Samtökin á villigötum? Málið hefur verið rætt víða á samfélagsmiðlum, af nokkrum hita og sitt sýnist hverjum. Margir innan Samtakanna ´78 eru afar ósáttir við það hvernig mál hafa þróast. Kristín Sævarsdóttir er ein þeirra sem hefur verið virk innan samtakanna í gegnum tíðina. Hún ritar á Facebook-síðu sína í gær.Kristín Sævarsdóttir ásamt félögum sínum á góðri stundu í tengslum við Hinsegin daga.„Samtökin 78 eru komin í vegferð sem ég er ekki sátt við. Ég mætti ekki á aðalfund og get því sjálfri mér um kennt að BDSM félagið fékk samþykkta aðild að Samtökunum 78 í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu. Auðvelda leiðin væri að segja sig úr félaginu en þannig er ég ekki vön að starfa. Stundum er gott að bíða aðeins og hugsa málið.“ Ýmsir taka í sama streng. Þar segir meðal annars í athugasemdum: „BDSM samtökin skilgreina sig sjálf sem iðkendur eins og hver önnur íþróttafélög. Tengingin er engin. Eru iðkendur BDSM ekki fyrst og fremst að hugsa um viðurkenningu samfélagsins á iðkun sinni og finnst tilvalið að nýta Samtökin 78 til að styðja við sig þar vegna viðurkenningarinnar sem samtökin hafa unnið fyrir fyrir sitt fólk. Að þannig tengi bdsm iðkendur sig með hinsegin fólki. Að mínu mati algjörar villigötur.“ Vísir hefur séð ýmsa lýsa því yfir að þeir ætli að segja sig úr Samtökunum, einmitt á þessum forsendum.„Damned if you do, damned if you don´t“ Hilmar Hildar Magnúsarson er formaður samtakanna og hann ritaði pistil á síðu sína í gærkvöldi og þar fer ekkert á milli mála að málið hefur tekið á:Ný stjórn Samtakanna ´78. Hennar bíður nú það erfiða verkefni að sætta tvær fylkingar. Yfirlýsingar er að vænta í dag.Mynd fengin af síðu Samtakanna ´78„Í dag finnst mér ég pínu skilja hvernig vinum mínum í Amnesty leið á síðasta ári þegar 'stormurinn þeirra' reið yfir. Ég er vel að merkja ennþá félagi í Amnesty. Ég er ekki að bera málin saman - nema að því leyti að það getur verið erfitt að standa í miðju umdeildra mála, óháð því hvað manni sjálfum kann að þykja. Það er svolítið svona 'you are damned if you do, and you are damned if you don't'.“Yfirlýsingar að vænta Hilmar segir að það hafi nefnilega verið talsverður þrýstingur á stjórn úr báðum áttum: „Sem kaus að gefa ekki út neina línu, heldur upplýsa sem best um málin og leggja þau svo í dóm æðstu stofnunar félagsins, aðalfundar. Félaganna sjálfra. Á endanum verður maður svo persónulega að standa með hjarta sínu og samvisku.“ Hilmar segist muni tjá sig meira um málið á næstunni og er yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. „Ég get þó sagt núna að fólk hefur ekkert að óttast. Samtökin eru enn þau sömu. Það er ekkert breytt. Fræðslan er ekki breytt. Ráðgjöfin. Ungliðastarfið. Þetta er allt jafn frábært og faglegt og verið hefur - og undir sömu formerkjum. Það sem hefur breyst er að lítið samfélag fólks hefur leitað til okkar. Og fengið skjól. Annað ekki.“Burtséð frá því hvað mér finnst persónulega um BDSM þá skil ég ekki hvers vegna verið er að rugla þessum tveimur hlutum...Posted by Hildur Eir Bolladóttir on 7. mars 2016 Örlítið varðandi aðalfund Samtakanna '78 og aðild BDSM á Íslandi:Í dag finnst mér ég pínu skilja hvernig vinum mínum í...Posted by Hilmar Hildar Magnúsarson on 6. mars 2016 Samtökin 78 eru komin í vegferð sem ég er ekki sátt við. Ég mætti ekki á aðalfund og get því sjálfri mér um kennt að...Posted by Kristín Sævarsdóttir on 6. mars 2016 Hinsegin Tengdar fréttir Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ "Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. 5. mars 2016 12:13 Vilja kynna BDSM fyrir íslenskum unglingum Félag BDSM áhugafólks á Íslandi bíður eftir að félagsmenn Samtakanna 78 kjósi um aðild þeirra að samtökunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að skiptar skoðanir séu um aðildina. Formaður segir BDSM-fólk þurfa að koma út úr skápnum. 25. febrúar 2016 07:00 BDSM-félagið fékk aðild að Samtökunum 78 Samþykkt með 37 atkvæðum gegn 31. 5. mars 2016 16:34 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Búist er við talsverðum fjölda úrsagna úr Samtökunum ´78 í dag eftir að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt. Að sögn Hilmars Hildar Magnússonar formanns er málið ákaflega erfitt viðureignar, svo mjög að tala má um klofning. Búist er við nokkrum fjölda úrsagna úr samtökunum í dag vegna málsins, ef marka má yfirlýsingar á samfélagsmiðlum. Um helgina var haldinn aðalfundur Samtakanna ´78 en það mál sem vakti mesta athygli var aðildarumsókn BDSM-samtakanna. Kosið var á laugardaginn og féllu atkvæði þannig að 47 greiddu atkvæði með og 40 á móti. Félagar skiptast þannig algerlega í tvö horn. Þeir sem eru á móti því að BDSM-samtökin séu tekin inní Samtökin ´78 er sú að þeir fá ekki séð hvernig þetta tvennt tengist en Samtökin '78 eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi. Markmið félagsins er að lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, asexual, pankynhneigðir, intersex fólk, trans fólk og annað hinsegin fólk verði sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda í íslensku samfélagi.Samtökin á villigötum? Málið hefur verið rætt víða á samfélagsmiðlum, af nokkrum hita og sitt sýnist hverjum. Margir innan Samtakanna ´78 eru afar ósáttir við það hvernig mál hafa þróast. Kristín Sævarsdóttir er ein þeirra sem hefur verið virk innan samtakanna í gegnum tíðina. Hún ritar á Facebook-síðu sína í gær.Kristín Sævarsdóttir ásamt félögum sínum á góðri stundu í tengslum við Hinsegin daga.„Samtökin 78 eru komin í vegferð sem ég er ekki sátt við. Ég mætti ekki á aðalfund og get því sjálfri mér um kennt að BDSM félagið fékk samþykkta aðild að Samtökunum 78 í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu. Auðvelda leiðin væri að segja sig úr félaginu en þannig er ég ekki vön að starfa. Stundum er gott að bíða aðeins og hugsa málið.“ Ýmsir taka í sama streng. Þar segir meðal annars í athugasemdum: „BDSM samtökin skilgreina sig sjálf sem iðkendur eins og hver önnur íþróttafélög. Tengingin er engin. Eru iðkendur BDSM ekki fyrst og fremst að hugsa um viðurkenningu samfélagsins á iðkun sinni og finnst tilvalið að nýta Samtökin 78 til að styðja við sig þar vegna viðurkenningarinnar sem samtökin hafa unnið fyrir fyrir sitt fólk. Að þannig tengi bdsm iðkendur sig með hinsegin fólki. Að mínu mati algjörar villigötur.“ Vísir hefur séð ýmsa lýsa því yfir að þeir ætli að segja sig úr Samtökunum, einmitt á þessum forsendum.„Damned if you do, damned if you don´t“ Hilmar Hildar Magnúsarson er formaður samtakanna og hann ritaði pistil á síðu sína í gærkvöldi og þar fer ekkert á milli mála að málið hefur tekið á:Ný stjórn Samtakanna ´78. Hennar bíður nú það erfiða verkefni að sætta tvær fylkingar. Yfirlýsingar er að vænta í dag.Mynd fengin af síðu Samtakanna ´78„Í dag finnst mér ég pínu skilja hvernig vinum mínum í Amnesty leið á síðasta ári þegar 'stormurinn þeirra' reið yfir. Ég er vel að merkja ennþá félagi í Amnesty. Ég er ekki að bera málin saman - nema að því leyti að það getur verið erfitt að standa í miðju umdeildra mála, óháð því hvað manni sjálfum kann að þykja. Það er svolítið svona 'you are damned if you do, and you are damned if you don't'.“Yfirlýsingar að vænta Hilmar segir að það hafi nefnilega verið talsverður þrýstingur á stjórn úr báðum áttum: „Sem kaus að gefa ekki út neina línu, heldur upplýsa sem best um málin og leggja þau svo í dóm æðstu stofnunar félagsins, aðalfundar. Félaganna sjálfra. Á endanum verður maður svo persónulega að standa með hjarta sínu og samvisku.“ Hilmar segist muni tjá sig meira um málið á næstunni og er yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. „Ég get þó sagt núna að fólk hefur ekkert að óttast. Samtökin eru enn þau sömu. Það er ekkert breytt. Fræðslan er ekki breytt. Ráðgjöfin. Ungliðastarfið. Þetta er allt jafn frábært og faglegt og verið hefur - og undir sömu formerkjum. Það sem hefur breyst er að lítið samfélag fólks hefur leitað til okkar. Og fengið skjól. Annað ekki.“Burtséð frá því hvað mér finnst persónulega um BDSM þá skil ég ekki hvers vegna verið er að rugla þessum tveimur hlutum...Posted by Hildur Eir Bolladóttir on 7. mars 2016 Örlítið varðandi aðalfund Samtakanna '78 og aðild BDSM á Íslandi:Í dag finnst mér ég pínu skilja hvernig vinum mínum í...Posted by Hilmar Hildar Magnúsarson on 6. mars 2016 Samtökin 78 eru komin í vegferð sem ég er ekki sátt við. Ég mætti ekki á aðalfund og get því sjálfri mér um kennt að...Posted by Kristín Sævarsdóttir on 6. mars 2016
Hinsegin Tengdar fréttir Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ "Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. 5. mars 2016 12:13 Vilja kynna BDSM fyrir íslenskum unglingum Félag BDSM áhugafólks á Íslandi bíður eftir að félagsmenn Samtakanna 78 kjósi um aðild þeirra að samtökunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að skiptar skoðanir séu um aðildina. Formaður segir BDSM-fólk þurfa að koma út úr skápnum. 25. febrúar 2016 07:00 BDSM-félagið fékk aðild að Samtökunum 78 Samþykkt með 37 atkvæðum gegn 31. 5. mars 2016 16:34 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ "Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. 5. mars 2016 12:13
Vilja kynna BDSM fyrir íslenskum unglingum Félag BDSM áhugafólks á Íslandi bíður eftir að félagsmenn Samtakanna 78 kjósi um aðild þeirra að samtökunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að skiptar skoðanir séu um aðildina. Formaður segir BDSM-fólk þurfa að koma út úr skápnum. 25. febrúar 2016 07:00