Kristján Arason vill þjálfa landsliðið | Langt síðan hann heyrði í HSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2016 20:08 Gísli Þorgeir Kristjánsson, 16 ára FH-ingur, skaust fram á sjónarsviðið þegar Fimleikafélagið vann bikarmeistara Vals, 23-28, í Olís-deild karla í handbolta á fimmtudagskvöldið. Gísli á ekki langt að sækja hæfileikana en foreldrar hans eru þau Kristján Arason og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Hörður Magnússon spjallaði við þá feðga, Gísla og Kristján, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hann er mjög klókur handboltamaður og með handboltagen í sér,“ sagði Kristján um soninn og segir að hann minni sig á Snorra Stein Guðjónsson, leikstjórnanda íslenska landsliðsins. „Það er mikill munur á því að vera efnilegur og góður. Ef þú ert efnilegur þarftu að nýta það. Maður hefur séð svo marga efnilega detta út. En mér finnst Gísli vera að gera þetta allt rétt og hann er rosalega metnaðargjarn þannig að ég á eftir að sjá hann í Bundesligunni eftir einhver ár,“ bætti Kristján við. Kristján er meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Íslands. Hann segist hafa heyrt frá HSÍ skömmu eftir að Aron Kristjánsson sagði starfi sínu lausu að EM í Póllandi loknu en ekkert síðan. Hann kveðst hafa áhuga á starfinu. „Mér finnst landsliðið spennandi. Ég fékk símtal strax eftir mótið, eftir að Aron ákvað að halda ekki áfram. Síðan hef ég ekkert heyrt en ég vona að þeir séu bara að vinna sína vinnu vel. Íslenski handboltaheimurinn bíður eftir því að eitthvað gerist,“ sagði Kristján. Kristján, sem gerði FH tvívegis að Íslandsmeisturum sem þjálfari, vill einnig sjá deildina hér heima styrkjast. „Það eru rosalega margir góðir handboltamenn sem eru að spila erlendis. Það væri skemmtilegra að fá þá heim, þar sem maður hefur heyrt að það þeim þeir eru að fá úti sé ekkert sérstakt. Ég held að deildin yrði miklu skemmtilegri,“ sagði Kristján og bætti við: „Síðan þurfa félögin í deildinni að hugsa sinn gang og gera samstilltara átak um að hífa þessa deild upp. Hún á það skilið.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Það hafa ýmsir menn verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara A-liðs karla í handbolta síðustu vikur. Nöfn manna sem hafa tengst liðinu á síðustu árum. Menn eins og Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon. 4. mars 2016 06:30 Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Gísli Þorgeir Kristjánsson, 16 ára FH-ingur, skaust fram á sjónarsviðið þegar Fimleikafélagið vann bikarmeistara Vals, 23-28, í Olís-deild karla í handbolta á fimmtudagskvöldið. Gísli á ekki langt að sækja hæfileikana en foreldrar hans eru þau Kristján Arason og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Hörður Magnússon spjallaði við þá feðga, Gísla og Kristján, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hann er mjög klókur handboltamaður og með handboltagen í sér,“ sagði Kristján um soninn og segir að hann minni sig á Snorra Stein Guðjónsson, leikstjórnanda íslenska landsliðsins. „Það er mikill munur á því að vera efnilegur og góður. Ef þú ert efnilegur þarftu að nýta það. Maður hefur séð svo marga efnilega detta út. En mér finnst Gísli vera að gera þetta allt rétt og hann er rosalega metnaðargjarn þannig að ég á eftir að sjá hann í Bundesligunni eftir einhver ár,“ bætti Kristján við. Kristján er meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Íslands. Hann segist hafa heyrt frá HSÍ skömmu eftir að Aron Kristjánsson sagði starfi sínu lausu að EM í Póllandi loknu en ekkert síðan. Hann kveðst hafa áhuga á starfinu. „Mér finnst landsliðið spennandi. Ég fékk símtal strax eftir mótið, eftir að Aron ákvað að halda ekki áfram. Síðan hef ég ekkert heyrt en ég vona að þeir séu bara að vinna sína vinnu vel. Íslenski handboltaheimurinn bíður eftir því að eitthvað gerist,“ sagði Kristján. Kristján, sem gerði FH tvívegis að Íslandsmeisturum sem þjálfari, vill einnig sjá deildina hér heima styrkjast. „Það eru rosalega margir góðir handboltamenn sem eru að spila erlendis. Það væri skemmtilegra að fá þá heim, þar sem maður hefur heyrt að það þeim þeir eru að fá úti sé ekkert sérstakt. Ég held að deildin yrði miklu skemmtilegri,“ sagði Kristján og bætti við: „Síðan þurfa félögin í deildinni að hugsa sinn gang og gera samstilltara átak um að hífa þessa deild upp. Hún á það skilið.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Það hafa ýmsir menn verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara A-liðs karla í handbolta síðustu vikur. Nöfn manna sem hafa tengst liðinu á síðustu árum. Menn eins og Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon. 4. mars 2016 06:30 Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Það hafa ýmsir menn verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara A-liðs karla í handbolta síðustu vikur. Nöfn manna sem hafa tengst liðinu á síðustu árum. Menn eins og Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon. 4. mars 2016 06:30
Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00