Viska Óðins Magnús Guðmundsson skrifar 7. mars 2016 07:00 Það getur falist hugrekki og framsýni í því að setja fram skoðanir og hugmyndir sem ganga þvert á það sem er ríkjandi hverju sinni. Hugmyndir á borð við lýðræði og mannréttindi, svo dæmi sé tekið af hugmyndum sem skoða heiminn og bæta samfélagið með opnum huga. Andstaða þessara hugmynda eru svo þær sem eru settar fram í ótta, fáfræði og með sérhagsmuni ákveðinna hópa, eins og t.d. stakra þjóða eða stétta, að leiðarljósi. Ágætis dæmi um síðarnefndu hugmyndirnar voru settar fram í vikunni af Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Þær eru þó því miður hvorki nýjar af nálinni né án hljómgrunns í samfélaginu enda leggur Ásmundur áherslu á mikilvægi þess að við þurfum að taka umræðu um þessar hugmyndir. Hugmyndir sem snúast um að í nafni sérhagsmuna lokum við landamærum okkar fyrir flóttafólki og snúum því burt á staðnum. Tökum ekki tillit til afleiðinganna fyrir viðkomandi og segjum okkur frá alþjóðasamningum sem miða að því að mannkynið taki sameiginlega ábyrgð á þeim sem eiga um sárt að binda af völdum styrjalda og ofsókna af ýmsu tagi. Ásmundur leggur áherslu á að hann sé óhræddur við að taka þessa umræðu og að hana þurfi að taka. Hún er reyndar viðlíka skynsamleg og að taka þurfi umræðu um að leyft verði að kasta af sér vatni í heita pottinum rétt áður en maður fer upp úr, því eðli málsins samkvæmt munu aðrir en maður sjálfur sitja í súpunni. Að við eigum að „þora að taka þessa umræðu“ er því hreinn og klár þvættingur. Mannvænt og siðmenntað samfélag á nefnilega að vera að taka umræðu um það hvernig það geti hjálpað öðrum en ekki hvernig það geti komið sér hjá því. Við þurfum hins vegar að taka umræðu um hvernig við getum losað samfélagið undan áþján fordóma, afturhalds og sérhagsmuna sem eru í alla staði skaðleg fyrirbæri mannvænu og gæskuríku samfélagi. Þar gæti svarið m.a. verið falið í aukinni þekkingu sem og almennri þekkingarleit einstaklinga og samfélags. Hver sá sem vill auka þekkingu sína og víðsýni gæti til að mynda tekið goðið Óðin sér til fyrirmyndar, en talsverðs misskilnings virðist gæta um eiginleika og eðli Óðins bæði hérlendis sem, til að mynda, í Finnlandi. Óðinn var æðstur guða í norrænni og germanskri goðafræði og þekktur fyrir að sækjast sífellt eftir meiri visku og þekkingu og vera í senn bæði víðförull og gestrisinn, enda hvort tveggja grunnforsenda allrar þekkingarleitar og framþróunar. Óðinn er þannig einnig táknmynd þess að norræn og íslensk menning eru ekkert sjálfsprottið og engu skylt fyrirbæri heldur afsprengi þekkingarleitar, víðsýni og gestrisni. Þess er því að sönnu óskandi að Ásmundur Friðriksson og aðrir sem telja mikilvægt að taka umræðu um réttmæti þess að hjálpa sér og sínum frekar en öðrum, hvaðan sem þeir koma, taki sér nú Óðin til fyrirmyndar og láti þekkingarleitina opna huga og leiða hönd til góðra verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það getur falist hugrekki og framsýni í því að setja fram skoðanir og hugmyndir sem ganga þvert á það sem er ríkjandi hverju sinni. Hugmyndir á borð við lýðræði og mannréttindi, svo dæmi sé tekið af hugmyndum sem skoða heiminn og bæta samfélagið með opnum huga. Andstaða þessara hugmynda eru svo þær sem eru settar fram í ótta, fáfræði og með sérhagsmuni ákveðinna hópa, eins og t.d. stakra þjóða eða stétta, að leiðarljósi. Ágætis dæmi um síðarnefndu hugmyndirnar voru settar fram í vikunni af Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Þær eru þó því miður hvorki nýjar af nálinni né án hljómgrunns í samfélaginu enda leggur Ásmundur áherslu á mikilvægi þess að við þurfum að taka umræðu um þessar hugmyndir. Hugmyndir sem snúast um að í nafni sérhagsmuna lokum við landamærum okkar fyrir flóttafólki og snúum því burt á staðnum. Tökum ekki tillit til afleiðinganna fyrir viðkomandi og segjum okkur frá alþjóðasamningum sem miða að því að mannkynið taki sameiginlega ábyrgð á þeim sem eiga um sárt að binda af völdum styrjalda og ofsókna af ýmsu tagi. Ásmundur leggur áherslu á að hann sé óhræddur við að taka þessa umræðu og að hana þurfi að taka. Hún er reyndar viðlíka skynsamleg og að taka þurfi umræðu um að leyft verði að kasta af sér vatni í heita pottinum rétt áður en maður fer upp úr, því eðli málsins samkvæmt munu aðrir en maður sjálfur sitja í súpunni. Að við eigum að „þora að taka þessa umræðu“ er því hreinn og klár þvættingur. Mannvænt og siðmenntað samfélag á nefnilega að vera að taka umræðu um það hvernig það geti hjálpað öðrum en ekki hvernig það geti komið sér hjá því. Við þurfum hins vegar að taka umræðu um hvernig við getum losað samfélagið undan áþján fordóma, afturhalds og sérhagsmuna sem eru í alla staði skaðleg fyrirbæri mannvænu og gæskuríku samfélagi. Þar gæti svarið m.a. verið falið í aukinni þekkingu sem og almennri þekkingarleit einstaklinga og samfélags. Hver sá sem vill auka þekkingu sína og víðsýni gæti til að mynda tekið goðið Óðin sér til fyrirmyndar, en talsverðs misskilnings virðist gæta um eiginleika og eðli Óðins bæði hérlendis sem, til að mynda, í Finnlandi. Óðinn var æðstur guða í norrænni og germanskri goðafræði og þekktur fyrir að sækjast sífellt eftir meiri visku og þekkingu og vera í senn bæði víðförull og gestrisinn, enda hvort tveggja grunnforsenda allrar þekkingarleitar og framþróunar. Óðinn er þannig einnig táknmynd þess að norræn og íslensk menning eru ekkert sjálfsprottið og engu skylt fyrirbæri heldur afsprengi þekkingarleitar, víðsýni og gestrisni. Þess er því að sönnu óskandi að Ásmundur Friðriksson og aðrir sem telja mikilvægt að taka umræðu um réttmæti þess að hjálpa sér og sínum frekar en öðrum, hvaðan sem þeir koma, taki sér nú Óðin til fyrirmyndar og láti þekkingarleitina opna huga og leiða hönd til góðra verka.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun