Elías og Svana Katla vörðu Íslandsmeistaratitla sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2016 10:45 Elías Snorrason úr KFR og Svana Katla Þorsteinsdóttir úr Breiðabliki. Mynd/Karatesamband Ísland Elías Snorrason úr KFR og Svana Katla Þorsteinsdóttir úr Breiðabliki urðu í gær Íslandsmeistarar í kata fullorðinna í karate en Íslandsmeistaramótið fór fram í íþróttahúsi Hagaskóla í umsjón karatefélagsins Þórshamars. Elías og Svana Katla voru bæði að verja titlana sína frá því í fyrra en Svana Katla gerði betur en að vinna einstaklingskeppnina því hún hjálpaði einnig Breiðabliki að vinna liðakeppnina og vann því tvöfalt í gær. Elías Snorrason vann Bogi Benediktsson úr Þórshamri í úrslitum karla. Báðir höfðu sýnt frábært kata í undankeppninni og unnið alla sína andstæðinga svo ljóst var að það stefndi í spennandi og harðri keppni á milli þeirra. Elías hafði betur og er þetta ekki aðeins annað árið í röð sem Elías vinnur titilinn því hann hefur nú fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari. Hópkatalið Þórshamar var mætt til að verja titil sinn síðan í fyrra og unnu þeir Bogi Benediktsson, Sæmundur Ragnarsson og Ásmundur Ísak Jónsson félaga sína í Þórshamri í úrslitum. Í úrslitum kvenna áttust við sömu landsliðskonurnar og síðustu 3 ár eða þær Kristín Magnúsdóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir, báðar úr Breiðablik. Báðar tvær sýndu frábæra útfærsla á þessum kata og stóð Svana Katla uppi sem sigurvegari annað árið í röð. Svana Katla og Kristín ásamt Örnu Katrínu Kristinsdóttur unnu svo hópkata kvenna og vörðu þar með titil sinn síðan í fyrra, er þetta fimmta árið í röð sem sveit Breiðabliks með þeim Kristínu og Svönu vinnur hópkata kvenna. Svana Katla er því tvöfaldur Íslandsmeistari í kata. Þegar öll stigin voru tekin saman stóð karatefélagið Þórshamar uppi sem sigurvegari með 19 stig og er því Íslandsmeistari félaga í kata fullorðinna. Mótsstjóri var Valgerður H. Sigurðardóttir og yfirdómari Helgi Jóhannesson. Næstu verkefni landsliðsfólks okkar í kata er sterkt sænskt katamót 12.mars og Norðurlandameistaramótið sem haldið verður í Danmörku 9.apríl næstkomandi.Allir Íslandsmeistarar dagsins, frá vinstri Bogi, Ásmundur Ísak, Sæmundur, Arna Katrín, Kristín, Svana og Elías.Mynd/Karatesamband Íslands Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Leik lokið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Risaleikur og nýjar stjörnur Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira
Elías Snorrason úr KFR og Svana Katla Þorsteinsdóttir úr Breiðabliki urðu í gær Íslandsmeistarar í kata fullorðinna í karate en Íslandsmeistaramótið fór fram í íþróttahúsi Hagaskóla í umsjón karatefélagsins Þórshamars. Elías og Svana Katla voru bæði að verja titlana sína frá því í fyrra en Svana Katla gerði betur en að vinna einstaklingskeppnina því hún hjálpaði einnig Breiðabliki að vinna liðakeppnina og vann því tvöfalt í gær. Elías Snorrason vann Bogi Benediktsson úr Þórshamri í úrslitum karla. Báðir höfðu sýnt frábært kata í undankeppninni og unnið alla sína andstæðinga svo ljóst var að það stefndi í spennandi og harðri keppni á milli þeirra. Elías hafði betur og er þetta ekki aðeins annað árið í röð sem Elías vinnur titilinn því hann hefur nú fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari. Hópkatalið Þórshamar var mætt til að verja titil sinn síðan í fyrra og unnu þeir Bogi Benediktsson, Sæmundur Ragnarsson og Ásmundur Ísak Jónsson félaga sína í Þórshamri í úrslitum. Í úrslitum kvenna áttust við sömu landsliðskonurnar og síðustu 3 ár eða þær Kristín Magnúsdóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir, báðar úr Breiðablik. Báðar tvær sýndu frábæra útfærsla á þessum kata og stóð Svana Katla uppi sem sigurvegari annað árið í röð. Svana Katla og Kristín ásamt Örnu Katrínu Kristinsdóttur unnu svo hópkata kvenna og vörðu þar með titil sinn síðan í fyrra, er þetta fimmta árið í röð sem sveit Breiðabliks með þeim Kristínu og Svönu vinnur hópkata kvenna. Svana Katla er því tvöfaldur Íslandsmeistari í kata. Þegar öll stigin voru tekin saman stóð karatefélagið Þórshamar uppi sem sigurvegari með 19 stig og er því Íslandsmeistari félaga í kata fullorðinna. Mótsstjóri var Valgerður H. Sigurðardóttir og yfirdómari Helgi Jóhannesson. Næstu verkefni landsliðsfólks okkar í kata er sterkt sænskt katamót 12.mars og Norðurlandameistaramótið sem haldið verður í Danmörku 9.apríl næstkomandi.Allir Íslandsmeistarar dagsins, frá vinstri Bogi, Ásmundur Ísak, Sæmundur, Arna Katrín, Kristín, Svana og Elías.Mynd/Karatesamband Íslands
Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Leik lokið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Risaleikur og nýjar stjörnur Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira