Erlent

Romney segir Trump vera svikara og loddara

atli ísleifsson skrifar
Mitt Romney var frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum árið 2012.
Mitt Romney var frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum árið 2012. Vísir/AFP
Repúblikaninn Mitt Romney segir bandaríska auðjöfurinn Donald Trump bæði vera „svikara“ og „loddara“ og að hann hafi Bandaríkjamenn að fíflum.

Romney mun láta orðin falla í ræðu sinni á fundi í Utah-ríki síðar í dag. CNN greinir frá innihaldi ræðunnar eftir að hafa komist yfir talpunktana.

Romney var frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum 2012, en Trump leiðir sem stendur í baráttunni um að verða forsetaframbjóðandi flokksins.

Romney mun í ræðu sinni hvetja Bandaríkjamenn til að „taka réttar ákvarðanir“ og styðja ekki við bakið á hinum umdeilda Trump.

Kappræður Repúblikana fara fram í kvöld þar sem þeir Trump, Ted Cruz, Marco Rubio og John Kasich munu mætast. Ben Carson verður ekki á meðal þátttakenda.

Romney segir að einu alvöru tillögur frambjóðenda um stefnubreytingar hafi komið frá öðrum frambjóðendum en Trump. Talið er að Romney muni segja að tillögur Trump gætu leitt til efnahagskreppu í landinu og utanríkisstefna hans myndi ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna.

Þá segir hann Trump hvorki hafa rétta skapgerð né dómgreind til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir

Tugir milljarða til að ná forystu

Dýrkeypt getur verið að komast langt í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Clinton og Trump höfðu í lok febrúar varið 17,9 milljörðum króna í sín framboð. Trump varði þó einungis fimmtungi af fjárhæð Clinton. Frambjóðendur sem hætt

Trump og Clinton með ótvíræða forystu

Ofurþriðjudagurinn svonefndi skilaði Donald Trump nokkuð öruggu forskoti hjá Repúblikanaflokknum, helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Hillary Rodham Clinton náði einnig að skjóta Bernie Sanders langt aftur fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×