Blásið til íbúafundar í Mosfellsdal vegna umferðarþunga: „Þessi litli vegur hérna er gjörsamlega sprunginn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2016 11:45 Þingvallavegur liggur í gegnum byggðina í Mosfellsdal en Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndaleikstjóri, er einn íbúa í dalnum. vísir/gva/loftmyndir Íbúar í Mosfellsdal eru orðnir langþreyttir á mikilli umferð í gegnum dalinn en fjöldi ferðamanna fer þar um á degi hverjum á leið sinni til Þingvalla. Íbúarnir hafa því boðað til fundar í kvöld í húsakynnum styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal en Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndaleikstjóri, er einn af íbúum í dalnum. „Málið snýst um það að þessi litli vegur hérna er gjörsamlega sprunginn. Þetta hefur versnað stöðugt síðastliðin þrjú ár með auknum fjölda ferðamanna auðvitað en hefur aldrei verið jafnslæmt og nú. Það er gríðarleg umferð hérna frá morgni til kvölds og svona um 30 rútur sem fara hér um á kvöldin til þess að skoða norðurljósin,“ segir Guðný í samtali við Vísi.Hvinur frá bílaumferð og mikil mengun Langt er á milli fjallanna í Mosfellsdal og dalurinn því víður eftir því. Guðný segir að þetta geri það að verkum að það hvíni í öllum dalnum vegna umferðar og þá hafi mengun stóraukist. „Fólk er að fara hér um á alls konar druslum og bílaleigubílum sem eru illa búnir. Það liggur við að við séum daglega að draga upp einhverja útlendinga hér aftur upp á veg því þeir hafa farið út af eða fest sig. Það er orðin svo mikil mengun hérna að það liggur við að hún sé áþreifanleg þannig að þetta er bara eins og að vera í borg. Fólkið sem býr hérna hefur hins vegar valið að búa hérna til að vera í friði og langflestir íbúanna vinna heima en þessi mikla umferð hefur skert lífsgæði okkar hér í dalnum til muna,“ segir Guðný.Frá Mosfellsdalvísir/gvaVilja færa veginn Um 220 manns búa í Mosfellsdal. Þar á meðal eru barnmargar fjölskyldur en Guðný segir að margir foreldrar séu dauðhræddir við að senda börn sín út í skýli til að bíða eftir skólabílnum vegna umferðarinnar. „Svo eru líka margir hérna með dýr en það er held ég búið að drepa hvern einasta hund hér í dalnum.“ Hámarkshraði á þeim hluta Þingvallavegar sem liggur um Mosfellsdal er 70 kílómetrar á klukkustund. Guðný segir ökumenn hins vegar ekki virða þá hraðatakmörkun heldur þjóti um á að minnsta kosti 90 kílómetra hraða. Aðspurð um hvað sé hægt að gera og hvaða lausnir íbúar Mosfellsdals sjái segir hún að þeirra hugmynd snúi að því að færa veginn þangað sem liggur frá Geithálsi inn að Nesjum og þangað inn í þjóðgarðinn. „Ætlun okkar er auðvitað ekki að hindra ferðamenn í að komast á Þingvelli, langt því frá, en það gefur auðvitað auga leið að það er ekki hægt að er ekki hægt að keyra í gegnum heilt byggðarlag á 90 kílómetra hraða. Miðað við þær miklu tekjur sem þjóðin er að vegna ferðamannastraumsins þá hljótum við að geta byggt fyrir þá veg þar sem hvorki þeim sjálfum né okkur íbúum hér í dalnum sé stefnt í hættu.“Íbúar farnir að hugsa sér til hreyfings Guðný segir íbúana ekki hafa mætt miklum skilningi stjórnvalda. Sveitarstjórnarmenn í Mosfellsbæ bendi á Vegagerðina en Vegagerðin bjóði ekki aðrar lausnir en að breikka veginn í gegnum dalinn. „Hugmynd Vegagerðarinnar er bara að vera með hraðbraut hérna í gegnum dalinn. Við vorum hérna með vegagerðarmenn í fyrra en þeir komu ekki hingað til að leysa vandamálið heldur bara til að rífa kjaft. Við erum búin að vera að vekja athygli á þessu undanfarin þrjú ár, verið hér með heimatilbúin skilti og mótmælt en það er ekki hlustað á okkur.“ Að sögn Guðnýjar eru einhverjir íbúar í dalnum farnir að hugsa sér til hreyfings vegna umferðaráþjánar, eins og hún orðar það, þar með talið hún sjálf. „Já, ég er farin að gera það því ég get ekki verið með barnabörnunum hér úti í garði. Maður heyrir ekki orðaskil fyrir drunum og látum frá bílunum sem þjóta hér um.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Íbúar í Mosfellsdal eru orðnir langþreyttir á mikilli umferð í gegnum dalinn en fjöldi ferðamanna fer þar um á degi hverjum á leið sinni til Þingvalla. Íbúarnir hafa því boðað til fundar í kvöld í húsakynnum styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal en Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndaleikstjóri, er einn af íbúum í dalnum. „Málið snýst um það að þessi litli vegur hérna er gjörsamlega sprunginn. Þetta hefur versnað stöðugt síðastliðin þrjú ár með auknum fjölda ferðamanna auðvitað en hefur aldrei verið jafnslæmt og nú. Það er gríðarleg umferð hérna frá morgni til kvölds og svona um 30 rútur sem fara hér um á kvöldin til þess að skoða norðurljósin,“ segir Guðný í samtali við Vísi.Hvinur frá bílaumferð og mikil mengun Langt er á milli fjallanna í Mosfellsdal og dalurinn því víður eftir því. Guðný segir að þetta geri það að verkum að það hvíni í öllum dalnum vegna umferðar og þá hafi mengun stóraukist. „Fólk er að fara hér um á alls konar druslum og bílaleigubílum sem eru illa búnir. Það liggur við að við séum daglega að draga upp einhverja útlendinga hér aftur upp á veg því þeir hafa farið út af eða fest sig. Það er orðin svo mikil mengun hérna að það liggur við að hún sé áþreifanleg þannig að þetta er bara eins og að vera í borg. Fólkið sem býr hérna hefur hins vegar valið að búa hérna til að vera í friði og langflestir íbúanna vinna heima en þessi mikla umferð hefur skert lífsgæði okkar hér í dalnum til muna,“ segir Guðný.Frá Mosfellsdalvísir/gvaVilja færa veginn Um 220 manns búa í Mosfellsdal. Þar á meðal eru barnmargar fjölskyldur en Guðný segir að margir foreldrar séu dauðhræddir við að senda börn sín út í skýli til að bíða eftir skólabílnum vegna umferðarinnar. „Svo eru líka margir hérna með dýr en það er held ég búið að drepa hvern einasta hund hér í dalnum.“ Hámarkshraði á þeim hluta Þingvallavegar sem liggur um Mosfellsdal er 70 kílómetrar á klukkustund. Guðný segir ökumenn hins vegar ekki virða þá hraðatakmörkun heldur þjóti um á að minnsta kosti 90 kílómetra hraða. Aðspurð um hvað sé hægt að gera og hvaða lausnir íbúar Mosfellsdals sjái segir hún að þeirra hugmynd snúi að því að færa veginn þangað sem liggur frá Geithálsi inn að Nesjum og þangað inn í þjóðgarðinn. „Ætlun okkar er auðvitað ekki að hindra ferðamenn í að komast á Þingvelli, langt því frá, en það gefur auðvitað auga leið að það er ekki hægt að er ekki hægt að keyra í gegnum heilt byggðarlag á 90 kílómetra hraða. Miðað við þær miklu tekjur sem þjóðin er að vegna ferðamannastraumsins þá hljótum við að geta byggt fyrir þá veg þar sem hvorki þeim sjálfum né okkur íbúum hér í dalnum sé stefnt í hættu.“Íbúar farnir að hugsa sér til hreyfings Guðný segir íbúana ekki hafa mætt miklum skilningi stjórnvalda. Sveitarstjórnarmenn í Mosfellsbæ bendi á Vegagerðina en Vegagerðin bjóði ekki aðrar lausnir en að breikka veginn í gegnum dalinn. „Hugmynd Vegagerðarinnar er bara að vera með hraðbraut hérna í gegnum dalinn. Við vorum hérna með vegagerðarmenn í fyrra en þeir komu ekki hingað til að leysa vandamálið heldur bara til að rífa kjaft. Við erum búin að vera að vekja athygli á þessu undanfarin þrjú ár, verið hér með heimatilbúin skilti og mótmælt en það er ekki hlustað á okkur.“ Að sögn Guðnýjar eru einhverjir íbúar í dalnum farnir að hugsa sér til hreyfings vegna umferðaráþjánar, eins og hún orðar það, þar með talið hún sjálf. „Já, ég er farin að gera það því ég get ekki verið með barnabörnunum hér úti í garði. Maður heyrir ekki orðaskil fyrir drunum og látum frá bílunum sem þjóta hér um.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira