Hannes Þór um búningana: Svara eins og pólitíkus Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. mars 2016 11:43 Vísir/Vilhelm Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, steig varlega til jarðar þegar hann var í viðtali í Brennslunni á FM 957 í morgun um nýju landsliðsbúningana sem voru afhjúpaðir í gær. „Maður hefur beðið aðeins eftir þessu, ég neita því ekki. Maður heyrði af því að menn í hópnum voru með puttana í þessu og spennandi að sjá niðurstöðuna,“ sagði Hannes sem taldi að Emil Hallfreðsson og Kári Árnason hefðu tekið þátt í hönnunarferlinu.Sjá einnig: Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Hann segist vera þokkalega ánægður með útlit búninganna. „Já, er þetta ekki fínasti búningur? Annars veit ég ekki hvernig ég á að svara þessu. Þetta er svo heitt umræðuefni að maður verður að svara eins og pólitíkus,“ sagði markvörðurinn í léttum dúr. Markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson var einn þeirra leikmanna sem klæddust búningnum á kynningu KSÍ í gær og hann var í rauðri treyju og rauðum stuttbuxum.Sjá einnig: Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot „Við vorum reyndar spurðir hvaða liti við vildum, við markverðirnir. Það var enginn sammála en ég setti hvítan í fyrsta sæti. Ég verð með hvíta hanska og væri flott að hafa það í stíl. Ég er mjög mikið fyrir hvíta markmannsbúninga - það dregur aðeins fram tanið.“Ekki í vafa um að ég verði klár í sumar Hannes fór úr axlarlið í haust, rétt áður en Ísland mætti Tyrklandi ytra í lokaleik sínum í undankeppni EM. Hann er nú á góðum batavegi og vonast til að geta spilað fljótlega. „Þetta er búið að ganga eins vel og hægt var að vonast eftir. Það var talað um að batinn tæki 4-6 mánuði eftir aðgerð. Nú eru liðnir fjórir og hálfur mánuður og ég er byrjaður að gera allt. Það er eins gott maður gat leyft sér að vonast eftir.“Sjá einnig: Bretti upp ermar og hristi þetta af mér „Að öllu óbreytti verð ég í engum vafa um að ég verði klár í sumar. Það er líka ekkert langt í að ég verði leikfær. Ég er ekki orðinn 100 prósent en nógu góður til að æfa á fullu. Svo fyllir maður upp í síðustu prósentin smá saman.“ Viðtalið má heyra allt í spilaranum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan er síðan könnun þar sem lesendur Vísis geta látið í ljós skoðun sína á búningnum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47 Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30 Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot Guðmundur Jörundsson bauðst til að hanna nýja landsliðstreyju frítt. 2. mars 2016 09:00 KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, steig varlega til jarðar þegar hann var í viðtali í Brennslunni á FM 957 í morgun um nýju landsliðsbúningana sem voru afhjúpaðir í gær. „Maður hefur beðið aðeins eftir þessu, ég neita því ekki. Maður heyrði af því að menn í hópnum voru með puttana í þessu og spennandi að sjá niðurstöðuna,“ sagði Hannes sem taldi að Emil Hallfreðsson og Kári Árnason hefðu tekið þátt í hönnunarferlinu.Sjá einnig: Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Hann segist vera þokkalega ánægður með útlit búninganna. „Já, er þetta ekki fínasti búningur? Annars veit ég ekki hvernig ég á að svara þessu. Þetta er svo heitt umræðuefni að maður verður að svara eins og pólitíkus,“ sagði markvörðurinn í léttum dúr. Markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson var einn þeirra leikmanna sem klæddust búningnum á kynningu KSÍ í gær og hann var í rauðri treyju og rauðum stuttbuxum.Sjá einnig: Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot „Við vorum reyndar spurðir hvaða liti við vildum, við markverðirnir. Það var enginn sammála en ég setti hvítan í fyrsta sæti. Ég verð með hvíta hanska og væri flott að hafa það í stíl. Ég er mjög mikið fyrir hvíta markmannsbúninga - það dregur aðeins fram tanið.“Ekki í vafa um að ég verði klár í sumar Hannes fór úr axlarlið í haust, rétt áður en Ísland mætti Tyrklandi ytra í lokaleik sínum í undankeppni EM. Hann er nú á góðum batavegi og vonast til að geta spilað fljótlega. „Þetta er búið að ganga eins vel og hægt var að vonast eftir. Það var talað um að batinn tæki 4-6 mánuði eftir aðgerð. Nú eru liðnir fjórir og hálfur mánuður og ég er byrjaður að gera allt. Það er eins gott maður gat leyft sér að vonast eftir.“Sjá einnig: Bretti upp ermar og hristi þetta af mér „Að öllu óbreytti verð ég í engum vafa um að ég verði klár í sumar. Það er líka ekkert langt í að ég verði leikfær. Ég er ekki orðinn 100 prósent en nógu góður til að æfa á fullu. Svo fyllir maður upp í síðustu prósentin smá saman.“ Viðtalið má heyra allt í spilaranum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan er síðan könnun þar sem lesendur Vísis geta látið í ljós skoðun sína á búningnum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47 Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30 Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot Guðmundur Jörundsson bauðst til að hanna nýja landsliðstreyju frítt. 2. mars 2016 09:00 KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira
Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47
Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30
Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot Guðmundur Jörundsson bauðst til að hanna nýja landsliðstreyju frítt. 2. mars 2016 09:00
KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53