Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. mars 2016 13:30 Oliver Sigurjónsson í hvítu varatreyjunni, Gunnleifur Gunnleifsson í markvarðartreyjunni og Rakel Hönnudóttir í nýja aðalbúningnum. vísir/vilhelm Knattspyrnusamband Íslands kynnti í dag nýjan landsliðsbúning í fótbolta til sögunnar, en þetta er treyjan sem strákarnir okkar klæðast á EM í Frakklandi í sumar. Nýja treyjan fer í sölu í dag. Kvennalandsliðið og unglingalandsliðin munu einnig nota treyjuna næstu tvö árin, en þetta er framtíðarbúningur íslensku landsliðanna. Beðið hefur verið nýja búningnum með nokkurri spennu enda í fyrsta sinn sem karlalandsliðið fer á stórmót. Líkt og undanfarin fjórtán ár er Ísland í búningum frá ítalska íþróttavöruframleiðandanum Errea, en KSÍ skrifaði einnig undir nýjan fjögurra ára samning við Errea í dag. Strákarnir munu bera eftirnöfnin á baki búninganna, að eigin ósk, en leikmennirnir komu einnig að því að velja landsliðsbúninginn og allan fatnað sem þeir klæðast á Evrópumótinu. Tveir búningar verða í boði fyrir Íslendinga að klæðast í Frakklandi því Tólfan, stuðningsmannahópur íslenska liðsins, er með sínar eigin treyjur. „Tólfan eru sjálfstæð og frjáls félagasamtök sem eru ekki með neina formlega tengingu við KSÍ. Þeim er auðvitað frjálst að vera með sinn eigin einkennisbúning,“ sagði Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, í viðtali við Brennsluna í síðasta mánuði. „Eðlilega myndi Errea vilja að stuðningsmenn íslenska landsliðsins myndu kaupa sér landsliðsbúninginn og vonandi gera þeir það bara.“ Ísland hefur leik á Evrópumótinu 14. júní þegar strákarnir okkar mæta Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal í St. Étienne.Nýju treyjurnar. pic.twitter.com/nyWLCdpAXE— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016 Part 2. pic.twitter.com/rdq5tJCvYq— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016 Hvað finnst fólki? pic.twitter.com/UolSYLeW2d— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjör: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands kynnti í dag nýjan landsliðsbúning í fótbolta til sögunnar, en þetta er treyjan sem strákarnir okkar klæðast á EM í Frakklandi í sumar. Nýja treyjan fer í sölu í dag. Kvennalandsliðið og unglingalandsliðin munu einnig nota treyjuna næstu tvö árin, en þetta er framtíðarbúningur íslensku landsliðanna. Beðið hefur verið nýja búningnum með nokkurri spennu enda í fyrsta sinn sem karlalandsliðið fer á stórmót. Líkt og undanfarin fjórtán ár er Ísland í búningum frá ítalska íþróttavöruframleiðandanum Errea, en KSÍ skrifaði einnig undir nýjan fjögurra ára samning við Errea í dag. Strákarnir munu bera eftirnöfnin á baki búninganna, að eigin ósk, en leikmennirnir komu einnig að því að velja landsliðsbúninginn og allan fatnað sem þeir klæðast á Evrópumótinu. Tveir búningar verða í boði fyrir Íslendinga að klæðast í Frakklandi því Tólfan, stuðningsmannahópur íslenska liðsins, er með sínar eigin treyjur. „Tólfan eru sjálfstæð og frjáls félagasamtök sem eru ekki með neina formlega tengingu við KSÍ. Þeim er auðvitað frjálst að vera með sinn eigin einkennisbúning,“ sagði Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, í viðtali við Brennsluna í síðasta mánuði. „Eðlilega myndi Errea vilja að stuðningsmenn íslenska landsliðsins myndu kaupa sér landsliðsbúninginn og vonandi gera þeir það bara.“ Ísland hefur leik á Evrópumótinu 14. júní þegar strákarnir okkar mæta Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal í St. Étienne.Nýju treyjurnar. pic.twitter.com/nyWLCdpAXE— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016 Part 2. pic.twitter.com/rdq5tJCvYq— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016 Hvað finnst fólki? pic.twitter.com/UolSYLeW2d— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjör: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira