Dominos þróar pítsusendlavélmenni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. mars 2016 15:55 Svona lítur hið tignarlega vélmenni út. Mynd/Marathon Robotics Dominos vinnur nú hörðum höndum að því að þróa vélmenni sem sendir nýbakaðar pítsur beint heim að dyrum. Vélmennið er búið fjórum hjólum og sérstökum skynjurum sem gerir því kleyft að komast framhjá hindrunum sem verða á vegi þess. Vélmennið kemst allt að tuttugu kílómetra frá hverju útibúi Dominos. Í því er hitageymsla þar sem koma má fyrir allt að tíu pítsum. Einnig er vélmennið útbúið kæli svo að drykkirnir haldist nú kaldir. Þegar komið er heim að dyrum þurfa svangir viðskiptavinir Dominos að stimpla inn kóða og opnast þá rétt hólf hitageymslunnar. Það verður að játast að þetta hljómar grunsamlega líkt auglýsingabrellu af hálfu Dominos en í samtali við bandaríska vefmiðilinn Mashable staðfesti forstjóri Dominos að vélmenni væri í raun og veru í þróun fyrir Dominos. Aðdáendur Dominos hér á landi þurfa þó að bíða eftir að vélmennið sjáist á götum landsins. Það er Dominos í Ástralíu sem stendur að þróun vélmennisins í samstarfi við Marathon Robotics, fyrirtæki sem hingað til hefur sérhæft sig í að búa til skotmörk fyrir æfingar her- og lögreglumanna. Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Dominos vinnur nú hörðum höndum að því að þróa vélmenni sem sendir nýbakaðar pítsur beint heim að dyrum. Vélmennið er búið fjórum hjólum og sérstökum skynjurum sem gerir því kleyft að komast framhjá hindrunum sem verða á vegi þess. Vélmennið kemst allt að tuttugu kílómetra frá hverju útibúi Dominos. Í því er hitageymsla þar sem koma má fyrir allt að tíu pítsum. Einnig er vélmennið útbúið kæli svo að drykkirnir haldist nú kaldir. Þegar komið er heim að dyrum þurfa svangir viðskiptavinir Dominos að stimpla inn kóða og opnast þá rétt hólf hitageymslunnar. Það verður að játast að þetta hljómar grunsamlega líkt auglýsingabrellu af hálfu Dominos en í samtali við bandaríska vefmiðilinn Mashable staðfesti forstjóri Dominos að vélmenni væri í raun og veru í þróun fyrir Dominos. Aðdáendur Dominos hér á landi þurfa þó að bíða eftir að vélmennið sjáist á götum landsins. Það er Dominos í Ástralíu sem stendur að þróun vélmennisins í samstarfi við Marathon Robotics, fyrirtæki sem hingað til hefur sérhæft sig í að búa til skotmörk fyrir æfingar her- og lögreglumanna.
Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira