Skoðun

Betra Ísland með Lindu á Bessastöðum

Hildur Þorsteinsdóttir skrifar
Við Linda Pétursdóttur kynntumst fyrir skemmstu, en leiðir okkar lágu saman í gegnum dýraverndarverkefni, en sem kunnugt er, er hún mikill umhverfis og dýraverndarsinni, auk þess að vera mjög andlega þenkjandi.

Margir hafa sagt; að það að vera með ,,dýraverndarelementið“ rótgróið í hjarta sínu lýsi ákveðnum og mikilvægum mannkostum. Það feli í sér kærleik, sem smiti út frá sér og hafi jákvæð áhrif á samskipti við samferðafólk okkar. Að vilja vernda líf, allt til þess allra minnsta hvort, sem um er að ræða dýr eða menn í allri sinni fjölbreyttu birtingarmynd lýsi eftirsóknarverðum eiginleikum.

Kunn eru hin fleygu orð Mahatma Ghandi  sem sagði:  Siðmenningu manna og framfarir mætti ráða af því hvernig þeir koma fram við dýr.

Auk margs annars treysti  ég Lindu Pétursdóttir  best til þess  að hafa áhrif á bætta siðmenningu á Íslandi og láta gott af sér leiða í þágu umhverfis og dýraverndar auk annars sem mér finnst að mætti betur fara íslensku þjóðinni til framdráttar.

Í ljósi þessa  skora ég á  Lindu að gefa kost á sér í næstu forsetakosningum og kjósendur að veita henni brautargengi ákveði hún framboð.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×