Sérhæfa sig í þjónustu við erlendar stjörnur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. mars 2016 07:00 "Sumir kaupa sér miða á Saga Class þótt það sé hægt að fá ódýrari sæti rétt fyrir aftan. Það sama gildir um lúxusakstur,“ segir Hjörtur sem hér stendur við einn af bílum Servio. Fréttablaðið/Anton „Þetta eru ekki bara stjörnurnar heldur allt fylgdarlið líka, það fylgir þessu öllu mikill atgangur,“ segir Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri Securitas. Dótturfyrirtæki Securitas, Servio, sérhæfir sig í þjónustu við kvikmynda- og auglýsingafyrirtæki sem koma til Íslands. Þjónustan felst í akstri á sérútbúnum glæsikerrum, öryggis- og lífvarsla eins og að vera með vörð við hótelið sem viðkomandi gistir á eða hreinlega redda því sem þarf að redda hverju sinni. „Okkar mottó er að gestum okkar eigi að líða eins og drottningum og kóngum,“ segir Hjörtur og játar því að nóg sé að gera í bransanum enda hafi eftirspurnin aukist gífurlega síðustu árin í takt við vinsældir Íslands sem tökustaðar. Það eru sjö í föstu starfi hjá Servio en fjórtán í viðbót eru í verktakavinnu og kallaðir út þegar sinnt er stórum verkefnum. Eins og þessa dagana við Mývatni þar sem Hollywood-myndin Fast and the Furious er tekin upp. Flestir starfsmenn eru fyrrverandi lögreglumenn sem fara svo í stranga sérþjálfun áður en þeir taka til starfa hjá Servio. „Við gefum ekkert uppi um gesti okkar en ég get sagt að við erum leiðandi í þessari þjónustu og séum með mjög mikilvæga kúnna,“ svarar Hjörtur kíminn þegar hann er spurður hvort Justin Bieber og Bill Gates hafi nýtt sér þjónustu fyrirtækisins. „Þagmælskan er mikilvæg í þessu starfi. Það læra starfsmenn okkar strax, þeir yrða til dæmis ekki á gesti okkar nema á þá sé mælt. Það er ekki þetta venjulega kumpánlega íslenska spjall í boði.“ Dæmi um verð fyrir stjörnumeðhöndlun er 35 þúsund krónur fyrir akstur á flugvöllinn og 250 þúsund krónur fyrir sólarhringsgæslu, en verðið fer þó eftir aðstæðum og áhættu. Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
„Þetta eru ekki bara stjörnurnar heldur allt fylgdarlið líka, það fylgir þessu öllu mikill atgangur,“ segir Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri Securitas. Dótturfyrirtæki Securitas, Servio, sérhæfir sig í þjónustu við kvikmynda- og auglýsingafyrirtæki sem koma til Íslands. Þjónustan felst í akstri á sérútbúnum glæsikerrum, öryggis- og lífvarsla eins og að vera með vörð við hótelið sem viðkomandi gistir á eða hreinlega redda því sem þarf að redda hverju sinni. „Okkar mottó er að gestum okkar eigi að líða eins og drottningum og kóngum,“ segir Hjörtur og játar því að nóg sé að gera í bransanum enda hafi eftirspurnin aukist gífurlega síðustu árin í takt við vinsældir Íslands sem tökustaðar. Það eru sjö í föstu starfi hjá Servio en fjórtán í viðbót eru í verktakavinnu og kallaðir út þegar sinnt er stórum verkefnum. Eins og þessa dagana við Mývatni þar sem Hollywood-myndin Fast and the Furious er tekin upp. Flestir starfsmenn eru fyrrverandi lögreglumenn sem fara svo í stranga sérþjálfun áður en þeir taka til starfa hjá Servio. „Við gefum ekkert uppi um gesti okkar en ég get sagt að við erum leiðandi í þessari þjónustu og séum með mjög mikilvæga kúnna,“ svarar Hjörtur kíminn þegar hann er spurður hvort Justin Bieber og Bill Gates hafi nýtt sér þjónustu fyrirtækisins. „Þagmælskan er mikilvæg í þessu starfi. Það læra starfsmenn okkar strax, þeir yrða til dæmis ekki á gesti okkar nema á þá sé mælt. Það er ekki þetta venjulega kumpánlega íslenska spjall í boði.“ Dæmi um verð fyrir stjörnumeðhöndlun er 35 þúsund krónur fyrir akstur á flugvöllinn og 250 þúsund krónur fyrir sólarhringsgæslu, en verðið fer þó eftir aðstæðum og áhættu. Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira