Hvetjum Lindu Pétursdóttur til forsetaframboðs Sigurður Ingólfsson skrifar 18. mars 2016 10:05 Nú eru forsetakosningar á næsta leiti og sýnist sitt hverjum um hæfi þeirra sem lýst hafa yfir framboði sínu til þessa virðulega embættis. Efalaust hugsa margir ennþá sitt ráð og fólk spjallar sín á milli um hverjir komi helst til greina. Mjög mikilvægt er að vel takist til með að fá góða frambjóðendur sem hafa þá eiginleika og getu, sem þarf til að taka við embættinu. Það er án efa mikilvægt að þjóðin skipi sér ekki í pólitískar fylkingar um frambjóðendur í kosningunum. Þá er sú hætta fyrir hendi að fylking, sem bíður lægri hlut, verði ekki mönnum sinnandi eftir að þeirra pólitíski andstæðingur næði kosningu til forseta. Þeir sem eru í stjórnmálum verða að hlýta því að fólk greinir ekki svo vel á milli skoðana fólks og persónanna sjálfra. Margir hafa hvatt Lindu Pétursdóttur athafnakonu til margra ára í framboð og er ég þeirra á meðal. Einfaldlega vegna þess að ég sé ekki fyrir mér annan betri frambjóðanda. Verð að játa að ég hef ekki hitt hana nema af tilviljun en allir Íslendingar þekkja “ Lindu Pé. “ Hún varð landsþekkt 18 ára gömul, eftir að hafa verið kjörin ungfrú Ísland og hefur deilt með okkur gleði sinni og sorgum, aðallega þó gleði, í viðtölum í fjölmiðlum allt frá því að hún bar sigur úr bítum í keppni um alheimsfegurð. Síðan þá hefur hún gert ótalmargt annað gott, sem eftir hefur verið tekið. Ein skýrasta mynd lýðræðisins er að við getum öll hvatt þann einstakling sem við teljum hæfastan til framboðs forseta. Síðan er það þjóðarinnar að ákveða hvern hún kýs til að gegna embættinu í komandi kosningum. Hvetjum Lindu til framboðs og ef hún nær kjöri verður hún glæsilegur forseti og fulltrúi landsins okkar, hvort sem er hér heima á Bessastöðum eða úti í hinum stóra heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú eru forsetakosningar á næsta leiti og sýnist sitt hverjum um hæfi þeirra sem lýst hafa yfir framboði sínu til þessa virðulega embættis. Efalaust hugsa margir ennþá sitt ráð og fólk spjallar sín á milli um hverjir komi helst til greina. Mjög mikilvægt er að vel takist til með að fá góða frambjóðendur sem hafa þá eiginleika og getu, sem þarf til að taka við embættinu. Það er án efa mikilvægt að þjóðin skipi sér ekki í pólitískar fylkingar um frambjóðendur í kosningunum. Þá er sú hætta fyrir hendi að fylking, sem bíður lægri hlut, verði ekki mönnum sinnandi eftir að þeirra pólitíski andstæðingur næði kosningu til forseta. Þeir sem eru í stjórnmálum verða að hlýta því að fólk greinir ekki svo vel á milli skoðana fólks og persónanna sjálfra. Margir hafa hvatt Lindu Pétursdóttur athafnakonu til margra ára í framboð og er ég þeirra á meðal. Einfaldlega vegna þess að ég sé ekki fyrir mér annan betri frambjóðanda. Verð að játa að ég hef ekki hitt hana nema af tilviljun en allir Íslendingar þekkja “ Lindu Pé. “ Hún varð landsþekkt 18 ára gömul, eftir að hafa verið kjörin ungfrú Ísland og hefur deilt með okkur gleði sinni og sorgum, aðallega þó gleði, í viðtölum í fjölmiðlum allt frá því að hún bar sigur úr bítum í keppni um alheimsfegurð. Síðan þá hefur hún gert ótalmargt annað gott, sem eftir hefur verið tekið. Ein skýrasta mynd lýðræðisins er að við getum öll hvatt þann einstakling sem við teljum hæfastan til framboðs forseta. Síðan er það þjóðarinnar að ákveða hvern hún kýs til að gegna embættinu í komandi kosningum. Hvetjum Lindu til framboðs og ef hún nær kjöri verður hún glæsilegur forseti og fulltrúi landsins okkar, hvort sem er hér heima á Bessastöðum eða úti í hinum stóra heimi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar